Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1962, Page 78

Andvari - 01.10.1962, Page 78
316 JÓN GISLASON ANDVARI chusar og annarra málfræðinga í Alex- andríu, heldur má svo að orði kveða, að hún sé sprottin upp af samanburðinum á Virgli og Hómer. Þessa hefur praeses heldur ekki látið getið. Sá samanburður er að vísu forn, því að Macrobius, scm uppi var um 400, byrjar slíkan saman- burð í riti sínu Saturnalia. Virgill er að hans dómi hinn óviðjafnanlegi meistari. Nú með því að Macrobius var afar vin- sæll og víðlesinn höfundur á miðöldum, varð þetta rit hans til að stvrkja mjög álit manna og traust á Virgli.1) Petrarca vakti þenna samanburð upp af nýju.2 3) Idér konr og annað til. Kristindómurinn hafði allt frá Dante helgað sér Virgil, og vaknandi þjóðernismeðvituncl róm- önsku þjóðanna á endurreisnartímunum styrkti þessa aðstöðu Virgils í enn ríkara mæli. ítalskur biskup, Vida að nafni, komst að þcirri niðurstöðu í skáldskapar- fræði sinni árið 1527, að Virgill væri mildu mannúðlegra, siðmenntaðra og frá listrænu sjónarmiði fínna og fullkomnara skáld cn Hómer. Hinn frægi franskr) fornmenntafræðingur Julius Caesar Sca- liger gekk jafnvel feti framar í Skáld- skaparfræði sinni (1561) í að hrósa Virgli á kostnað Hómers. Virgill var að hans dómi hinn óviðjafnanlegi meistari sögu- ljóða, en skáldskap Hómers kallaði hann hins vegar „plebeia ineptaque mulier- cula“ eða „smekklausa alþýðukerlingu". Hámarki náði þessi þræta um Virgil og Hómer á dögum Lúðvígs XIV. Komust menn þá að þeirri niðurstöðu, að Hómer svndgaði stórlega gegn boðorðum skáld- 1) Macrob. sat. V. 2. o. áfr. 2) Petrarca, epist. 22, 12. 3) Julius Caesar Scaliger (1484—1558) var að vísu fæddur á Ítalíu og ítalskrar ættar, en gat sér frægðarorð í klassískum fræð- um, eftir að liann var setztur að í Frakk- landi. skaparfræðinnar og misbyði velsæmi og góðum siðum. Raunar stæði hann langt að baki afrekum samtíðarinnar, (þ. e. tíma Lúðvígs XIV.) á þessu sviði. Þá var það, sem einn hógvær ábóti, Fran^ois Hédelin l’abbé d’Aubignac, reyndi að bera blak af Hómerskviðum með því að benda á, að styrkur Ilíons- kviðu væri ekki fólginn í listrænni bygg- ingu hennar í heild, heldur í fegurð ein- stakra kafla. Einhver annar en Hómer — ef til vill hefði Llómer meira að segja aldrei uppi verið — hefði steypt þessum ljóðum saman í eina heild. Fyrir þessum hugmyndum sínum gerði l’abbé d’Au- bignac lauslega grein í ritgerð, sem hann samdi 1664, en kom út nafnlaus 40 árum eftir andlát hans eða árið 1715. Nefn- ist rit þetta „Conjectures académiques ou dissertation sur l’Hiade". En að vísu var rit þetta orðið ýmsum kunnugt í Frakldandi, áður en það var prentað. Á riti d’Aubignacs og hinni fornu kenn- ingu um, að Peisistratos hefði látið safna saman hinum dreifðu Ijóðum Hómcrs byggði svo Wolf kenningu sína. Praeses segir á bls. 66: „Af enn yngri útgáfum Hómerskviðna fyrir daga Svein- bjarnar skulu nefndar útgáfur Þjóðverj- ans Friedrichs Augusts Wolf frá lokum 18. aldar o. s. frv.“ —- Hér mætti þessu við bæta: Wolf hafði annazt útgáfu beggja Idómerskviðna 1784—85. Þegar sú út- gáfa var útseld, var hann beðinn að ann- ast nýja útgáfu án nokkurra skýringa. Það var fyrir þessa nýju textaútgáfu, sem Wolf samdi „Prolegomena ad Ho- merum“ 1795. Idin nýja útgáfa birtist síðan hjá Göschen í Leipzig 1804—1807 með myndum eftir Flaxmann. Þykir út- gáfa þessi einkar fögur og vönduð. — Skáldin, sem Wolf hefði þótt mestur fengur í að fá til fylgis við sig, létu sér fátt um finnast kenningar hans, t. a. m. bæði Schiller og Goctlic. Hinn síðar-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.