Andvari - 01.10.1962, Síða 87
ANDVARI
HÓMER OG HÓMERSÞÝÐINGAR
325
að vísu á þessum stað í boðsritatextan-
um skrifað „frjófsamur" með f, eins og
líka er gert t. a. m. í orðabók Björns
Halldórssonar. — Prentvillu verður
sennilega líka að telja, að á bls. 66 efst
stendur: Homer vulgata, í tveimur orð-
um, en ætti að rita í einu orði: Homer-
vulgata. Ef ritað er í tveimur orðum,
verður „vulgata" einkunn í kvk. með
„Homer". En þó að Hómer hafi orðiö
að láta flest yfir sig ganga, hefur enginn
kvenkennt bann til þessa. Næst því hefur
Butler kornizt í bókinni „The authoress
of the Odyssey", 1897, þar sem hann
leitast við að sanna, að Násíka, sem fræg
er úr 6. þætti Odvsseifskviðu, hafi einnig
sjálf ort kviÖuna.
Á hls. 193 neðst ræðir um yngri og
eldri gerð þýðingar á II. V. 830—831.
Þar kemur fyrir í 831. Ijóðl. orðasam-
handið tuxtov xaxóv. Hér hefði átt
að taka frarn, að tuxtöv er í þessari
merkingu aiut'E, keyónEvov, þ. e. a. s.
kemur ekki annars staðar fyrir. Svein-
björn þýðir í skólaþýðingunni: „sem
gjörður er öðrum til ógæfu“, fullnaðar-
þýðing: „þetta sjálfskapaða böl“. Hér hef-
ur Sveinbjörn auðsjáanlega, sem von er,
verið í vafa, hvernig þýða skyldi. Hefur
hann að lokum hallazt að skýringu, sem
stendur í orðabók Passows, er þýð-
ir orÖasambandiÖ ’'Aor|C, tuxtöv xaxóv,
„ein selbstgemachtes Ubel, dass die
Menschen sich selbst bereiten im
Gegens. der natúrlichen, durch sich
selbst entstehenden, die mit der men-
sehlichen Natur notwendig verbunden
sind, (sbr. ennfremur II. V. 831, Od.
XVII. 206, II. XII. 105, Od. IV. 627,
XVII. 169, shr. einnig jtoir)TÓc). —
Þessi skýring Passows, „ein selhstge-
machtcs Uhel“, liggur því sjálfsagt til
grundvallar fullnaðarþýðingu Svein-
hjarnar: „Þetta sjálfskapaða böl". Crusius
hefur einnig í útg. sinni af Ilíonskviðu,
1840, farið eftir þessari sömu skýringu og
rekur hann hana til Evstathíusar. Idinn
skilningurinn, sem kemur fram í skóla-
þýðingunni, er, samkvæmt vitneskju frá
Crúsíusi, rakinn til Heynes, sem skýrir
toxtöv xaxóv, viðurlag með Aresi: „natus
in aliorum malum et perniciem", sbr.
skólaþýðingu Sveinhjarnar: „sem gjörð-
ur er öðrum til ógæfu“.
Á bls. 194 er rætt um þýðingu Svein-
hjamar á II. XI. 384—85:
Töv ö’oö Tapþr)rrag jtpoöÉcpi-i xpaTEQÖg
AiO[xr)hric:
„TotjÓTa, kfo(3i)Tr|(), xÉQfi áykaé,
jtapðEVOjtlRa ...“.
Er einkum rætt urn þýðingu á orða-
samhandinu xéoa áykaé, skólaþýðing:
„sem stærir þig af rifinu", fullnaðarþýð-
ing: „horngassi". (Hér má benda á þýð-
ingu Sveinhjarnar á orÖinu „gassi“ í
Lexic. poét.: vir stultus et imprudens,
en frummerking er sem kunnugt er
„gæsasteggur" eða eins og Sveinbjörn
segir: anser mas). Ég tel líklegt, að þýð-
ing Sveinbjarnar hér byggist á skýring-
um Crúsíusar við þenna stað. Hann
segir: „xépa áykaé, d. i. tó^m áyakkó-
[ieve, du mit dem Bogen Prangender,
wie es schon richtig Aristarch. und Apoll.
erklart". Jafnframt tekur Crusius fram,
að ýmsir fornir skýrendur hafi hafnað
þessum skilningi, m. a. af því, að Tojjóra,
„bogaskytta", sé komið rétt á undan.
Hafi þeir álitið, að xépac; væri notað
hér um hárfléttu eða þó öllu heldur um
síða hárlokka, sem snúið var upp á, svo
að þeir líktust gormum eða snúnum horn-
um, (sbr. Helbig: Das homer. Epos aus
den Denkmalern erláutert, Leipzig 1884,
hls. 165, þar sem sýnd er forn mynd af
slíkri hárskreytingu). — Vegna þess, scm
praeses segir að öðru leyti um þetta efrii,
skal tekið fram: Hvernig sem Sveinhirni
kynni að hafa getizt að'„hártízku" ungra