Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1962, Blaðsíða 42

Andvari - 01.10.1962, Blaðsíða 42
280 KRISTJÁN ALBERTSSON ANDVARI blaði, Fjallkonunni, ritstjóri verði Valdi- mar Ásmundsson, sem hafi verið víða um land, „helzt við barnahennslu, þó ekki nema eitt ár í senn á hverjum staðnum, að því er vér vitum til." Það sé ágizkun ein, að Jón Ólaf sson „ætli að láta Þjóðólf kulna út og gerast undirritstjóri hjá Valdimar. Mun þetta sprottið af því, að Þjóðólfur hefur ekki sézt nær því þrjár vikur.“ Jón og Valdimar svara í Þjóðólfi 10. nóv- ember. Valdimar segir m. a. að líklegt sé að fáir verði til að sitja að samræðum við Gest Pálsson, „svo ósélegur sem hann er nú; er öll von til að mennska menn hrylli við þeim hrúðurkarli, er allur er kaunum hlaðinn," — en segir þó neðanmáls að í bæn- um gangi sjúkdómur sá, er nefnist rauðir hundar. Síðan fylgir stutt frásögn af ævi- ferli Gests, þar sem m. a. segir að ýmsum sögum hafi farið af lífemi hans í Höfn, „svo sem að hann hafi sýnt þar óráðvendni, t. d. svikið út peninga með ósönnum skýrsl- um.“ Eftir langt guðfræðinám hafi hann hafnað allri trú og gjörzt guðníðingur, og muni á næsta ári ætla að útbreiða þær skoð- anir í Suðra. Valdimar og Jón Ólafsson vara við Gesti sem trúleysingja, og vitna báðir í grein um Turgenjev í Suðra, þar sem segir: ,,Ið sára þunglyndi Turgenjevs, en mikla sorg, sem sló dimmum skugga á allan lífsferil lians, jafnvel hvern staf, er hann skrifaði, átti ef til vill rót sina að rekja til þess, að hann fann, að allar inar dýrustu og fegurstu hugsjónir andans, rétt- læti, skynsemi, gæðska og almenn gæfa, eru náttúrunni alveg óviðkomandi, að slíkt hefur í raun réttri ekkert algildi í hennar lieimi. Þá liggur ofboð beint fyrir, þegar skoðað er ofan í kjölinn, að telja allt þess háttar þoku og reyk, en hallast að náttúr- unni, sem inu eina sanna.“ Gestur svarar í Suðra 17. nóvember, seg- ist hafa gert grein fyrir lífsskoðun Turgen- jevs, ekki sinni — og að engan varði um, hverju hann trúi, eða trúi ekki; slíkt sé mál „sem hverjum einstökum manni og guði komi einum við.“ Síðan fer hann fyrir- litningarorðum um Valdimar Ásmundsson, kallar hann flækingsgrey, segir um ritsmíð hans, að jafn-sóðaleg grein muni „ckki hafa sézt á prenti í langan tíma í nokkru mennt- uðu landi.“ Reykjavík 4/12 1883. Kæri vin! Beztu þökk fyrir hréfið þitt og þó það væri nokkuð stutt, þá var það samt gott og maður hefur þá leyfi til að skrifa stutt aptur. Já, satt segirðu það, að ofsóknirnar gegn mér frá Jóni Ólafssyni og hans kumpán- um eru nú farnar að fjarlægjast hófið. Nú í síðasta Þjóðólfi hafa þeir félagarnir og andafrændurnir Jón og Valdimar eta- hlerað gegn mér eina volduga agitation fyrir guðleysi, náttúrlega í þeirri von, að það væri vænlegasta vopnið til að sigra mig í augum heimskrar og borneraðrar alþýðu. Þeir um það, hvað þeir gera; eg fyrir mitt leyti ætla aldrei að fara að segja þá ljúga það í blöðunum að eg sé atheisti, en hitt hef eg rcynt að sýna fram á, hve öll þessi ofsókn gegn mér sé perfíð. Þú heldur að rektor sé höfuð- maðurinn í ofsóknunum. Það er mis- skilningur, misskilningur og ekkert nema misskilningur. Rektor er bara skoppara- kringla, sem Jón Ólafsson snýr. Það er satt, rektor kann að hata og hann hatar mig, það veit eg. Eg hef og aldrei séð meira diabolískt triumfsmil á nokkurs manns andliti en það sem lagði yfir gula pergamentsandlitið hans, þegar hann var búinn að sverja upp á mig þjófnaðar- orðið. Dilkurinn með láðið sór líka; það var seinasta bedriftin sem hann gerði hér áður en hann fór. Það er annars búið að dæma hér fyrir bæjarþingsrétti 2 mál mín: eitt af mál- unum gegn Jóni Ólafssyni út úr ósann- indamannsyfirlýsingunni: Jón dæmdur í 50 kr. sekt til landssjóðs eða 15 daga fangelsi og 15 kr. til min í málskostnað. Sömuleiðis mál mitt gegn Valdemar: V.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.