Andvari - 01.10.1962, Blaðsíða 73
ANDVARI
HÓMER OG HÓMERSÞÝÐINGAR
311
verki tekizt að bæta nýjum fulltrúa í
hinn andlega fjallahring vorn, svo að oss
gafst sýn til sjálfs Ólymps, hins gríska
goðheims og hinnar grísku hetjualdar.
Þó að undarlegt megi virðast, hefur
til þessa skort samfellda rannsókn á Hóm-
ersþýðingum Sveinbjarnar Egilssonar.
Þess ber þó að geta, að á árunum 1948—
49 birtist á vegum bókaútgáfu Menn-
ingarsjóðs ný útgáfa af Elómersþýðing-
um Sveinbjarnar í óbundnu máli. Sáum
við Kristinn Armannsson rektor um þá
útgáfu. Að beiðni þáverandi útgáfustjórn-
ar Menningarsjóðs bárum við þýðinguna
nákvæmlega saman við frumtextann. Er
árangur af þeim samanburði að finna
annars vegar í skýringum aftast í hvoru
bindi þeirrar útgáfu og hins vegar í rit-
gerð, „Hómer í höndum Sveinbjarnar",
sem ég samdi og birtist í inngangi okkar
Kristins með útgáfunni.
En rit Finnboga Guðmundssonar,
„Hómersþýðingar Sveinbjarnar Egilsson-
ar“, sem hér liggur fyrir, er fyrsta heildar-
rannsókn þessa víðtæka og fjölþætta rann-
sóknarefnis. Hér er á ferðinni ungur vís-
indamaður, sem hefur ekki vílað fyrir
sér að leggja á sig það ómak að nema
tungu Hómers til þess að verða fær um
að inna þessa merkilegu rannsókn af
hendi. Eitt, já, raunar tvennt tel ég at-
hyglisvert og jafnframt skemmtilega til-
viljun í þessu sambandi: Það fyrst, að
praeses er kennari við hinn gamla skóla
Sveinbjarnar Egilssonar, bið annað, að
hann er sonur þess að öðru leyti ágæta
og þjóðkunna merkismanns, sem reis önd-
verður gegn því, að gríska yrði kennd
við Menntaskólann. Má því svo að orði
komast, að nú hafi sonurinn rækilega
bætt fyrir syndir föðurins við grískuna.
Vér gætum jafnvel látið oss til hugar
koma, að hin gamla Nemesis væri eigi
með öllu undir lok liðin, og færi betur,
að bún léti oftar til sín taka á jafnheilla-
vænlegan hátt.
Um þá hlið þessa rits, sem að íslenzk-
um bókmenntum snýr, mun ég ekki
fjalla, enda hefur prófessor Steingrímur
J. Þorsteinsson þegar gert því efni ræki-
leg skil. Idins vegar mun ég drepa á
nokkur atriði, sem snerta Hómer og sam-
band þýðingarinnar við frumtextann.
Aður en vér snúum oss að þessu viðfangs-
efni, skal þó fyrst stuttlega athugað,
hvernig praeses hefur hagað rannsókn-
inni.
Þctta er mikið rit. Ritgerðin sjálf cr
307 bls., en með viðauka er bókin öll
370 bls. Bókin skiptist í 11 kafla. Lang-
lengstur þeirra er kafli sá, sem nefnist
„Fornmálsáhrif". Er hann helmingi lengri
en nokkur hinna kaflanna eða 72 bls.
Kaflarnir „Ljóðaþýðingar" og „Óbundnar
þýðingar" eru svipaðir að lengd, hinn
fyrri 34 bls., en hinn síðari 36 bls. Kafl-
arnir „Ferill" og „Einkunnaþáttur" eru
jafnlangir, 31 bls. hvor. Kaflarnir „Úr
sögu erlendra Hómersþýðinga. Bókakost-
ur Sveinbjarnar Egilssonar" og „Nafna-
þáttur" eru svipaðir að lengd: hinn fyrri
26 bls., hinn síðari 21 bls. Styttri eru
kaflarnir „Aðdragandi", 19 bls., og „Fá-
einir þættir", (þ. e. talmál, fuglar, gróð-
ur, veður o. fl. og nýyrði), 14 bls., og að
síðustu „Lokaorð", 4 bls.
Af þessu yfirliti verður ljóst, að praeses
ver meginhluta bókarinnar, rúmlega 200
bls., til að ræða ýmsa einstaka þætti þýð-
inganna, að því er varðar mál þeirra og
stíl og samband þeirra við frumtextann.
Á fyrstu 82 bls., í köflum sem bera
heitin „Verk og viðhorf", „Aðdragandi",
„Ferill" og „Ur sögu erlendra Hómers-
þýðinga. Bókakostur Sveinbjarnar Egils-
sonar" býr praeses í liaginn fyrir sig. Þeir
kaflar eru e. k. prolegoviena að megin-
rannsókninni.