Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1962, Blaðsíða 107

Andvari - 01.10.1962, Blaðsíða 107
ANDVARI .ARGHYRNU LÁT ÁRNA' 345 til skilnings á fornum kveðskap er eink- um að finna á einum stað frá þessum tíma, en það er í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu, en sú hjálp er öll frá eins manns hendi, Snorra Sturlusonar. Þegar einnig er vitað, að Snorri hefur ritað Heimskringlu og þar farið höndum um vísu Einars, er af þessu auðvelt að draga þá ályktun að hann hljóti þá einnig að hafa ritað Egilssögu, enda hafa áður verið færð að því ýms rök, t. d. þau, að í Egilssögu er sagt greinilega frá þremur landnámum, en aðeins þremur, landnám- inu umhverfis Odda, þar sem Snorri var upp alinn, umhverfis Borg, þar sem hann hóf búskap sinn, og umhverfis Reykja- liolt, þar sem hann bjó flest manndómsár sín, en frásagnirnar um landnámin um- hverfis Odda og Reykjaholt varða raun- verulega engu fyrir söguna. Eitt ber að vísu verulega á milli með- ferðar Ideimskringlu og Egilssögu í vís- unum. Vísa Einars er ekki tilfærð, heldur er efni hennar endursagt, að nokkru í ræðum lögðum í munn Þórarni Nefjólfs- syni, en aðallega í ræðu lagðri í munn Einars, en með þeim hætti verður efnið lýsigull, svo að við sjáum allt, sem er að gerast. Vísa Skallagríms er hins vegar undirbúin af frásögninni á undan, og síðan er hún tilfærð í senn sem aðal- heimild um sannindi frásagnarinnar og sem aðalþáttur hennar, sá þátturinn er bjartast lýsir og gleggsta innsýn gefur. Þar er leikin af frábærri snilld sama listin og Snorri leikur í Heimskringlu og þar umfram allt í Ólafssögu Haraldssonar, er hann notar dróttkvæðin fornu í senn sem heimild og til að lýsa upp söguna, — á líkan hátt og nútíma sagnamenn og sagnfræðingar nota dagblöð, málsskjöl og sendibréf til að sanna frásagnir sínar og lýsa upp samtíð heimildanna. Með- ferðin á vísu Einars er skemmtilegt frá- vik Snorra frá venjulegum vinnubrögð- um hans í Heimskringlu um not forns kveðskapar, en meðferðin á vísu Skalla- gríms er eins og sýning á því, hvernig þau vinnubrögð gátu snilldarlegust orðið. Slíka sýningu á vinnubrögðum Snorra gat cnginn haldið nema Snorri sjálfur. Enn er ónefnt aðalatriðið, sem sam- eiginlegt er með vísum Einars og Skalla- gríms: viðhorfið til hins erlenda valds, norska konungsvaldsins. Báðar lýsa þær ákveðinni andúð gegn því, og eru bein- línis kveðnar til þess að vara við því. En líka þar er nokkur munur á: Broddurinn í vísu Einars er ekki eins hvass og í vísu Skallagríms. Þess vegna tilfærir Snorri vísuna ekki, heldur endursegir hana í ræðu, þar sem broddurinn er vandlega sorfinn, fægður og hvesstur. En brodd- inn í vísu Skallagríms þarf ekki að hvessa. Vísa Einars, eins og hún er endursögð í Heimskringlu, er raunverulega aðalefni Ólafssögu Haraldssonar í hnotskurn, eins og sagan horfir við Snorra. Hún er ekki saga heilags manns, heldur ádeila á ófyrir- leitinn konung, sem vill hrjóta livern sjálfstæðan mann undir vald sitt og til þjónustu við sig, hvert sjálfstætt fvlki, hvert sjálfstætt land, er hann nær til, en grefur með því konungdómi sínum gröf- ina. Því að hvað getur konungur án vin- veittra, vaskra og sjálfstæðra þegna? Frá- sagnimar um Upplanda konunga, um Asbjörn Selsbana, Erling á Sóla, Hárek á Þjóttu, Þorberg og Kálf Árnasonu, Þóri hund, en umfram allt Orkneyjajarla, Þránd í Götu, Stein Skaftason og Þor- vald Snorrason eru viðvörun til íslend- inga, sama viðvörunin og ræða Einars, að láta konungsvaldið norska eigi fá fang- stað á sér. Þá eiga Islendingar heldur að fara að dæmi Eymundar á Skörum og Þorgnýs lögmanns gegn Svíakonungi, færa drottnunargjörnum konungi heim sanninn, láta hann finna það vald, sem er í manndómi þegnanna. Vísa Skalla-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.