Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1962, Blaðsíða 15

Andvari - 01.10.1962, Blaðsíða 15
ANDVARI FJALLABÝLI í ÞJÓRSÁRDAL 253 Þverskurður úr shála um eldstæði; sóð vestur eftir. Eftir mælingu Sigurðar Þórarinssonar. Landnámsmenn íslands hafa til hlítar kunnað til járngerðar og vitanlega strax hafizt handa að nytja landkosti lslands á þessu sviði. Það hefur verið þeim jafn- sjálfsagt og að koma sér upp húsum og bústofni. Landnáma segir um Björn, sem nam Norðurárdal og bjó að Dalsmynni, að hann „blés fyrstur manna rauða á ís- landi og var hann af því kallaður Rauða- Björn“, en hitt er þó líklegra, að þeir hafi verið allmargir Rauðabirnirnir og inn- lend járngerð eða rauðablástur hafi hafizt þegar í stað hvarvetna þar á landinu, sem menn festu byggðir og skilyrði voru fyrir. En það hafa landnámsmenn undir eins séð, að hér á landi voru næg skilyrði til rauðablásturs, nefnilega rauðinn sjálfur eða mýrajárnið og birkiskógur til kola- gerðar, en þetta tvennt þarf að hafa til rauðablásturs, rauða og kol, og svo vitan- lega verklagið eða kunnáttuna, en hún var Norðurlandamönnum þessa tíma eig- inleg af margra alda reynslu, sjálfsagður þáttur daglegs bjargræðis við það verk- menningarstig, sem þessir menn stóðu á. Rauðinn er frauðkennt en þó misþétt efni, sem við sérstök skilyrði myndast í mýrum og inniheldur mikið járn. Rauða- blásturinn er sú athöfn að vinna járnið frá soranum, en það sem gerir slíkt kleift nreð frumstæðum aðferðum er það, að bræðslumark sorans er lægra en járnsins. Við rauðablástur eru þurrkaður og mul- inn rauði og viðarkol lögð eftir vissum reglum í þar til gerðan bræðsluofn, sem oft var aðeins hola ofan í jörðina, fóðruð með lcir eða steinhleðslu, síðan er kveikt í kolunum og blásið að glóðunum. Þegar hitinn er kominn í um 1100 gráður á Celsius, bráðnar sorinn í rauðanum og hripar niður á botn ofnsins, en eftir verð- ur járnið eins og net eða grind um miðjan ofninn. Þessi grind er svo tekin með töng upp úr ofninum og lúð á steðja til þess að sorinn skiljist sem bezt frá, og var þó hvergi nærri hægt að hreinsa járnið í einni hitu. Allt var þetta seinlegt og erfitt verk, og kemur það fram í Grettis sögu, þar sem sagt er frá Þorsteini Kugga- syni í Ljárskógum, er var iðjumaður mikill og srniður, og hélt mönnum mjög til starfa; meðal annars var hann járngjörð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.