Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1962, Page 26

Andvari - 01.10.1962, Page 26
264 KRISTJÁN BERSI ÓLAFSSON ANDVARI getið. Þar lýsir Snorri, hversu yfirnáttúru- legar verur verja landið gegn erlendri ásælni. Kaflinn mun flestum íslending- um kunnur, en skal þó tekinn hér upp í heilu lagi: „Haraldur konungur bauð kunng- um manni að fara í hamförum til íslands og freista, hvað hann kynni að segja honum. Sá fór í hvalslíki. En er hann kom til landsins, fór hann vestur fyrir norðan landið. Hann sá, að fjöll öll og hólar voru fullir af landvættum, sumt stórt, en sumt smátt. En er hann kom fyrir Vopnafjörð, þá fór hann inn á fjörð- inn og ætlaði á land að ganga. Þá fór ofan eftir dalnum dreki mikill, og fylgdu honum margir ormar, pöddur og eðlur og blésu eitri á hann. En hann lagð- ist í brott og vestur fyrir land, allt fyrir Eyjafjörð. Fór hann inn eftir þeim firði. Þar fór móti honum fugl svo mikill, að vængirnir tóku út fjöllin tveggja vegna, og fjöldi annarra fugla, bæði stórir og smáir. Braut fór hann þaðan og vestur um landið og svo suður á Breiðafjörð og stefndi þar inn á fjörð. Þar fór móti hon- um griðungur mikill og óð á sæinn út og tók að gella ógurliga. Fjöldi land- vætta fylgdi honum. Brott fór hann þaðan og suður um Reykjanes og vildi ganga upp á Víkarsskeiði. Þar kom í móti hon- um bergrisi og hafði járnstaf í hendi, og bar höfuðið hærra en fjöllin, og margir aðrir jötnar með honum. Þaðan fór hann austur með endilöngu landi — „var þá ekki nema sandar og öræfi og brim mikið fyrir utan, en haf svo mikið milli land- anna,“ segir hann, „að ekki er þar fært langskipum." Þá var Brodd-EIelgi í Vopna- firði, Eyjólfur Valgerðarson í Eyjafirði, Þórður gellir í Breiðafirði, Þóroddur goði í Ölfusi." f þennan kafla er iðulega vitnað, þegar um landvætti er talað, og telja margir, að frásögnin hregði upp mynd af þeim. Slíkt mun þó næsta hæpin túlkun. Óvíst er, hverjar sagnir liggja að baki frásögn- inni. Aðrar heimildir hafa ekkert um ráðgerða innrás Haralds Gormssonar að segja, og viss atriði í kaflanum vekja grun um, að hlutur Snorra við samningu hans sé ærið mikill og jafnvel meiri en sá einn að búa honum listræna fram- setningu. Þó er engan veginn ólíklegt, að einhverjar erfðasagnir kunni að liggja frásögninni til grundvallar, og tvímæla- laust er hún að verulegu leyti sprottin upp úr akri þjóðtrúarinnar. En engin ástæða er til að ætla, að landvættum sé þar að neinu leyti lýst. Elvergi í kaflan- um stendur, að dýrin, sem nefnd eru, séu úr hópi landvætta, heldur er sú skoð- un ályktun, sem menn hafa dregið af orðum Snorra. En hitt nefnir Snorri, hverjir voru voldugastir höfðingjar i hverjum landsfjórðungi, og þar er eðli- legri skýringu að finna. Dýrin eru sym- ból höfðingjanna og um leið þjóðarinnar. Þessi aðferð, að láta verur í dýralíki koma fram sem fulltrúa eða aðra mynd þeirra manna, scm lýst er, er algeng í íslenzk- um sögum. Undirrótin er trú á fylgjur manna, þ. e. a. s. þá sálarkrafta, sem geta yfirgefið líkamann og persónugerzt utan hans og oftast birtast í dýrslíki. Illut- verk landvættanna í kaflanum er það eitt að taka þátt í vörninni ásamt fylgj- um höfðingjanna, en þeim er ekki lýst neitt nánar. Frásögnin segir ekki annað en það, að land og þjóð tóku höndum saman til að hrinda af sér erlendri ásælni. Um landvætti er ekkert á henni að græða.3) I Landnámu er landvætta þriðja sinni getið berum orðum í sambandi við land- nám í grennd við I Ijörleifsböfða. „Þar hafði engi maður ]iorað að nema fyrir landvættum, síðan Hjörleifur var drep- inn“. Þetta þarf ekki að skilja svo, að það það hafi verið Hjörleifur og menn hans
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.