Andvari - 01.10.1962, Qupperneq 71
ANDVARI
HROSSADRÁPIÐ Á HÖRGÁRDALSHEIÐI 1870
309
Einkennilegt er það, að í Endurminn-
ingum sínum getur Sigurður Briem þess,
en um þessar mundir átti hann heima
hjá foreldrum sínum á Hjaltastöðum, að
Gunnjaugur bróðir sinn hafi átt hest
einn ágætan og var folaldið gefið hon-
um af síra Jóni Hallssyni prófasti í Mikla-
hæ. Segir hann, að það, ásamt mer-
folaldi er faðir sinn hafi átt, hafi komizt
lifandi úr skálinni. Hafi þau bæði verið
alin inni í bæ folaldsveturinn og hryssan
skírð ,,Mæða“. Ekki nefnir Jón Péturs-
son, að nein folöld hafi verið í skálinni,
og þaðan af síður, að neitt hross hafi kom-
izt þaðan lifandi. En á einum stað getur
hann þess ,,að tvær hryssurnar, sem þar
voru hafi átt að vera með folöldum" og
er næst að álykta út frá því, að raun-
verulega hafi hópurinn vcrið mun stærri,
er þeir ráku af stað, en sum hrossanna
aldrei farið í skálina, heldur hrakizt frá á
fjallinu i hríðinni, og folöldin þá tapað af
mæðrum sínum, sem oft hendir, ef
óvægilega er rekið, og sennilegast komið,
er stóðið var tekið af afréttinum.
Þetta mál var mjög umtalað lengi á
eftir og aldrei heyrði ég gamla Blönd-
hlíðinga svo á það minnast, að þeim
hitnaði ekki í hamsi undir þeim umræð-
um og því til sanninda set ég þessa
skrýtlu á lok þessarar frásagnar:
Skömmu eftir að Páil Briem varð amt-
maður Norður- og Austuramtsins (hann
tók við því embætti 1894), kom hann
eitt sinn að Silfrastöðum að sumri til
á leið suður. Hann segir Steingrími
bónda, sem þá átti afréttinn, að nú séu
hross Skagfirðinga komin niður í Oxna-
dal og standi í högum og engjum bænda
í framdalnum. Væri honum og Blönd-
hlíðingum bezt að semja við Bakkasels-
bóndann um að hann stæði fyrir þeim,
svo þau gengju ekki þannig til tjóns.
Steingrímur tók lítt undir það, að greiða
þeim fyrir að verja engjar sínar og haga,
hélt þeir hefðu ekki annað þarfara að
gera en stugga við þeim. Þá segir amt-
maður snöggt: „Þá drepa þeir þau fyrir
ykkur eins og um árið.“ Þá svarar Stein-
grímur: „Þá vona ég að þér verðið okkur
hjálplegur, að koma þeim í tugthúsið,
þó það lánaðist ekki síðast.“
HEIMILDIR:
Norðanfari frá 1870—1872. Annáll 19.
aldar. Stefán Jónsson fræðim. Höskuldsstöð-
um. Þormóður Sveinsson bókari, Akureyri.
Sveinn Sigurðsson frá Giljum. Símon Eiríks-
son Litladal o. fl.