Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1962, Page 96

Andvari - 01.10.1962, Page 96
334 HALLDÓR 1IALLDÓRSSON ANDVARI útbreiðslu, og annarra, sem ekki falla sem verst að málkerfinu. Hér eru nokk- ur Biblíunöfn, sem ekki hafa komið inn fyrr en eftir siðaskipti og nokkur eldri. Þá er hér allmargt íslenzkra nýmyndana. Eg vík fyrst að stuttnefnunum. Sá siður að mynda stuttnefni af mannanöfnum á sér gamlar rætur. Sem dæmi um forn stuttnefni mætti nefna Áli og Óli. Megin- reglan er þannig gömul, en aldrei hefir verið algengt á íslandi að skíra menn stuttnefnum, heldur hafa stuttnefnin meira verið notuð í hópi kunningja sem stytting á raunverulegu skírnarnafni. Þó hafa ýmis stuttnefnanna festst í sessi, t. d. Óli. Ég tel því vafasamt, hvort líta beri svo á, að leyfilegt sé að taka upp hvaða stuttnefni sem er og hefi því sett sum þeirra á skrá um vafanöfn. Af karl- mannanöfnum mætti taka Addi, Dóri, Elli, Rósi, Villi og af kvennanöfnum Adda, Alla, Begga, Dadda, Dodda, Ella, Lína, Pála og Vigga. Af öðrum nýgerv- ingum eru karlmannanöfn, sem enda á -ar, fyrirferðarmest. Sum þessara nafna eru mynduð af kvennanöfnum, önnur að því er virðist meira og minna út í bláinn. Sé það fjarri mér að amast við ýmsum þessara nafna. Ég kann t. d. vel við nafnið Grétar, þótt það heyri til þeim hópi, sem ég hefi nefnt bastarðanöfn. Það má vel vera, að mörg þessara nafna vcnjist með tíð og tíma. Af nöfnum, sem ég setti á skrá um vafanöfn, skal ég nefna þessi: Erlar, myndað af Erla, Esjar, myndað af Esja, Fannar, af fönn, Gýgjar, sem ýmist er ritað með í eða ý og virðist því í sumum tilvikum vera myndað af kvenmannsnafninu Gígja, en í öðrum af tröllkonuheitinu gýgur — sennilegra virðist mér þó, að það sé alltaf myndað af Gígja, en rithátturinn með ý stafi af vangæzlu skrásetjarans (prestsins), Hrannar, af Hrönn eða hrönn, Hraunar, af hraun, Hleinar, af hlein, Laufar, sem virðist vera myndað af lauf, en kann að vera gert til samsvörunar við Laufey. Ástæðan til myndunar margra þessara nafna er auðsæilega sú, að foreldrar hafa talið sig vanta karlmannsnafn, sem sam- svaraði kvenmannsnafni, og þessi sama ástæða liggur til grundvallar fleiri ný- gervingum. Ég nefni sem dæmi nöfnin Dagnýr og Guðnýr, sem mynduð eru af Dagný og Guðný. Þessi nöfn eru réttilcga mynduð, og það má vel vera, að þeim megi venjast, en leita hefði átt úrskurðar, áður en þau voru tekin upp sem skírnarnöfn, og því set ég þau á skrá sem vafanöfn. Miklu hæpnari eru nöfnin Guðrúnn og Sigurrúnn, sem mynduð eru af kven- mannsnöfnunum Guðrún og Sigrún. Á skrá um vafanöfn setti ég enn frem- ur allmörg bastarðanöfn og mörg nöfn, sem að mínum dómi eru „óþjóðleg og klaufaleg“, svo að notað sé orðalag nafna- laganna. Ég legg á það áherzlu, að ég efast ekki um, að ýmis vafanafnanna myndu verða úrskurðuð lögleg, en ég tel þau ekki lögleg, fyrr en leitað hefir verið úrskurðar, eins og lögin gera ráð fyrir, þótt þar sé að vísu svo til orða tekið, að svo skuli gert, ef ágreiningur rís. En ágreiningur hefir ekki risið vegna þess, að þeir, sem fyrst og fremst áttu að gæta laganna, hafa ekki gert ágreining, en um það ræði ég nánara síðar. Þá vil ég auk þess taka fram, að margir myndu hafa tekið miklu fleiri nöfn á vafaskrá en ég hefi gert. II Mér telst svo til, að brot á nafnalögun- um muni vera um það bil 14 þús. frá upphafi til 1950 eða á 25 ára tímabili. Nú bið ég menn að athuga það vel, að þessi reikningur er reistur á mínu mati. Aðrir kunna að líta þetta öðrum augum. Ég veit, að sumir mundu telja brotin miklu fléiri, aðrir vafalaust færri. Ef farið væri eftir þeim meginreglum, sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.