Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1962, Side 19

Andvari - 01.10.1962, Side 19
ANDVARI KRAFTAVEHKIÐ 1 OLOVO 257 skelkuð, þegar hún kom auga á fætur móður sinnar við lilið sína, nakta, bláa og blóðuga af þessum óvenjulegu harðræðum. En gamla konan var fljót til að fela fæturna undir pilsfaldi sínum, og telpan, sem var hugfangin og undrandi yfir öllum þessum nýstárlega fjölbreytileika, gleymdi þeim samstundis. Allt var nýtt, óvenjulegt og yndislegt, þétt og dökkt grasið í skóginum, gildir beyki- stofnarnir með sveppi eins og fellingar á silfurgráum herkinum, fuglamir, sem viku ckki frá hafrapokum liestanna, víður sjóndeildarhringur með björtum himni, ílöng skýin, sem þokuðust áfram. Og þegar annar hesturinn hreyfði hausinn og fuglarnir flögruðu upp óttaslegnir, gat hún ekki varizt hlátri þrátt fyrir svefn og þreytu; hún hló lengi, hljóðlausum hlátri. Hún horfði á karl- mennina, hvað þeir gengu að mat sínum af mikilli hægð og alvöru; cinnig það var kátlegt og skemmtilegt. Sjálf borðaði hún með góðri lyst. Hún teygði sig eins og hún gat á teppinu sínu. Hún stakk höndunum niður í svalt grasið og kom auga á litla sveppinn, sem nefnist bikarsveppur, hlóðrauður liggur hann þétt að svartri moldinni, eins og einhver hafi misst hann niður. Hún rak upp ofurlítið hljóð af undrun. Gamla konan, sem hafði blundað, hrökk upp og tíndi sveppinn handa henni. Litla stúlkan hélt á honum í lófanum, horfði lengi á hann og lyktaði af honum. Svo lagði hún hann að kinn sér, og þegar hún fann flosmjúkan svala hans, lokaði hún augunum af sælu. Snemma um kvöldið komu þau til Olovo. Þar var allt ein iðandi mann- þröng kringum klausturrústirnar og vatnsþróarhveliinguna, en þaðan barst daufur niður frá Lind Vorrar Frúar. Bál voru kveikt; það var steikt, soðið og matazt. Flestir sváfu úti undir beru lofti. Náttstaður efnaðra og betra fólksins var inni í bjálkakofa. Þangað fór Kata Bademlic. Konurnar tvær féllu strax í fasta svefn. Stúlkan var aftur á móti milli svefns og vöku um nóttina; gegnum gluggann gat hún greint stjörnurnar yfir dimmum skóginum; aldrei hafði hún séð svo margar stjörnur. Hún hlustaði á raddirnar, sem bárust frá eldunum alla nóttina, og ef til vill sofnaði hún út frá þeim, svo vakti frýsið í hestunum hana aftur eða ferskur næturvindurinn; og þegar liún hlustaði enn á ný á raddakliðinn og hvíslið, átti hún erfitt með að gera sér grein fyrir, hvað var draumur og hvað veruleiki. Snemma morguninn eftir gengu þær að lindinni. Fyrst var gengið inn í lágt og hálfdimmt herbergi, þar sem lólk afklæddist. Þjalagólfið var vott og hálffúið. Fram með veggjunum vom trébekkir, þar sem fötin voru skilin eftir. Þaðan var gengið niður þrjár trétröppur niður í stærra og dálítið bjartara herbergi, þar sem þróin var. Allt var úr steini. Steinhvelfing, og hátt uppi í henni vom nokkur kringlótt göt í glugga stað, og furðulegu ljósi geislaði niður frá þeirn. Fótatakið hergmálaði, og steinhvelfingin magnaði og 17
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.