Andvari - 01.10.1962, Síða 8
246
KRISTJÁN ELDJÁRN
ANDVARI
búnað vantar, en samt veita þessar rústir
sönnustu vitneskjuna um híbýli miðalda-
manna, sem kostur er á. Sá sem kemur í
Stöng og svipast þar um með gát, hefur
það á tilfinningunni að hann hafi komið
í raunverulegan fornaldarbæ og fer þaðan
með skýra mynd hans í huga. Fólkið var
að vísu ekki heima, en talaði þó til gests-
ins í þeim handaverkum, sem við honum
blöstu.
Fyrir góðra manna atbeina var byggt
þak yfir rústirnar í Stöng þegar haustið
1939, til þess að þær mættu verða sumar-
gestum í Þjórsárdal til fróðleiks og gleði
framvegis. Fyrir nokkrum árum var þetta
þak orðið ónýtt, en annað vand iðra var
þá reist í þess stað. Með árlegu eftirliti
tel ég að hægt sé að halda þessum rústum
óskemmdum til frambúðar, og er það vel,
því að Stöng í Þjórsárdal er einn sá stað-
ur, sem allir íslendingar þekkja af afspurn
og margir af sjón og raun. A síðastliðnu
sumri skráðu sig þar í gestabók á fjórða
þúsund manns, og hafa þó eflaust komið
drjúgum fleiri. Þetta er staður, sem á síð-
ustu tveimur áratugum hefur markazt
sem dráttur í svipmót landsins og unnið
sér fastan sess í vitund þjóðarinnar. Þjóð-
minjasafnið hefur eftirlit með rústunum,
og það er ekki livað sízt þess vegna að
leiðir mínar og annarra starfsmanna safns-
ins liggja þangað oft og iðulega.
3
En fleiri eru crindi í Þjórsárdal, erindi,
sem hvergi nærri er öllum lokið. Þótt
þar væru gerðar umfangsmiklar rannsókn-
ir 1939, er þar enn mikið verkefni óleyst.
Ég kom í Þjórsárdal seinustu dagana í
september 1960. Við vorum þar til þess
að ganga frá bænum í Stöng undir vetur,
en einnig til þess að leggja síðustu hönd
á rannsókn nafnlausra bæjarrústa, þar
sem heitir í Gjáskógum, ekki alllangt frá
Stöng. I þessu greinarkorni verður nokkuð
sagt frá þessu merkilega forna fjallabýh.
Bærinn í Stöng er suðvestan undir svo-
nefndu Stangarfjalli, en á sléttlendinu
við túnfótinn rennur á, sem Rauðá heitir,
og fellur hún skömmu ofar um Gjána,
sem er einn hinna sérkennilegu og unaðs-
legu staða í Þjórsárdal. Suðaustan í Stang-
arfjalli, frá Gjánni og að Hólaklifi, sem
er djúpt gil með sandbrekku að austan,
beita Gjáskógar. Dregur svæðið nafn af
Gjánni, en auk þess talar nafn þetta sínu
máli um fyrri tíðar skóga á þessum slóð-
um, þótt nú séu þeir eyddir. Svæði þetta
er allmjög sundurskorið af giljum, en á
milli þeirra er hálfblásið land með stórum
grasi- og víðivöxnum torfum. Oll hlíðin
veit mót suðaustri. Inn eftir Gjáskógum
liggja gamlar götur, sem fé var áður rekið
eftir á fjall og af fjalli, og liggja þær um
svoncfndan Flólaskóg og inn á Ilreppa-
mannaafrétt; götur þessar sjást liggja upp
á Stangarfjall rétt fyrir norðan Stöng.
Þarna í Gjáskógum, í suðausturhlíð
Stangarfjalls, liefur verið bær í fyrnd-
inni, um tveggja kílómetra veg innar en
Stöng og miklu hærra yfir sjó. Fáar sögur
hafa farið af rústum þessa bæjar, og nafn-
laus er hann, og má vera að rústirnar hafi
öldum saman verið með öllu huldar und-
ir þykkum jarðvegslögum. Síðan kann að
hafa af þeim blásið að nokkru, líklega á
19. öld, svo að aftur fór að sjá til mann-
virkja, en vitað hafa Idreppamenn urn
tilveru rústanna að minnsta kosti síðan
á seinni hluta 19. aldar. Við byrjuðum
að rannsaka þessar rústir sumarið 1949,
cn vannst seint að því sinni, einkum vegna
þess að svo var úrkomusamt að Fossá varð
dag eftir dag ófær jcppanum okkar.
Notuðum við þá daga til þess að grafa
upp rústir af bænum í Sandártungu, sem
i eyði fór 1693, og er af þeim bæ merki-
leg saga, sem ekki verður sögð hér. En
þessar frátafir urðu til þess, að ekki varð
lokið rannsókn bæjarins í Gjáskógum