Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.10.1962, Qupperneq 8

Andvari - 01.10.1962, Qupperneq 8
246 KRISTJÁN ELDJÁRN ANDVARI búnað vantar, en samt veita þessar rústir sönnustu vitneskjuna um híbýli miðalda- manna, sem kostur er á. Sá sem kemur í Stöng og svipast þar um með gát, hefur það á tilfinningunni að hann hafi komið í raunverulegan fornaldarbæ og fer þaðan með skýra mynd hans í huga. Fólkið var að vísu ekki heima, en talaði þó til gests- ins í þeim handaverkum, sem við honum blöstu. Fyrir góðra manna atbeina var byggt þak yfir rústirnar í Stöng þegar haustið 1939, til þess að þær mættu verða sumar- gestum í Þjórsárdal til fróðleiks og gleði framvegis. Fyrir nokkrum árum var þetta þak orðið ónýtt, en annað vand iðra var þá reist í þess stað. Með árlegu eftirliti tel ég að hægt sé að halda þessum rústum óskemmdum til frambúðar, og er það vel, því að Stöng í Þjórsárdal er einn sá stað- ur, sem allir íslendingar þekkja af afspurn og margir af sjón og raun. A síðastliðnu sumri skráðu sig þar í gestabók á fjórða þúsund manns, og hafa þó eflaust komið drjúgum fleiri. Þetta er staður, sem á síð- ustu tveimur áratugum hefur markazt sem dráttur í svipmót landsins og unnið sér fastan sess í vitund þjóðarinnar. Þjóð- minjasafnið hefur eftirlit með rústunum, og það er ekki livað sízt þess vegna að leiðir mínar og annarra starfsmanna safns- ins liggja þangað oft og iðulega. 3 En fleiri eru crindi í Þjórsárdal, erindi, sem hvergi nærri er öllum lokið. Þótt þar væru gerðar umfangsmiklar rannsókn- ir 1939, er þar enn mikið verkefni óleyst. Ég kom í Þjórsárdal seinustu dagana í september 1960. Við vorum þar til þess að ganga frá bænum í Stöng undir vetur, en einnig til þess að leggja síðustu hönd á rannsókn nafnlausra bæjarrústa, þar sem heitir í Gjáskógum, ekki alllangt frá Stöng. I þessu greinarkorni verður nokkuð sagt frá þessu merkilega forna fjallabýh. Bærinn í Stöng er suðvestan undir svo- nefndu Stangarfjalli, en á sléttlendinu við túnfótinn rennur á, sem Rauðá heitir, og fellur hún skömmu ofar um Gjána, sem er einn hinna sérkennilegu og unaðs- legu staða í Þjórsárdal. Suðaustan í Stang- arfjalli, frá Gjánni og að Hólaklifi, sem er djúpt gil með sandbrekku að austan, beita Gjáskógar. Dregur svæðið nafn af Gjánni, en auk þess talar nafn þetta sínu máli um fyrri tíðar skóga á þessum slóð- um, þótt nú séu þeir eyddir. Svæði þetta er allmjög sundurskorið af giljum, en á milli þeirra er hálfblásið land með stórum grasi- og víðivöxnum torfum. Oll hlíðin veit mót suðaustri. Inn eftir Gjáskógum liggja gamlar götur, sem fé var áður rekið eftir á fjall og af fjalli, og liggja þær um svoncfndan Flólaskóg og inn á Ilreppa- mannaafrétt; götur þessar sjást liggja upp á Stangarfjall rétt fyrir norðan Stöng. Þarna í Gjáskógum, í suðausturhlíð Stangarfjalls, liefur verið bær í fyrnd- inni, um tveggja kílómetra veg innar en Stöng og miklu hærra yfir sjó. Fáar sögur hafa farið af rústum þessa bæjar, og nafn- laus er hann, og má vera að rústirnar hafi öldum saman verið með öllu huldar und- ir þykkum jarðvegslögum. Síðan kann að hafa af þeim blásið að nokkru, líklega á 19. öld, svo að aftur fór að sjá til mann- virkja, en vitað hafa Idreppamenn urn tilveru rústanna að minnsta kosti síðan á seinni hluta 19. aldar. Við byrjuðum að rannsaka þessar rústir sumarið 1949, cn vannst seint að því sinni, einkum vegna þess að svo var úrkomusamt að Fossá varð dag eftir dag ófær jcppanum okkar. Notuðum við þá daga til þess að grafa upp rústir af bænum í Sandártungu, sem i eyði fór 1693, og er af þeim bæ merki- leg saga, sem ekki verður sögð hér. En þessar frátafir urðu til þess, að ekki varð lokið rannsókn bæjarins í Gjáskógum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.