Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1962, Side 75

Andvari - 01.10.1962, Side 75
ANDVARI HÓMER OG HÓMERSÞÝÐINGAR 313 lieildarmynd. HiS veigamesta í þessum kafla virðist vera greinargerð fyrir náms- efni í Bessastaðaskóla og skýrsla Gutt- orms Pálssonar prests í Vallanesi um kennslu í latínuskólunum á landi hér á 18. öld og í byrjun 19. aldar. Þó að lýst sé að nokkru náms- og þroska- ferli Sveinbjarnar hér heima, þá virðist skorta fyllri greinargerð fyrir þeim áhrif- um, sem hann hlýtur að hafa orðið fyrir á námsárum sínum í Kaupmannahöfn. Má gera ráð fyrir, að á námsárum Svein- bjarnar í Kaupmannahöfn hafi verið uppi menn og stefnur, sem beindu hug hans inn á þær brautir, sem að lokurn lágu frá guðfræði til málvísinda. í ritgerðinni kemur því ekki fram sú heildarsýn, sem hefði gert oss kleift að sjá þroska- og þróunarferil Sveinbjarnar í réttu sam- hengi innan samtíðar hans. Má t. d. ekki gera ráð fyrir, að vinfengi hans við af- burðamanninn Rask hafi haft nokkur áhrif á hann? 1 þriðja kafla ritsins, sem bcr yfir- skriftina „Ferill“, er rakin saga Hómers- þýðinga Sveinbjarnar. Virðist praeses hafa kannað það mál nákvæmlega, af gerhygli og alúð. Það efni er alls ekki eins einfalt og ætla mætti. En því eru nú gerð hér ágæt skil í fyrsta skipti. Ein klausa stendur þar samt á bls. 46, sem ég hef ekki getað fellt mig alls kostar við. Hún hljóðar svo: „Þegar hinn nýi stiftamtmaður, Rosenörn, síðar rifti fyrri ákvörðun um prentun hinnar endurskoð- uðu þýðingar, (þ. e. a. s. Odysseifskviðu í lausu máli), hefur Sveinbjörn hætt við hana í miðjum klíðum, en tekið í stað- inn til við Ilíonskviðu með það eitt í huga að skila framtíðinni fúllgerðri þýð- ingu hennar, hvort sem hann lifði að sjá hana á prenti eða hreppti fyrir hana nokkur laun“. —- Flestum mundi þykja þetta kynleg viðhrögð, hver sem í hlut hefði átt og ekki sízt, þegár um cr að ræða Sveinbjörn Egilsson. Hann á að hafa fleygt frá sér endurskoðun Odys- seifskviðuþýðingarinnar, boðsritatextans, þegar stiftsyfirvöldin brugðust með út- gáfuna, til þess að geta haldið áfram með þýðingu Ilíonskviðu, sem mátti þó jafnvel teljast í enn meiri óvissu með útgáfu á. Skyldi ekki hitt vera sönnu nær, að Sveinbjörn hafi talið endurskoðun hoðsritatextans að mestu lokið, (sbr. það sem praeses segir urn þetta efni á bls. 41). Sú endurskoðun er annars vegar fólgin í hreinskrift hans sjálfs, svo langt sem hún nær, og hins vegar í breytingum, sem hann hafði fært inn í eintak sitt af prent- aða textanum. Hreinskriftin og eintakið af boðsritatextanum, sem aldrei áttu að verða viðskila, eru saman hinn endur- skoðaði texti Odysseifskviðu.1) A hls. 53 segir svo: „Geta mætti sér þess til, að hvarflað hafi að Sveinhirni að birta sýnishorn ljóðaþýðingar sinnar á Uíonskvæði í boðsriti skólans, annað- hvort strax í upphafi eða síðar . . . Þegar það síðar réðst svo, að Sveinbjörn hirti smám saman alla Odysseifsdrápu í boðs- ritum skólans, hlaut Ilíonskvæði að sitja á hakanum." Hér hefði átt að koma skýrt fram, að Sveinbjörn mun hafa látið óbundnu þýð- inguna ganga fyrir ljóðaþýðingunni með hliðsjón af þörfum nemenda skólans, sbr. það, sem praeses tekur réttilega fram á bls. 35, efst. Fjórði kafli ritsins ber þessa tvöföldu yfirskrift: „Ur sögu erlendra Hómers- þýðinga. Bókakostur Sveinbjarnar Egils- sonar', enda er hér í rauninni um tvo sjálfstæða þætti að ræða, þótt skipað hafi verið saman í einn kafla. í fyrra þættin- 1) í ritgerð minni, „Hómerskviður í höndum Sveinbjarnar", í inngangi með útg. okkar Kristins Ármannssonar, rektors, er þetta efni rakið nánar, sbr. Inngang, bls. LXXIV.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.