Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1962, Page 100

Andvari - 01.10.1962, Page 100
338 HALLDÓR IIALLDÓRSSON ANDVAIU til að amast við þeim. Ég tck sem dæmi nöfn eins og Sindri, Fjalar, Sif og Eir. 3. Skrá um óæskileg nöfn. Sum nöfn, sem mér virðist af ýmsum sökum æskilegt að útrýma, hafa náð svo mikilli hylli, að ég tel vart verjandi að banna þau. Idins vegar teldi ég rétt að gera um þau sér- staka skrá og nefna þau óæskileg nöfn. Með þessu væri átt við, að foreldrum væri leyfilegt að skíra börn sín slíkum nöfnum, en hins vegar bæri presti að benda þeim á, að þau væru ekki talin smekkleg af sérfróðum mönnum, sem ábyrgð bæru á framkvæmd nafnalaganna. 1 þessum hópi væru t. d. sum gömul töku- nöfn, sem illa falla að íslenzku málkerfi, eins og t. d. Agata, hæpnar nýmyndanir eins og Bergrós, Einrós, Einriin og Dal- lilja, eða karlmannanöfn eins og Astvin, Rósmar og Rósleifur. Þá kæmu í þennan flokk sum bastarðanöfn, sem mikilli hylli bafa náð, en bót væri að að útrýma eins og t. d. Ólafía, sem er óþarft nafn, eins og ég tók fram áður. Ég hygg, að skrá af þessu tæi geti gert mikið gagn, því að alltaf er betra að koma málum fram með viturlegum fortölum en bönnum, og ef prestarnir beittu áhrifum sínum og myndugleik, efa ég ekki, að þeim yrði mikið ágengt. 4. Skrá um bönnuð nöfn. A þessa skrá, tel ég, að taka ætti þau nöfn, sem telja verður ónefni miðað við íslenzkt nafnakerfi. Hefi ég rætt allrækilega um það fyrr í þessari grein, hvers konar nöfn ég tel til þessa hóps. Ekki rnundi saka, þótt skrám þessum fylgdi ýmiss konar annar fróðleikur um íslenzk mannanöfn og nafngjafarsiði. Eins og ég hefi drepið á, virðast allmörg ónefni eiga rætur að rekja til þess, að fólk vill láta dreng heita í höfuðið á konu eða stúlku heita í höfuðið á karl- manni, en finnur ekki samsvarandi nafn. Stundum er þetta vandalaust. Ef stúlka á að heita í höfuðið á karlmanni, sem heitir Þórhallur, er vandalaust að skíra hana nafninu Þórhalla, og ef heita á stúlku í höfuðið á manni, sem nefnist Valgarður, getur hún lieitið Valgerður. En stundum getur málið vandazt. Gerum nú ráð fyrir, að maður að nafni Rögn- valdur vitji nafns hjá konu, sein nýlega hefir eignazt meybarn. Idvernig á móð- irin að bregðast við? A hún að freistast til að láta aumingja barnið draslast gegnum lífið með ónefnið Rögnvaldína. Nei, það er fullkominn óþarfi. Samkvæmt göml- um og grónum nafngjafarsiðum íslenzk- um og norrænum er ekki aðalatriði, þegar einn er heitinn eftir öðrum eða í höfuðið á öðrum, að hann beri nákvæmlega sama nafn, heldur að einhver nafnliður sé lát- inn haldast. T. d. gat maður, sem hét Þorbjörn verið heitinn eftir manni, sem hét Þorsteinn. Og maður, sem hét Þor- steinn, gat eins heitið í höfuðið á manni, sem hét Steingrímur. Þessari meginreglu virðast menn hafa gleymt upp á síðkastið, og það er þessi gleymska, sem skapað hefir skilyrði til myndunar margra ónefna. Kona, sem heitir Ragnheiður eða Ragnhildur, er þannig réttilega heitin í höfuðið á manni, sem heitir Rögnvaldur. Á þetta atriði legg ég mikla áherzlu, því að ég veit, að með því að beita þessari meginreglu er hægt að komast hjá mörg- um ónefnum, án þess að fólk þurfi að telja sig hafa brotið í bága við trú sína á það, að ógæfa fylgi, ef ekki er sinnt nafn- vitjunum. IV Á það, sem ég hefi sagt, ber um fram allt að líta sem túlkun mína á nafna- lögunum og tillögur um framkvæmd þeirra. Af þeim sökum hefir mest borið á málvöndunarsjónarmiðum. En á það legg ég þó ríka áherzlu, að ég tel ekki rétt, að hér verði neitt öfgasjónarmið ríkj- andi. Fyrir mér vakir, að fylgt verði svip-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.