Andvari - 01.10.1962, Qupperneq 63
ANDVARI
UM SAUÐFJÁRIiIGN ÍSLHNDINGA Á SÍÐAIU ÖLDUM
301
ull eða ullarvörur og tólg til innleggs í
verzlun eða sölu á annan hátt til að
kaupa fyrir nauðsynjar til heimilisins,
og til þess varð sauðaeignin drýgst. Og
sama var niðurstaðan þau 30—40 ár,
sem lifandi fé var útflutningsvara. Þá
voru það fyrst og fremst sauðir, sem út
voru fluttir. Lömb komu þar ekki til
greina. Sauðirnir voru að jafnaði mjög
léttir á fóðrum eftir lambsveturinn, og
víða var þeim ekki ætluð fóðurgjöf svo
að teljandi væri. — Enn eru þó ótaldar
þær sauðfjárafurðirnar, sem e. t. v. voru
svcitafólkinu notadrýgstar, sauðamjólkin,
og það sem úr henni var unnið, skyr,
smjör og ostar, hæði til heimilisnota og
sölu. En fráfærurnar studdu líka sauða-
eignina, þar sem hagalömbin voru lítils
virði nema þau væru sett á vetur.
Fráfærur voru almennar um land allt
fram yfir síðustu aldamót. Gizkað hefir
verið á, að sauðamjólkin hafi á síðari
hluta 19. aldar numið að jafnaði sjö
milljónum lítra á hverju sumri, og sam-
svarar það allgóðri ársnyt úr 2500 kúm.
A fyrsta tug þessarar aldar lögðust frá-
færurnar niður að miklu leyti, en á
heimsstyrjaldarárunum fyrri voru þær
sumsstaðar teknar upp á ný, þó ekki til
lengdar. Einstaka bændur færðu þó frá
fram yfir 1940. En ekki veit ég með
vissu, hvort þetta forna búskaparlag er nú
útdautt með öllu. í bókmenntum þjóðar-
innar mun sú menning, senr tengd var við
fráfærurnar, enn lifa um langan aldur.
Sláturhúsin og aukning saltkjötsmark-
aðanna á Norðurlöndum réðu niðurlög-
urn fráfærnanna á fyrsta og öðrurn tug
aldarinnar. Síðar kom til sögunnar er-
lendur markaður fyrir frosið dilkakjöt
utan lands og innan. Sú þróun er alkunn.
Ég vil að lokum bæta þessu við: 1
ritgerð um íslenzka atvinnuvegi kemst
Jón Sigurðsson m. a. svo að orði árið
1861: „Sauðféð er ein hin fegursta og
ábatasamasta og fjölhæfasta eign af öllu
kvikfé . . . Það er margt í eðli landsins og
fjárins, sem gerir, að það dafnar svo vel og
tímgast á lslandi. Það eru hin miklu og
góðu heiðalönd og fjallalönd, sem eru rétt
sköpuð til fjárhaga. Það er hið kalda og
heilnæma loftslag, og það að þar af leiðir,
að féð getur lifað svo víða samkvæmt eðli
sínu, frjálst og frítt . .
Jón Sigurðsson hefir reynzt sannspár
um marga hluti hér á landi, og þjóðin
hefir hingað til yfirleitt trúað á glögg-
skyggni hans í málum hennar. Þó var
svo komið um skeið, að ýmsir menn á
landi hér virtust hafa misst trúna á það,
að Island væri vel fallið til sauðfjárræktar
og að sauðfjárbúskapur ætti sér framtíð
hér á landi. Slík vantrú á sauðfjárrækt
virðist raunar ekki eiga sér formælendur
á opinberum vettvangi eins og nú standa
sakir. En búskaparlag hefir enn breytzt
mjög í seinni tíð. Fóðurgjöf almennt
aukizt til mikilla rnuna, og þá stefnt að
því að auka sem mest afurðamagn ær-
innar. Ekki er því að leyna, að sauðfjár-
rækt er nú um sinn stundum talin gefa
minna í aðra hönd en sumt annað, t. d.
nautgriparækt. Telja sumir, að gallar
á verðlagningu eigi þar sök á. Hitt er víst,
því að það sýnir reynsla liðinna alda,
að hægt var að fjölga fénu ört, ef vcl
áraði. Og enn mun það gefa góða raun,
ef mönnum auðnast að finna og nota
aðferðir, sem gera það kleift, að tryggja
sauðfénu nægilega öruggt og ódýrt vetrar-
fóður, nriðað við gæði, þegar þess er
þörf. Þeir, sem trú hafa á nytsemi sauð-
fjárstofnsins, munu gleðjast yfir stækkun
hans á ný, og ekki eingöngu vegna nyt-
seminnar, heldur einnig vegna þess, að
öllum kynslóðum, sem byggt hafa sveitir
þessa lands, hefir þótt vænt urn sauð-
kindina, og að erfitt er að sætta sig við
þá hugsun, að landið og þjóðin geti án
hennar verið.