Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1962, Blaðsíða 86

Andvari - 01.10.1962, Blaðsíða 86
324 JON GISLASON ANUVAIU ;bandinu ðéjtag uncpixújteA.Aov, „tvíhvolf- að drykkjuker" eða „tvíkcr“. — Hér hefði átt að geta skýringar Aristarcliusar, sem taldi þetta vcrið hafa skál eða bikar, sem var eins og stundaglas í lögun, þannig að sama var, hvor endinn sneri upp. Hin skýringin, einnig forn, er sú, að bikarinn hafi haft tvö handarhöld, (sbr aths. með 11. XXIII. 270 í útg. Menningarsjóðs). Praeses segir á bls. 175, við neðstu greinarskil: „Sveinbjörn hefur stöku sinnum brugðið á leik í þýðingu Odys- seifsdrápu, en síðar að jafnaði stillt sig, þegar hann endurskoðaði hana. Eg nefni scm dæmi: Þar lá hann sveipadur sauðar blómi (Od. I. 443) — Hér lá Telemakkus undir sauðargæru. — Skal ég ekki dylja þig eða leyna einu orði af því, sem sá sannspái Sjávaröldungur (Marmennill) sagði mér (Od. IV. 249—50) — (skal eg . . .) segja þér það, sem hinn sann- fróði Sjávaröldungur sagði mér, og engu orði þar af leyna. — Þar gæti einhvör vökuskarfurinn unnið fyrir tvöföldu kaupi — (Od. X. 84) — þar mætti svefn- laus maður vinna sér inn tvöfalt kaup". — Við þessi dæmi og ummæli praesidis um þau vildi ég gera örfáar athugasemdir. Um fyrsta dæmið, sauðar blómið, hefur þegar verið rætt, að það muni stafa frá gömlum skilningi á orðinu acotov. I næsta dæmi, Od. IV. 349—50, hefur Svcinbjörn sett orðið „Marmennill“ innan sviga í cldri þýðingunni, að því cr virðist til skýringar. Hefur hann viljað benda hér á tengsl milli grískra og ís- 'lenzkra hugmynda um yfirnáttúrlegar verur í sjónum. (Þarna, á bls. 175, er ein af örfáum prentvillum í þessu riti: Od. IV. 249—50, en á að vera Od. IV. 349—50). í þriðja dæminu: „Hér gæti einhver vökuskarfurinn o. s. frv.“ mun Svein- björn hafa gripið orðið „vökuskarfur" úr talmáli til að túlka aójrvo? dvijp, „svefn- laus maður“, (Od. X. 84). I Blöndals- orðabók fáum vér þá vitneskju um orðið „vökuskarfur", að það þýði 1. = díla- skarfur; 2. í breyttri merkingu: maður, sem vakir langt fram á nótt, en rís rnjög árla úr rekkju. Sömu vitneskju er að fá um þetta orð í orðabók Björns Halldórs- sonar. — Að þessu athuguðu tel ég því rangt að ætla, að Sveinbjörn hafi í þess- um dæmum, er praeses nefnir, verið að „bregða á leik“. Hitt mun sönnu nær, að hann hafi í fujlri alvöru verið að þreifa fyrir sér um þýðingar. — Dæmin, sem praeses minnist á á bls. 176 um talshætti, sem Sveinbjörn hefur tekið úr lifandi talmáli, en breytir síðan í cndurskoðun Odysseifskviðu, eru vel valin. En praeses segir síðan um þessar breytingar: „Sjáum vér, að orðalag Sveinbjarnar hefur stund- um orðið daufara fyrir vikið.“ — Hér hefði átt að koma fram, að breytingar þessar byggjast á næmari skilningi á stíl Hómers. Eitt aðaleinkenni á stíl Hómers er einmitt það, að forðast hversdagsleg orð og orðatiltæki, allt, sem bar með sér einhvern keim af hinu auvirðilega og alþýðlega án þess þó að verða á nokkurn hátt óeðlilegur eða tilgerðarlegur. Eftir því sem Sveinbjörn fekkst meir og leng- ur við Hómer, hefur honum orðið þetta einkenni á stíl hans æ ljósara. Hið sama kemur fram í dæmunum úr eldri og yngri gerð Ilíonskviðuþýðingarinnar, bls. 180—184. Breytingarnar eru að verulegu leyti í því fólgnar að gera stílinn virðu- legri eins og praeses bendir líka réttilega á að lokum, sbr. bls. 184. Á bls. 193 er önnur prentvillan, sem ég hef rekizt á í þessu riti. Ofan til við miðja blaðsíðu stendur oiokopÍTprig, en á að vera aíoA.opítpr)g, — Þriðja prentvillan, sem ég hef orðið var við, er á bls. 205, miðri, Od.kv. XIII. 235 frjó- samur, á að vera frjóvsamur, þ. e. með v að nútímahætti, en Sveinbjöm hefur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.