Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1962, Blaðsíða 27

Andvari - 01.10.1962, Blaðsíða 27
ANDVARI LANDVÆTTIR OG ÁLFAR 265 afturgengnir, sem menn óttuSust, held- ur aðrar verur, upphaflegir eigendur staðarins, sem voru að vonum reiðir yfir þeirri saurgun, sem morð Hjörleifs var talið vera. Þessi gagnorða frásögn verður bezt skilin þannig, að hún rennir engum stoðum undir þá kenningu, sem oft hefur verið haldið á lofti, að land- vættatrúin sé sprottin úr og falli saman við dýrkun á dauðum forfeðrum, sé í rauninni áadýrkun. Einhver ötulasti for- mælandi þessarar skoðunar var finnski fræðimaðurinn Kaarle Krohn, en hann staðhæfir í einu rita sinna: „Jattarna och vattarna representera manskliga vásen av tvenne narstSende slag, de forntida och de avlidna, báde motsatta den nutida le- vandc mánniskan".4) Kenningar af þessu tagi hafa verið studdar ýmsum dæmum úr norrænni þjóðtrú síðari tíma, einkum sögnum urn húálfinn, verndarvætti bæjarins (tomten, nisscn, gardvorden), sem oft er sagður vera sá, er fyrstur rnanna reisti bú á jörðinni, og talinn liggja grafinn í landar- eigninni. í Noregi er búálfurinn sums staðar nefndur „rudkallen" af þcssum sökum. Þá er og bent á, hve mannlegt huldufólk og aðrir jarðbúar eru í trú og sögnum, og sú staÖreynd dregin fram, að huldufólk er víða tengt gömlum (ekta eða ímynduðum) haugum og talið búa í þeim. Af þessu hafa menn dregiÖ þá ályktun, að búálfa- og huldufólkstrú síð- ari tíma sé leifar áadýrkunar, og jafn- framt staðhæft, að landvættatrúin forna, sem óneitanlega í mörgu er foreldri yngri þjóðtrúar um skyldar vættir, hafi verið forfeðradýrkun.5) Hér er þó of geyst fram gengið. Þjóð- trú síÖari tíma er völt heimild um trúar- lnigmyndir manna þúsund árum fyrr. Oskyldar hugmyndir af ýmsu tagi renna iðulega saman, og eldri hugmyndir taka á sig nýjar og breyttar myndar við nýjar aðstæður. Jafnvel þótt norskir bændur á 19. öld hafi margir trúað, að búálfur- inn væri forfaðir þeirra, scm fyrstur hraut þar jörð og væri ábúandanum innan handar úr gröf sinni í túnfætinum, segir það ekkert um trú landnámsmanna lslands á landvættir. Þjóðtrú siðari tíma er ekki af einni rót runnin. Aadýrkun hefur eflaust einhver átt sér stað í heiÖn- um sið á Noröurlöndum, og er ekki óeðlilegt, að ýrnsar hugmyndir tengdar henni hafi við kristnitöku smám saman runnið saman við hugmyndir annars eðlis og jafnframt stundum ummótað þær. Huldufólk er oft talið búa í hólum og grafhaugum (vegna þess að þá staði ber hátt?) og gefur auga leið, að oft hef- ur reynzt erfitt að halda þeim aðgreind- um frá haugbúum þeim, sem úr mann- heimi eru ættaÖir. Þá má og benda á þá tilhneigingu manna, sem algeng er um öll byggð ból, að velta vöngum yfir eðli og uppruna þeirra vera, sem þeir eða grannar þeirra hafa átrúnað á. Ilefur sú skýring oft verið nærtæk og komið víða fram, að í rauninni væri um að ræða menn, scm hefðu hafizt í æðra sess eftir dauðann. Slíkar vangaveltur segja auð- vitað ekkert um uppruna hugmyndanna, en geta hæglega mótað trú þcirra, sem á eftir koma, ekki sízt ef sagnir skapast upp úr heilabrotunum. Erfitt er að finna stoð í íslenzkum heimildum þeirri kenningu, að landvætt- irnar hafi verið taldar vera látnir for- feður. Gegn þeirri skoðun mælir auk þess flest það, sem kunnugt er með vissu um landvættirnar, ekki sízt það laga- ákvæði, sem nefnt var hér að framan. Sú ski|iun var sett, meðan byggð var enn ung í landi og synir landnámsmanna eða sonarsynir flestir á lífi. Óhugsandi er með öllu, að þeir sem látnir voru og grafnir innanlands og höfðu þannig skilyrði til að verða aðnjótandi blóta, hafi á svo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.