Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1962, Blaðsíða 31

Andvari - 01.10.1962, Blaðsíða 31
ANDVARI LANDVÆTTIR OG ALFAR 269 ungis til. Þessar verur hafa oft runnið saman í vitund manna og fengið ljáða eðlisþætti hver af annarri. Landamerki í heimi þjóðtrúar eru yfirleitt óljós. Trúin er ekki uppstokkað rökkcrfi fræðimanna, þar sem eitt útilokar annað. Samt er ástæða til að ætla, að landvættatrúin eigi að verulegu leyti upptök sín á ein- um stað, en út í þá sálma verður ekki farið hér. II Alfar eru iðulega nefndir í sörnu andrá og goðin. „Hvat es með ásum, hvat es með álfum?" segir í Völuspá, og víðar í Eddukvæðum kemur fyrir sambandið æsir—álfar. Einkum virðast álfarnir tengdir Frey. Hann er sagður búa í Álf- heimum, og má ætla, að það sé aðferð goðsögunnar til að segja, að álfarnir séu undir forystu frjósemiguðsins settir.8) í Heimskringlu (Ólafs sögu helga, XCI. kap.) er getið um álfablót. Segir þar frá för Sighvats Þórðarsonar, sem hann fór í erindum Olafs konungs Har- aldssonar haustið 1019 til Svíþjóðar, sem þá var enn að mestu heiðið land. Frá þessari ferð eru til samtímaheimildir, Austurfararvísur Sighvats sjálfs, sem hann mun hafa kveðið, ef ekki að ein- hverju leyti í ferðinni sjálfri, þá iljót- lega eftir heimkomuna. Eftir nokkuð skrykkjótt ferðalag, kom skáldið ásamt förunautum sínum austur urn Eiðaskóg, sem skilur Noreg og Svía- ríki. Hann kemur á bæ einn, en cr út- hýst, og hið sama gerist á þremur hæjum í röð. Ástæður þessara köldu móttakna var, að rnenn héldu heilagt, álfablót stóð yfir. Á öllum bæjunum er hóndinn nefndur sama nafninu, Ölver. Ótrúleg tilviljun væri, ef það hefði verið jaun- verulegt nafn þeirra allra. Hitt er lík- legra, að hér sé um að ræða starfsheiti, nafn, sem bendi á hlutverk þeirra við blótið. Blótið veldur ógestrisninni. Það gefur okkur upplýsingar um eðli þeirrar trúar- iðkunar, sem þarna hefur átt sér stað. Hún hefur verið lokuð einkadýrkun, sem hvert heimili hélt út af fyrir sig, án afskipta og þátttöku annarra, og er skilj- anlegt, að gestir væru illa séðir við slíkt tækifæri. Sú skoðun hefur komið fram, að hér sé urn að ræða heiðna jólahátíð, en fullvíst er, að sú hátíð er eldri cn kristni á Norðurlöndum. Hefur tíma- setning Snorra, en hann segir hin fornu jól hafa verið miðsvetrarblót, verið dregin í efa af formælendum þessarar tilgátu, sem telja, að jólin hafi verið haldin síðla hausts, eða á þeirn árstíma, sem ferð Sighvats var farin. Idin norrænu jól voru frjósemihátíð; þá var blótað til árs, og Freyr hefur öðrum goðum framar verið tengdur hátíðinni. Nú eru álfarnir nátengdir Frey og því ekki ólíklegt, að þeir hafi notið dýrkunar við sama tæki- færi.10) Um álfablót á íslandi er getið í Kor- máks sögu, en eðli þess er annað. Það er ekki til árbótar, heldur ráð til lækningar sára: „Hóll einn er héðan skammt í brott, er álfar búa í. Graðung þann er Kormákur drap, skaltu fá og rjóða blóð graðungsins á hólinn utan, en gera álf- um veizlu af slátrinu og mun þér batna." Þessar línur hafa ýmsir erlendir fræði- menn oft misskilið. Orðið Iióll segir greinilega, að hér er átt við upphækkun gerða af náttúrunnar hendi, en ekki haug gerðan af manna völdum. Orðið hefur þó iðulega verið þýtt á norðurlanda- málin og þýzku með höj, hög og Hilgel, en þau orð eru tvíræð og þýða bæði hóll og haugur og sums staðar er haugur aðalmerkingin. Af þessu hefur svo sú ályktun verið dregin, að hér sé átt við grafarblót, fórn til hinna dauðu. Slíkt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.