Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1962, Blaðsíða 105

Andvari - 01.10.1962, Blaðsíða 105
ANDVARI .ARGHYRNU LÁT ÁRNA“ 343 Liggja ýgs í eggju, á eg sveigarkör deiga, fox er illt í öxi undvargs flösur margar. Arghyrnu lát áma aftur með roknu skafti. Þörf er eigi þeirrar, það er ringa gjöf, hingað.1) Síðar segir svo frá því, að er Þórólfur kom til skips, ,,þá kastaði hann öxinni fyrir borð á djúpi“, og er kom á fund Eiríks konungs „bar Þórólfur konungi kveSju Skallagríms" og kvað hann hafa þakksamlega þegið konungsgjöfina og sent konungi langskipssegl gott, er Þór- ólfur har fram. Eigi hafði ég þó fundið í frásögn þess- ari þau rök fyrir skilningi mínum á sögn- inni að árna í vísu Skallagríms og á vís- unni sjálfri, er ég gat talið neina fulln- aðarsönnun. En þau rök hárust mér í hendur af einskærri tilviljun. En jafn- framt þeim harst mér í hendur nokkur ávísun á það, hver ritað hefur Egilssögu og í hvaða tilgangi hún er rituð, og jafn- vel bending á það, hver muni raunveru- lega vera höfundur vísu þeirrar, er sagan leggur í munn Skallagrími. Einhverju sinni tók ég íslendingasögu Jóns Jóhannessonar mér í hönd og blað- 1) Hér skulu fáein orð skýrð: Ýgur und- vargur er drápgjam sáraúlfur, þ. e. drápsvopn. Þar sem talað er um að margar flösur liggi í egg hans er átt við að eggin sé illa soðin, enda sagt að hún hafi rifnað upp í gegnum hoðuna, er uxamir voru höggnir. Sveigar kör er öxi, eiginlega viðaröxi. Fox er tökuorð sömu merk- ingar og svik, hrekkir. Arghyma er snag- liyrnd og deig öxi. Ringa gjöf er lítilmótleg, ómerkileg, sneypuleg gjöf. Efni vísunnar fært til nútímamáls er á þessa leið: Margar flösur liggja í egg drápsvopnsins. Oxin er svikin, deig. Láttu arghyrnu áma aftur með roknu skafti. Hennar var ekki þörf hingað. Það er snejTmleg gjöf. aði í henni án þess að festa mig við lestur. Þá kom ég niður á vísu Einars Þveræings, sem tilfærð er á bls. 268 í fyrra bindi bókarinnar: Trautt er mér lausa að láta, leið er mér konungs reiði, gjarn er gramur að áma, Grímsey um tröð fleyja.1) Þessu snýr Jón í laust mál og skýrir þannig: Erumk (mér er) trautt at láta Grímsey lausa. Konungsreiði er oss leið. Gramur (konungur) es gjarn at árna (ferðast) of fleyja tröð (yfir sjóinn). Jón segir, eins og Sigurður Nordal hafði áður 1) I handriti því af vísunni, er bezt þykir (A. M. 61 fol.) er ritað „und tröð fleyja", ekki „um tröð fleyja" eins og J. J. og flestir skýr- endur hafa helzt kosið (og í öðru handriti er). Ef eftir rithættinum und tröð fleyja er farið, þá er eðlilegast að færa vísuna til lauss máls þannig: Konungsreiði er mér leið, [en] mér er trautt að láta Grímsey und (þ. e. undir) tröð fleyja. Gramur er gjarn að árna. Ef á þennan hátt er saman tekið, er eðlilegast að leggja þá merkingu í orðið tröð, að átt sé við rétt. Er algengt á Suðurlandi að kalla hestarétt tröð, og er það gamalt í málinu. í Jónsbók er talað um að „reka fénað lausan í hús inn eða tröð“, og þar sem Njála talar um traðir „fyrir ofan garð- inn að Hlíðarenda", mun átt við hrossarétt. „Fleyja tröð“ væri þá höfn. Svo virðist, að Snorri Sturluson skilji vísuna þannig, því að hann leggur Einari í munn: „En um Grímsey er það að ræða, ef þaðan er engi hlutur fluttur, sá er til matfanga er, þá má þar fæða her manns. En ef þar er útlendur her, og fari þeir meS langskipum fiaiian, þá ætla eg mörgum kothóndanum muni þykja þröng fyrir dyr- um“. — Annars er orðið tröð algengt í merk- ingunni heimreið, og gæti Einar hafa haft þá merkingu orðsins í huga. Hins vegar er ekki kunnugt að orðið tröð hafi verið notað í merk- ingunni vegur (almennt), og er því þýðing Jóns á „árna of tröð fleyja": „ferðast yfir sjóinn" trauðlega rétt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.