Andvari - 01.10.1962, Blaðsíða 19
ANDVARI
KRAFTAVEHKIÐ 1 OLOVO
257
skelkuð, þegar hún kom auga á fætur móður sinnar við lilið sína, nakta, bláa
og blóðuga af þessum óvenjulegu harðræðum. En gamla konan var fljót til að
fela fæturna undir pilsfaldi sínum, og telpan, sem var hugfangin og undrandi
yfir öllum þessum nýstárlega fjölbreytileika, gleymdi þeim samstundis. Allt
var nýtt, óvenjulegt og yndislegt, þétt og dökkt grasið í skóginum, gildir beyki-
stofnarnir með sveppi eins og fellingar á silfurgráum herkinum, fuglamir, sem
viku ckki frá hafrapokum liestanna, víður sjóndeildarhringur með björtum
himni, ílöng skýin, sem þokuðust áfram. Og þegar annar hesturinn hreyfði
hausinn og fuglarnir flögruðu upp óttaslegnir, gat hún ekki varizt hlátri þrátt
fyrir svefn og þreytu; hún hló lengi, hljóðlausum hlátri. Hún horfði á karl-
mennina, hvað þeir gengu að mat sínum af mikilli hægð og alvöru; cinnig það
var kátlegt og skemmtilegt. Sjálf borðaði hún með góðri lyst. Hún teygði sig
eins og hún gat á teppinu sínu. Hún stakk höndunum niður í svalt grasið og
kom auga á litla sveppinn, sem nefnist bikarsveppur, hlóðrauður liggur hann
þétt að svartri moldinni, eins og einhver hafi misst hann niður. Hún rak upp
ofurlítið hljóð af undrun. Gamla konan, sem hafði blundað, hrökk upp og
tíndi sveppinn handa henni. Litla stúlkan hélt á honum í lófanum, horfði
lengi á hann og lyktaði af honum. Svo lagði hún hann að kinn sér, og þegar
hún fann flosmjúkan svala hans, lokaði hún augunum af sælu.
Snemma um kvöldið komu þau til Olovo. Þar var allt ein iðandi mann-
þröng kringum klausturrústirnar og vatnsþróarhveliinguna, en þaðan barst
daufur niður frá Lind Vorrar Frúar. Bál voru kveikt; það var steikt, soðið og
matazt. Flestir sváfu úti undir beru lofti. Náttstaður efnaðra og betra fólksins
var inni í bjálkakofa. Þangað fór Kata Bademlic. Konurnar tvær féllu strax í
fasta svefn. Stúlkan var aftur á móti milli svefns og vöku um nóttina; gegnum
gluggann gat hún greint stjörnurnar yfir dimmum skóginum; aldrei hafði hún
séð svo margar stjörnur. Hún hlustaði á raddirnar, sem bárust frá eldunum
alla nóttina, og ef til vill sofnaði hún út frá þeim, svo vakti frýsið í hestunum
hana aftur eða ferskur næturvindurinn; og þegar liún hlustaði enn á ný á
raddakliðinn og hvíslið, átti hún erfitt með að gera sér grein fyrir, hvað var
draumur og hvað veruleiki.
Snemma morguninn eftir gengu þær að lindinni.
Fyrst var gengið inn í lágt og hálfdimmt herbergi, þar sem lólk afklæddist.
Þjalagólfið var vott og hálffúið. Fram með veggjunum vom trébekkir, þar sem
fötin voru skilin eftir. Þaðan var gengið niður þrjár trétröppur niður í stærra
og dálítið bjartara herbergi, þar sem þróin var. Allt var úr steini. Steinhvelfing,
og hátt uppi í henni vom nokkur kringlótt göt í glugga stað, og furðulegu ljósi
geislaði niður frá þeirn. Fótatakið hergmálaði, og steinhvelfingin magnaði og
17