Andvari - 01.10.1962, Blaðsíða 14
252
KRISTJÁN ELDJÁRN
ANDVARI
Kamarveggur.
þurft til að fokmoldarlagið gæti myndazt
í tóftunum. Eigum við að segja 50 ár til
að segja eitthvað? Ef rétt væri til gedð,
hcfur bærinn í Gjáskógum farið í eyði
um miðja 11. öld eða um það leyti sem
Vilhjálmur bastarður gekk á land í Eng-
landi, Haraldur konungur Sigurðarson
féll og ísleifur biskup Gissurarson var að
koma fótum undir biskupsstól í Skála-
holti.
5
Ekki er þess kostur að töfra fram full-
skýra mynd af því lífi, sem lifað hefur
verið á hinum forna fjallahæ. Við rann-
sókn hans fannst ckki margt, sem flokka
má til liluta eða forngripa. Auðséð er þó,
að hér hefur vcrið búskapur með kýr og
kindur svo sem annars staðar á landi hér
bæði fyrr og síðar og er ekki ástæða til að
fjölyrða um slíkt. En á þessu bæjarstæði
fundust mikil merki um aðra iðju, sem
kemur nútímamönnum ókunnuglegar
fyrir sjónir og rétt er að staldra við, ekki
sízt vegna þess að af henni kann að mega
draga nokkrar ályktanir um byggingar-
sögu býlisins. Ég á hér við rauðablásturs-
minjar, merki um hina innlendu járn-
gerð fyrri alda. Frá upphafi járnaldar á
Norðurlöndum um 400 fyrir Krists burð
og fram um 1200 að minnsta kosti hafa
Norðurlandamenn allir stundað járngerð
úr mýrarrauða, og þetta heimagerða járn
var undirstaða undir allri járnaldarmenn-
ingunni. Upp úr 1200 var farið að vinna
járn úr málmgrýti í Svíþjóð, og fór þá
von hráðar að halla undan fæti fyrir
rauðablæstrinum, en þó hefur hann hald-
izt við fram eftir miðöldum og ekki lagzt
af fyrr en smátt og smátt undir lok mið-
alda eftir því sem járnvinnsla varð full-
komnari og svokallað ásmundarjárn varð
ódýrara og betra.