Andvari - 01.10.1962, Side 13
ANDVARI
FJALLABÝLI í ÞJÓRSÁRDAL
251
Stofa mcS bekkjuin vi3 báfta veggi.
bær liefði farið í eyði um leið og Stöng.
Fjóstóftin var hálfblásin og virtist við
fyrstu sýn vera barmafull af hinum auð-
þekkta hvíta vikri. Það var hún og að
vísu, en hins vegar náði þetta lag ekki
niður á fjósgólfið. Milli lagsins og gólfs-
ins var þykkt moldarlag, sem bar þess
ótvíræð merki að hafa setzt að í tóftun-
um á löngurn tíma, eftir því sem í þær
fauk. Idér hefur því hvíta askan fallið
ofan í tóft, sem hafði lengi staðið auð og
opin. Hið sama varð uppi á teningnum
við rannsókn bæjarrústanna sjálfra. Frá
yfirborði og niður á skálagólf voru 1
metri og 70 sentimetrar. Uppi undir gras-
rót sást hið mjóa svarta strik, sem tálcnar
Kötlugosið 1918. Síðan komu blandin
foklög og þá sáust með stuttu millibili
öskulögin frá Ideklugosunum 1744 og
1693. Enn dýpra kom fram greinilegt lcir-
grátt öskulag, sem Sigurður Þórarinsson
telur nú örugglega vera frá Heklugosinu
árið 1300. Þá kemur enn allþykkt foklag,
en síðan hvíta vikurlagið mikla og er um
70 sentimetra þykkt. Undir því er svo
fokmoldarlag, 20—25 sm þykkt, þynnst
um miðja skálatóft, en þykkra út til
veggja, og loks þar fyrir neðan skálagólf-
ið sjálft. Hér blasir því hið sama við og í
fjóstóftinni. Bærinn hcfur verið kominn
í eyði og tóftirnar búnar að standa lengi
opnar, þegar hvíta askan féll í Fleklu-
eldinum árið 1104. Þessi bær hefur því
farið í eyði alllöngu á undan Stöng. En
hve löngu? Um það er erfitt að segja.
Það fer eftir því, hve langan tíma hefur