Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1962, Page 72

Andvari - 01.10.1962, Page 72
JÓN GÍSLASON: HÓMER OG HÓMERSÞÝÐINGAR Reeba andmcdanda við do\torsvörn Finnboga Guðmundssonar i Hás\óla íslands 7. janúar 19617) „Hlutverk málvísindanna er að efla þá trú, að til séu bækur svo kjarnmiklar og konunglegar, að kynslóðir lærðra rnanna hver fram af annarri verji þá vel ævi sinni og starfi, ef þær stuðla að því með erfiði sínu að varðveita þessar bækur ómengaðar og skiljanlegar." Hver var það aftur, sem ritaði þessi orð? Það var Fr. Nietzsche í bók þeirri, er nefnist „Die fröhliche Wissenschaft". —■ Hér hcfir Nietzsche orðað trúarjátn- ingu „fílológanna“, málvísindamannanna, sem kjörið hafa sér það hlutskipti að standa helgan vörð um „konunglegar bækur". Þessi orð mættu menn gjarna bafa í huga, þegar rætt er um Hómer og Hómers- þýðingar. Fáir munu treysta sér til að bera brigður á, að kviður Hómers teljist til „hinna konunglegu bóka“. Þessi eld- fornu söguljóð gnæfa eins og tignarlegur tindur í dögun grískrar sögu, já, sögu álfu vorrar. Flestir Islendingar hafa álizt upp í ein- hvers konar fjallahring, víðum eða þröng- um eftir atvikum. Margir hafa bundið ástfóstri við ýmsa fulltrúa á því fjalla- þingi, kannað þá, klifið þá og notið út- 1) Ræða fyrra andmælanda, dr. Steingríms J. Þorsteinssonar prófessors, er birt í Skírni 1961. sýnis af tindum þeir'ra. En eins og vér búum við ólíka útsýn til fjalla og foldar, eiga bæði menn og þjóðir mismunandi víðsýni að fagna í andlegum efnum. Oss íslendingum hefur að þessu leyti löngum verið beldur þröngur stakkur skorinn. Kemur þar margt til, fámenni vort og fátækt, hörð lífsbarátta, sem lítil grið gaf til andlegra starfa, og síðast en ckki sízt einangrun, þó að hlutur vor á þessu sviði sé miklu skárri en ætla mætti að óreyndu. Að þessu athuguðu cr augljóst, lu'ersu menningu vorri er og hefur verið mikill fengur í þýðingum hinna helztu rita heimsbókmenntanna á vora tungu, ef það starf er vel og giftusamlega af bendi leyst. I hvert sinn, sem einhverjum auðn- ast að vinna slíkt afrek, má kveða svo að orði, að hinn andlegi sjóndeildarhringur vor hafi verið færður út, oss hafi opnazt sýn inn á nýjar „heiðmerkur" og getum lagt þangað leið vora oss til andlegrar hressingar og endurnýjunar. Vér getum með öðrurn orðum hafið nýtt landnám. Það er nú, svo sem kunnugt er, og hefur lengi verið samhljóða álit hinna dómbærustu manna, að Sveinbjörn Egils- son hafi unnið slíkt afrek fyrir oss Islend- inga og íslenzkar bókmenntir með þýð- ingum sínurn á kviðum Hómers, Ilíons- og Odysseifskviðu, honum hafi með því
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.