Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1962, Blaðsíða 59

Andvari - 01.10.1962, Blaðsíða 59
GÍSLI GUÐMUNDSSON: Um sauðfjáreign íslendinga á síðari öldum Almennt hefir veriS talið, að sauðfé hafi fyrst veriS flutt hingaS til lands á landnámsöld, og hafi landnámsmenn haft það með sér úr átthögum sínum í Noregi og e. t. v. að einhverju leyti frá hinum norðlægari hluta Bretlandseyja. Þá hefir sú skoðun líka komiS fram, og færð fyrir því rök, að sauðfé hafi verið hér áSur en landnám hófst, og þá talið líklegt, aS írskir menn, er hér voru fyrir landnáms- tíð, hafi flutt það hingað, en enginn veit, hvenær írar þessir hafa fyrst komið til íslands. En vel er hægt að hugsa sér, að kindur af slíkum stofni hafi gengið hér sjálfala í skógum og aukiS kyn sitt, jafnvel í 1—2 aldir, og þá góður styrkur að þeim stofni orðið fyrir húskap land- nemanna. En þótt fjárstofn landnáms- manna kunni aS hafa veriS ættaður jöfn- um höndum frá Noregi og Bretlands- eyjum, hefir þar þó verið um svipaðar skepnur að ræða, því að svo er talið af fræSimönnum, að sama fjárkyn hafi þá verið í þessum löndum. En hvað sem uppruna íslenzka sauðfjárins líður og hvaða leið sem það hefir komið hingað í öndverðu, þá er hitt víst, að sauðkindin hefir reynzt þjóðinni harla nytsöm til þessa dags, fætt hana og klætt að miklu leyti öldum saman, og auk þess lagt til skæðaskinn, ljósmeti, verjur gegn sjó og vatni og margar helztu útflutningsvörur hennar lengst af. Llm heildartölu sauðfjár á Islandi eru engar heimildir fyrr en í byrjun 18. aldar. Þá var hið fyrsta manntal tekið hér á landi, áriS 1703. En um sama leyti, þ. e. á árunum 1702—12, var gerð skýrsla um allar jarSir á landinu, jarðabók sú, sem kennd er við Árna Magnússon, og er þar m. a. getið um stærS bústofns á hverri jörð. Ur skýrslu þessari hefir síðar verið unnið og er enn unninn margskonar fróðleikur. Samkvæmt jarðabókinni er sauðfjár- talan í byrjun 18. aldar tæplega 280 þús- undir. Mannfjöldi í landinu reyndist þá rúmlega 50 þúsundir, og koma þá 5—6 kindur á hvern mann. Er sú tala mjög lág, þar sem þess er að gæta, að öll þjóðin átti heima í sveitum, og svo að segja öll heimili í landinu studdust við landbúskap að meira eða minna leyti. Þess má geta til samanburSar, að nú eru í landinu 23—24 kindur á hvern íbúa í sveitum og kauptúnum meS færri en 300 íbúa. Sumir halda því líka fram, að sauð- féð hafi í byrjun 18. aldar verið miklu fleira en fram kemur í jarSabókinni. Óhætt mun að gera ráS fyrir því, að opinberar skýrslur, bæði þá og síðar, sýni yfirleitt helzt til lága fjártölu, þótt breyting hafi þar á orðið nú síðustu ára- tugina. ÞaS er þó engan veginn víst, að fjártala jarðabókarinnar sé svo fjarri lagi, sem sumir ætla. Skýrslunum um fjártöluná cr ekki safnað á cinu ári, heldur smám saman á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.