Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1962, Side 29

Andvari - 01.10.1962, Side 29
ANDVARI LANDVÆTTIR OG ÁLFAR 267 þar um nesið og höfðu liann fyrir heit- guð sinn. Varð hann og mörgum hin mesta bjargvættur". Bárðar saga er ung. Hún er ekld færð í Jetur fyrr en talsvert er liðið á 14. öld. Höfundurinn hefur tekið í hana nokkurt efni úr Landnámu, en annars er sagan að mestu leyti eins konar safn af þjóð- sögnum og munnmælum. Einkum hefur höfundi verið sýnt um að koma á fram- færi sögnum, sem skýra eiga örnefni á Snæfellsnesi. Þá eru í sögunni nokkrar vísur, sem ekki lítill fengur er að. Aðal- persónu sögunnar, Bárðar SnæfeDsáss, sem samkvæmt sögunni á að hafa verið einn landnámsmanna og það ekki iítill fyrir sér, er ekki getið í Landnámu eða öðrum heimildum af traustara tagi. M. a. fyrir þær sakir hafa margir dregið í efa, að Bárður hafi nokkru sinni verið til í venjulegum skilningi. Svo efagjarnir eru þó ekki allir. Norðmaðurinn Emil Bir- keli telur Bárð vera gott dæmi um ís- lenzkan hónda, sem eftir andlátið var hafinn í sess verndaranda sveitarinnar, svipað og gert var við Olaf Geirstaðaálf. Margir fleiri fræðimenn eru á svipaðri skoðun.7) Efasemdamennirnir virðast þó hafa talsvert til síns máls. Sé skoðun Birkelis á ferli Bárðar rétt, er þögn heimilda um hann grunsamleg, því að bæði segir Landnáma allítarlega frá landnámi á nesinu, og útilokað er, að öðrum en stór- höfðingjum gæti hlotnazt sá heiður að verða heitguðir manna dauðir, og þurftu þó að hafa sýnt ágæti sitt til hjálpar nrönnum á einhvern hátt þegar í lifanda h'fi. Samanburðurinn við Ólaf Geirstaða- álf er hins vegar villandi. Átrúnaðurinn á honum dauðum er ekki eiginleg for- feðradýrkun, heldur á rætur að rekja til hugmyndakerfis hins guðlega konung- dæmis, sem á Norðurlöndum var einkum tengt ætt Ólafs, Ynglingaættinni. Þá styður frásögn sögunnar um ætt og uppeldi Bárðar ekki þá kenningu að hann hafi verið venjulegur maður. Langeðli- legast virðist vera að telja Bárð hafa verið náttúruvætti frá upphafi, ráðanda Snæ- fellsjökuls. Nafngift hans, ás, er sam- hljóða því heiti, sem Egill Skalla-Gríms- son nefndi landvætti í Noregi, þegar hann kvað Eiríki konungi níð, eins og fyrr var sagt. Önnur hliðstæða við viður- nefni Bárðar cr Svínfellsás, sem um er getið í Njálu. Engin leið er að skera úr um hvort sú vættur og hlutverk hennar í sögunni er að einhverju leyti tekin eftir munnmælum úr Öræfum eða alger skáld- skapur höfundar. Það skiptir heldur engu meginmáli hvoru frekar er trúað. Hitt er þýðingarmeira, að notkun minnisins sýnir, að menn hafa ekki staðið frarn- andi fyrir þessari tegund heitguða. Höf- undurinn notar algengar hugmyndir um fjallvætti, sem gengu undir nafninu ás, og þeirra hefur Bárður verið til muna frægastur. í eitt Njáluhandrita hefur meira að segja komizt inn ritvilla. Þar stendur Snæfellsás í staðinn fvrir Svín- fellsás. Þetta handrit er nokkru eldra en Bárðar saga, og sýnir, að vinsældir Bárðar hafa ekki hreiðzt fyrst út mcð sögunni. Spyrja má, hve traust heimild jafn- ung saga og Bárðar saga sé um heiðnar trúarhugmyndir. Llm dýrkun á Bárði er ekkert vitað úr heimildum eldri en frá því um 1300, en þá hefur hún verið viða kunn. Upphaf hans hlýtur að vera tals- vert eldra, og er að öllum líkindum úr heiðni. En þótt ætla megi, að kjarni Bárðarsagna sé gamall, eru ýmsir vngri þættir greinilegir í sögunni, t. d. sú tilhneiging, sem er allrík, að gera Bárð að trölli. En af viðurnefni Bárðar, ás, sést að hann í upphafi á ekkert sam- eiginlegt með tröllum. As bendir til dýrkunar, en hennar voru tröllin aldrci
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.