Andvari - 01.10.1962, Blaðsíða 15
ANDVARI
FJALLABÝLI í ÞJÓRSÁRDAL
253
Þverskurður úr shála um eldstæði; sóð vestur eftir. Eftir mælingu Sigurðar Þórarinssonar.
Landnámsmenn íslands hafa til hlítar
kunnað til járngerðar og vitanlega strax
hafizt handa að nytja landkosti lslands
á þessu sviði. Það hefur verið þeim jafn-
sjálfsagt og að koma sér upp húsum og
bústofni. Landnáma segir um Björn, sem
nam Norðurárdal og bjó að Dalsmynni,
að hann „blés fyrstur manna rauða á ís-
landi og var hann af því kallaður Rauða-
Björn“, en hitt er þó líklegra, að þeir hafi
verið allmargir Rauðabirnirnir og inn-
lend járngerð eða rauðablástur hafi hafizt
þegar í stað hvarvetna þar á landinu, sem
menn festu byggðir og skilyrði voru fyrir.
En það hafa landnámsmenn undir eins
séð, að hér á landi voru næg skilyrði til
rauðablásturs, nefnilega rauðinn sjálfur
eða mýrajárnið og birkiskógur til kola-
gerðar, en þetta tvennt þarf að hafa til
rauðablásturs, rauða og kol, og svo vitan-
lega verklagið eða kunnáttuna, en hún
var Norðurlandamönnum þessa tíma eig-
inleg af margra alda reynslu, sjálfsagður
þáttur daglegs bjargræðis við það verk-
menningarstig, sem þessir menn stóðu á.
Rauðinn er frauðkennt en þó misþétt
efni, sem við sérstök skilyrði myndast í
mýrum og inniheldur mikið járn. Rauða-
blásturinn er sú athöfn að vinna járnið
frá soranum, en það sem gerir slíkt kleift
nreð frumstæðum aðferðum er það, að
bræðslumark sorans er lægra en járnsins.
Við rauðablástur eru þurrkaður og mul-
inn rauði og viðarkol lögð eftir vissum
reglum í þar til gerðan bræðsluofn, sem
oft var aðeins hola ofan í jörðina, fóðruð
með lcir eða steinhleðslu, síðan er kveikt
í kolunum og blásið að glóðunum. Þegar
hitinn er kominn í um 1100 gráður á
Celsius, bráðnar sorinn í rauðanum og
hripar niður á botn ofnsins, en eftir verð-
ur járnið eins og net eða grind um miðjan
ofninn. Þessi grind er svo tekin með
töng upp úr ofninum og lúð á steðja til
þess að sorinn skiljist sem bezt frá, og var
þó hvergi nærri hægt að hreinsa járnið
í einni hitu. Allt var þetta seinlegt og
erfitt verk, og kemur það fram í Grettis
sögu, þar sem sagt er frá Þorsteini Kugga-
syni í Ljárskógum, er var iðjumaður mikill
og srniður, og hélt mönnum mjög til
starfa; meðal annars var hann járngjörð-