Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1962, Blaðsíða 67

Andvari - 01.10.1962, Blaðsíða 67
ANDVARI 1IROSSADRÁPIÐ Á HÖRGÁRDALSHEIÐI 1870 305 yflin innan úr þeim. Það var ekki sjáan- legt að þau gætu legið, en stóðu þarna nötrandi og skjálfandi, og var líkast því, sem þau væru að taka sífelldar dauða- teygjur. Helstríð þeirra var svo voðalegt, að þar um getur enginn maður hugmynd haft, nema sá cr það hefir augum litið. Oll voru hrossin meira og minna höggvin af vargi, jafnt hin tórandi, sem hin, er dauð voru.“ Þannig farast sjónarvotti orð, og er þctta hryllileg fýsing. Telur hann ómögu- legt, að hrossin hafi farið þetta sjálf- viljug, heldur muni þctta vera af manna- völdum, og er allbeiskur yfir. Ekki hafði hann nein tæki til að aflífa hrossin, og gengur hann svo aftur upp úr skálinni á vit félaga sinna, þangað er þeir höfðu mælt sér mót. Fóru þeir síðan allir í skálina og aflífuðu hrossin, því enga ‘leið sáu þeir til að koma þeim þaðan lifandi eins og þau voru á sig komin. Eitt hrossið var gráskjóttur foli 3ja vetra, eign Gísla eldra Sigurðssonar á Víðivöllum, gull- fallegur og af völdu kyni, og var seinna haft eftir Gísla, að það hefði sér sárnað mest, að þeir skyldu ekkert reyna til þess. En eins og að framan greinir töldu leitarmenn það óhugsandi með öllu. Er leitarmenn komu til byggða sögðu þeir tíðindin. Flugu þau um sveitina og héraðið, og þótti fádæmum sæta, hversu hér var níðingslega að unnið. Fylltust menn hryllingi og heift til þeirra, sem að þessu verki væru valdir, því enginn dró það í efa, að þetta væri af manna- völdum. Sýslumaður Skagfirðinga, Eggert Briem, tók þegar skýrslu af leitarmönn- um og sendi hana 22. október til sýslu- mannsins í Ej'jafjarðarsýslu, sem þá var Jón Johnsen er þar var þá nýsettur. Hóf hann þegar rannsókn í málinu. Ekki hef ég ennþá getað aflað mér upplýsinga úr dómsmálabókum Eyja- fjarðarsýslu um réttarhöldin, en svo vel vill til, að í Norðanfara gamla eru 4 greinar um málið, sem skýra það að ýmsu leyti mjög vel og er stuðzt við þær í því, sem sagt er hér að framan, og einnig að ýmsu leyti í því ,sem hér fer á eftir. Fyrstu greinina ritar Jón Pétursson á Bjarnastöðum, dagsetta 18. október eða tæpri viku eftir að hrossin fundust. Er þar nákvæmleg lýsing á leitinni og að- kornu hans í skálina og er tekinn úr henni orðréttur kaflinn hér að framan. Grein þessi er laglega rituð og af mikl- um alvöruþunga yfir þessu „hryllilega níðingsverki" sem hann nefnir svo. Er auðséð á henni, að honum er ókunnugt hverjir eru þar að verki, en óskar þess af heilum hug, að það megi upplýsast, svo þeir hinir sömu geti hlotið makleg málagjöld fyrir glæp þennan. Munu Blöndhlíðingar vafalaust hafa tekið undir þá bæn. Næst birtist svo grein í sama blaði undirrituð af Hallgrími Krákssyni hrepp- stjóra á Bakka í Öxnadal. Krákur faðir hans átti um skeið Þorleifsstaði í Blöndu- hlíð, en skipti á þeim og Keldulandi á Kjálka og fluttist þangað að norðan. Espólín minnist á þá feðga á einum stað í ættartölum sínum og kallar hann Hall- grím þar „hofmóðugan óþekktar strák“. Síðan fluttust þeir feðgar aftur norður, og er hér er komið sögu er Hallgrímur orðinn hreppstjóri á Bakka og því ekki ólíklegt, að hann léti þetta mál til sín taka, sem forsvarsmaður sveitar sinnar. Auðséð er af grein Hallgríms, sem dagsett er 24. desember sama ár, að upp- lýst er orðið, að Magnús bóndi á Gili réð fyrir rekstri á hrossunum í skálina og unglingspiltur frá Bakkaseli, sonur bóndans þar, Jónas að nafni, og er það 4. september sem þeir reka hrossin, og hafa þau eftir því verið hálfa sjöttu viku í þessari hungurkví, og er ekki að furða, 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.