Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1962, Blaðsíða 50

Andvari - 01.10.1962, Blaðsíða 50
288 KRISTJÁN ALBER'l’SSON ANDVAHI Tulipangade No. I, 3. 8/11 89. Elsku vinur — Allar dísir annist þig og konuna, veiti ykkur gæfu og gengi og góðar ástir og röska drengi. Jeg veit að þjer er nú svo glatt í geði, og finnst himinn og jörðin heyra þjer til, að það er ekki til neins fyrir mig að fara að telja upp fyrir þjer einhverjar óskir. Þú veist að jeg árna þjer alls góðs öllum fremur. Svo gratu- lera [jeg] með allranáðugustu „udnæv- nelse“ til landritara, sem Mutter Berl.1) flutti í fyrra dag. — Jeg sendi þjer um daginn í mesta snatri nokkra brjeflappa, sem rnjer þótti ekki holt að hafa í svip- inn í minum fórum. Viltu gera svo vel og senda rnjer þá nú aftur. Mjer hður leiðinlega — þ. e. mjer lciðist. Jeg var á Jótlandi árið sem leið á vitlausraspítala og þótti þar all skemmti- leg vist, fólk var þar ærlega vitlaust og maður þurfti ekki að vera að gera því upp vit. Jeg varð ekki að mun vitlausari en áður. Nú ætla jeg að reyna að taka þetta examen og svo fleygja mjer langt út í heim í faðminn á einhverjum öðrum dón- um en þeim, sem jeg þekki. Hefði jeg nú examen, þá „brosti við mjer himinninn", vide Heine, en kannske hann falli ekki niður fyrr en jeg er búinn; jeg er ekki mjög vantrúaður. Hjer ganga allir íslendingar um eins og idíótar, jeg veit ekki hvort þeir gera það að gamni sínu — og cr líka sama. Jcg á ekki við neina. Steingrímur2) ætlar nú að stinga af til Argentínu og vcrða þar að manni — hann er í góðum holdum, fullu fjöri og intelligens. Heilsaðu frá mjer konunni þinni og 1) Berlingske Tidende. 2) Stefánsson stúdent, mikill vinur þeirra VerSandi-manna. segðu henni að mjer muni ávallt þykja vænt um hana; jeg vona að það verði hvorugu okkar til sálartjóns, þar sem við höfum svo gott sem ekki sést —. Það er sjálfsagt líka heppilegast ef manni á að þykja vænt um til lengdar. Líði þjer altjend sem bezt, þinn ein- lægur vinur alla æfi Bertel E. Ó. Þorleifsson. Bertel hafði lokið fyrri hluta læknaprófs, og segist ætla að ljúka námi; en vafasamt er hver hugur fylgir máli, allt bréf hans sýnir vonsvikinn mann, leiðan á lífinu. Tveim mánuðum áður en hann skrifar bréf sitt hafði kona, sem hann unni, farið al- farin til Ameríku, og honum fallið það mjög þungt. Bréflapparnir, sem hann seg- ist hafa sent Hannesi „um daginn", af því honum þótti ekki holt að hafa þá í svip- inn í sínum fórum, eru ástarbréf frá þess- ari konu, og nokkur kvæði til hennar. Hannes hefur dregið að endursenda bréfin, og þau eru enn til. Hún kallar sig Kultani, en það getur hafa verið nafn sem Bertel gaf henni. Bréfin bera með sér að hún er sænsk söngkona, svarthærð, menntuð, mjög tilfinningaheit. Hún elskar og tilbiður Ber- tel, og vill að hann komi til sín til Ameríku. Þó geta orð hans, að bezt sé að hafa þekkzt lítið, ef ást eigi að endast, bent til þess að honum hafi fundizt að hún hafi brugðizt sér. Það eru kvæðin til hennar sem Hannes Hafstein orti upp á íslenzku; nafninu Kul- tani breytti hann í Kolbrún. Bertel tók aldrei fullnaðarpróf. Hann drekkti sér í sjónum við Amager 9. septem- ber 1890, því sein næst einu ári eftir að unnustan fór frá honum. 3. Einar Hjörleifsson Kvaran. Einar Hjörleifsson er tveimur árum eldri en Hannes Hafstein, fæddur 1859, en einu ári á eftir honum í skóla. Hannes verður stúdent og siglir 1880, Einar skrifar hon- um um haustið. Það sem hann segir um erjur í skólalífi lýtur að ríg milli tveggja félaga skólans. Þeir Hannes og fleiri höfðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.