Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1962, Side 40

Andvari - 01.10.1962, Side 40
278 KRISTJÁN ALBERTSSON ANDVARI liann hafi aldrei verið maður til að þjóna. Fyrsta skilyrði til að „látínuskólanum verði kippt í lag, er að dr. Jón leggi niður skóla- stjórn." Þjóðólfur birtir andmæli frá 6 af kenn- urum skólans, sem jafnframt mótmæla árásargrein á skólann frá Benedikt Grön- dal. Þeir lýsa bæði Gröndal og Gest Páls- son ósannindamenn að öllum áburði á sig, en Jón Þorkelsson virðingarverðan og sam- vizkusaman embættismann. Blaðið birtir líka langa svargrein til Suðra eftir „Kunn- ugan“, sem þykir „mjög hlutdrægt og ógóð- mannlcgt" að ráðast á rektor — mann sem hingað til hafi einróma verið talinn einn skylduræknasti embættismaður landsins og sómi þess sakir lærdóms og menntunar. Hafi margur „ómerkur og óþekktur maður" í minna ráðist til þess að „slá sér upp í augum þjóðar sinnar og til þess að spila sér í hag og góðvinum sínum." Kunnugur viðurkennir sóðaskapinn í skólanum — en rektor eigi ekki að sjá um húsið. Ef til vill svari Gestur Pálsson að rektor eigi að finna að sóðaskapnum — en getur Gestur sannað að hann hafi ekki gert það? Ekki beri held- ur að kenna rektor um agaleysið; slíkt sé „jafn barnalegt, eins og það er hlutdrægt og illgjarnt." Síðan fylgir mikið lof um Jón Þorkelsson, en gefið í skyn að hyggi- legra hefði verið fyrir hann að gera sér Gest Pálsson vinveittan „þegar hann barst hingað til Reykjavíkur í vetur“, og hafa þannig nokkur „ráð yfir sannfæringu hans.“ Jón Ólafsson kenndi í Latínuskólanum, og hafði undirritað mótmæli kennaranna. í svari sínu til þeirra telur Gestur Jón orð- inn forustusauðinn „í mislitri hjörð kenn- ara“. Og hann spyr hvort ekki sé hneykslan- legt „þegar Jón Ólafsson kemur ekki í tíma sína í skólanum, en situr að drykkju á veitingastöðum bæjarins sama daginn og hann á að vera í skólanum?" Þar með hefur Gestur að fyrra bragði troðið illsakir við þann mann, sem óvægnastur er og orðhvass- astur af ritstjórum þeirra tíma — að Gesti sjálfum einum undanteknum. Jón Ólafsson reiðist, mjög illa. Hann svarar Gesti 30. júlí, segist hafa fengið leyfi til fjarvistar úr tíma til þess að vera við réttarhald, en á leiðinni drukkið glas af öli á hóteli. „En maður getur stundum jafn- vel gert góðverk með því að ganga á veit- ingahús, það vona ég að Gestur verði að viðurkenna," skrifar Jón, og spyr hvort Gest reki ekki minni til þess, þegar hann (Jón) gerði það gustukaverk á forugum, dauða- drukknum manni, að koma honum heim af veitingahúsi, og í rúmið. Þetta hafi verið um það leyti sem Gestur „var á síðasta slæma túrnum í vetur, áður en spilling holdsins sló út unt hann, svo hann lagðist kaunum sleginn á sóttarsæng." Þjóðólfur minnist aftur á Gest 11. ágúst, segir orðið „hljóðbært um bæinn, að rit- stjóri Suðra sé í einhverju málaþrasi til að bera af sér þjófnaðarorð." Eigi Gestur Páls- son að hafa „sýnt tregðu nokkra í að skila ritgjörðum, er Valdimar kennari Asmunds- son hafi lánað honum, en Valdimar hafi svo ritað honum bréf, og beðið hann lausar láta ritgjörðirnar skilvíslega, og segir sagan, að eitthvað hafi í bréfinu verið sveigt að einhverjum, sem stolið hafi bókum í Kaup- mannahöfn; en ritstjóri Suðra þóttist hafa ástæðu til að skilja þetta svo, að þetta væri til sín mælt. Hefur hann svo höfðað mál móti Valdimar fyrir ummæli þessi." Nú líða fjórar vikur milli tölublaða af Suðra. Þegar blaðið kemur aftur út, 25. ágúst, segist Gestur ekki vilja mannspilla sér á að skattyrðast við Jón Ólafsson, en kveðst hafa stefnt honum fyrir ummæli hans. Sænski landkönnuðurinn Nordenskjöld kemur á skipi sínu til Reykjavíkur 9. sept- ember, úr Grænlandsleiðangri; honum er haldið veglegt samsæti, og þar sungið kvæði eftir Gest Pálsson. — Um svipað leyti seg- ist Suðri hafa 1231 kaupanda, og hafi ekkert blað á íslandi fengið svo mikla út- breiðslu á jafnstuttum tíma. Rvík 26. sept. 1883. Kæri vinur! Hérmeð sendi eg þér þau blöð af Suðra, sem út hafa komið síðan þú fórst, og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.