Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1962, Side 24

Andvari - 01.10.1962, Side 24
262 KRISTJÁN BERSI ÓLAFSSON ANDVARI cngi hendi né hitti sitt inni, fyrr en þær reka Eirík konung og Gunnhildi úr landi.“ Síðan skýtur hann stönginni niður í hjargrifu og lét þar standa. Hann sneri og höfðinu inn á land, en hann reist rúnar á stönginni, og segja þær formála þennan allan.“ Nokkru fyrr eru í sögunni tvær vísur (nr. 28 og 29), sem Magnus Olsen hefur sýnt fram á, að Egill hafi rist á stöngina í stað formála þess, sem sagan greinir frá. Höfund.ur Egils sögu, að margra ætlan Snorri Sturluson, hcfur hins vegar ekki gert sér ljóst samband vísnanna við níðstöngina, og hann því sett formálann í þeirra stað. Það þýðir að sjálfsögðu ekki, að formálinn sé algerlega saminn af höfundi, heldur er trúlegast, að hann sé tekinn úr munnmælum um þessa eða samskonar töfraathöfn. Hugmynd Ólafs Briems,1) að formálinn sé saminn upp úr vísunum, er hins vegar afar ósenni- leg, bæði vegna munarins á efni, en þó einkum hins, að vísurnar eru þar settar í söguna, sem verr fer á en cf þær væru látnar fylgja frásögninni um níðstöngina. Bendir það ótvírætt til þess, að höf- undur hafi ekki séð sambandið, þótt hvoru tveggja sé stefnt gegn sama aðila. Umræddar vísur eru prentaðar í 56. og 57. kafla: „Svá skyldi goð gjalda, gram reki hönd af löndum, reið sé rögn ok Óð inn, rán míns féar hánum. Folkmýgi lát flýja, Freyr ok Njörðr, af jörðum. Leiðisk lofða stríði landáss, þanns vé grandar. Lögbrigðir hefr lagða, landalfr, fyr mér sjölfum, lilekkir bræðra sökkva brúðfang, vega langa. Gunnhildi ák gjalda, greypt’s bennar skap, þenna, ungr gatk ok læ launat, landrekstr, bili grandat." Báð-ar eru vísurnar tiltölulega auð- skildar. Einu atriðin, sem fræðimenn greinir á um, er merking orðanna land- áss í fyrri vísunni og landalfr í hinni síðari. Sakir þess að goðin eru ákölluð í upphafi, hafa menn oftast talið, að átt væri við eitthvert þeirra, og stungið stundum upp á Óðni, en þó oftar Þór. Ástæður þeirrar skoðunar eru tvær: Þór kallaðist ás oftar en önnur goð, og hans er hvergi getið annars staðar í vísunum. Hefur mörgum þótt óeðlilegt, að slikt höfuðgoð sem Þór var, skuli vanta, þcgar önnur regin eru ákölluð. Þessi er m. a. skilningur Sigurðar Nordals. Síðari vísan gerir þó þessa skýringu lítt sannfærandi. Eðlilegast er að líta svo á, að hæði nöfnin landás og landálfur eigi við eina og sömu goðveru, eins og Nordal gcrir, er hann telur að landálfur merki Þór.2) Slíkt væri þó cinsdæmi að kenna Þór til álfa. Eins og reynt verður að lýsa hér á eftir, voru álfarnir, sem oft nefnast í sömu andrá og goðin, frjósemivcrur og nátengdir Vana- goðunum, en eiga lítið sem ekkert sam- eiginlegt með Þór. Enda er ótrúlegt, að nokkrum fræðimanni hefði komið til hugar, að landálfurinn væri Þór, ef sam- hengið við fyrri vísuna kæmi ekki til. Af skáldskap Egils verður heldur ekki séð, að Þór væri honum sérlega hjart fólginn. Óðinn er guð Egils framar öðr- um; til Óðins snýr hann sér með trún- aðarmál sin og lífssorgir; í skáldskap hans eru kenningar til Óðins og Óðinssagna ríkjandi. Vanagoðin, Freyr og Njörður, koma stöku sinnum fyrir í skáldskap hans, sömuleiðis goðin scm heild, cins og í umræddum vísum. En á Þór minnisf
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.