Andvari - 01.10.1962, Side 29
ANDVARI
LANDVÆTTIR OG ÁLFAR
267
þar um nesið og höfðu liann fyrir heit-
guð sinn. Varð hann og mörgum hin
mesta bjargvættur".
Bárðar saga er ung. Hún er ekld færð
í Jetur fyrr en talsvert er liðið á 14. öld.
Höfundurinn hefur tekið í hana nokkurt
efni úr Landnámu, en annars er sagan
að mestu leyti eins konar safn af þjóð-
sögnum og munnmælum. Einkum hefur
höfundi verið sýnt um að koma á fram-
færi sögnum, sem skýra eiga örnefni á
Snæfellsnesi. Þá eru í sögunni nokkrar
vísur, sem ekki lítill fengur er að. Aðal-
persónu sögunnar, Bárðar SnæfeDsáss,
sem samkvæmt sögunni á að hafa verið
einn landnámsmanna og það ekki iítill
fyrir sér, er ekki getið í Landnámu eða
öðrum heimildum af traustara tagi. M. a.
fyrir þær sakir hafa margir dregið í efa,
að Bárður hafi nokkru sinni verið til í
venjulegum skilningi. Svo efagjarnir eru
þó ekki allir. Norðmaðurinn Emil Bir-
keli telur Bárð vera gott dæmi um ís-
lenzkan hónda, sem eftir andlátið var
hafinn í sess verndaranda sveitarinnar,
svipað og gert var við Olaf Geirstaðaálf.
Margir fleiri fræðimenn eru á svipaðri
skoðun.7)
Efasemdamennirnir virðast þó hafa
talsvert til síns máls. Sé skoðun Birkelis
á ferli Bárðar rétt, er þögn heimilda um
hann grunsamleg, því að bæði segir
Landnáma allítarlega frá landnámi á
nesinu, og útilokað er, að öðrum en stór-
höfðingjum gæti hlotnazt sá heiður að
verða heitguðir manna dauðir, og þurftu
þó að hafa sýnt ágæti sitt til hjálpar
nrönnum á einhvern hátt þegar í lifanda
h'fi. Samanburðurinn við Ólaf Geirstaða-
álf er hins vegar villandi. Átrúnaðurinn
á honum dauðum er ekki eiginleg for-
feðradýrkun, heldur á rætur að rekja til
hugmyndakerfis hins guðlega konung-
dæmis, sem á Norðurlöndum var einkum
tengt ætt Ólafs, Ynglingaættinni.
Þá styður frásögn sögunnar um ætt og
uppeldi Bárðar ekki þá kenningu að hann
hafi verið venjulegur maður. Langeðli-
legast virðist vera að telja Bárð hafa verið
náttúruvætti frá upphafi, ráðanda Snæ-
fellsjökuls. Nafngift hans, ás, er sam-
hljóða því heiti, sem Egill Skalla-Gríms-
son nefndi landvætti í Noregi, þegar
hann kvað Eiríki konungi níð, eins og
fyrr var sagt. Önnur hliðstæða við viður-
nefni Bárðar cr Svínfellsás, sem um er
getið í Njálu. Engin leið er að skera úr
um hvort sú vættur og hlutverk hennar
í sögunni er að einhverju leyti tekin eftir
munnmælum úr Öræfum eða alger skáld-
skapur höfundar. Það skiptir heldur engu
meginmáli hvoru frekar er trúað. Hitt
er þýðingarmeira, að notkun minnisins
sýnir, að menn hafa ekki staðið frarn-
andi fyrir þessari tegund heitguða. Höf-
undurinn notar algengar hugmyndir um
fjallvætti, sem gengu undir nafninu ás,
og þeirra hefur Bárður verið til muna
frægastur. í eitt Njáluhandrita hefur
meira að segja komizt inn ritvilla. Þar
stendur Snæfellsás í staðinn fvrir Svín-
fellsás. Þetta handrit er nokkru eldra en
Bárðar saga, og sýnir, að vinsældir
Bárðar hafa ekki hreiðzt fyrst út mcð
sögunni.
Spyrja má, hve traust heimild jafn-
ung saga og Bárðar saga sé um heiðnar
trúarhugmyndir. Llm dýrkun á Bárði er
ekkert vitað úr heimildum eldri en frá
því um 1300, en þá hefur hún verið viða
kunn. Upphaf hans hlýtur að vera tals-
vert eldra, og er að öllum líkindum úr
heiðni. En þótt ætla megi, að kjarni
Bárðarsagna sé gamall, eru ýmsir vngri
þættir greinilegir í sögunni, t. d. sú
tilhneiging, sem er allrík, að gera Bárð
að trölli. En af viðurnefni Bárðar, ás,
sést að hann í upphafi á ekkert sam-
eiginlegt með tröllum. As bendir til
dýrkunar, en hennar voru tröllin aldrci