Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1963, Síða 76

Andvari - 01.10.1963, Síða 76
194 ELIAS WESSÉN ANDVARl kvæði, með upptalningu þeirri sem tekur til allra erindanna: Hjálp heitir eitt (146), . . . Þat kann ek annat (147), . . . Þat kann ek þriðja (148), allt til 163. erindis: Þat kann ek it átjánda. Þvílík runa var minninu góður stuðningur; það var ekki mjög auÖvelt að gleyma neinu eða brjála röðinni. ■— Siðan kemur lokaerindið (164), sem bindur endi á allt þetta sund- urleita safn og er þannig síðari viðbót þess, er steypti því saman. Það getur ekki bafa verið til, fyrr en allt safnið lá fyrir í handriti. Seinni hluti I lávamálasafnsins (erind- in 111-163) er þannig augljóslega þrjú kvæði, sem tengd hafa verið lauslega saman í þessari röð: heilræði, rúnir, galdraljóð. Röðin hefur trúlega markazt af því, að Loddfáfnismál fjalla um ein- föld og hversdagsleg efni, en Rúnatal og Ljóðatal þar á móti um háleit efni og leyndardómsfull. I rúnabálkinum (138— 145) er það Oðinn, sem talar: Veit ek, at ek hekk / vindga meiði á /nætr allar níu — og svo framvegis. Eins er þessu farið um Ljóðatal (146—163), þótt hann nefni sig þar ekki heldur með nafni: Ljóð ek þau kann, /er kann-at þjóðans kona / ok mannskis mögr. Það er ber- sýnilega faðir galdranna, sem mælir svo. Hvort þetta á einnig við um Loddfáfnis- mál (112—137) er einkum komið undir því, hvort hið hátíðlega upphafserindi (111): Mál er at þylja / þular stóli á, stendur á upphaflegum stað, eða hvort það hefur heyrt til Rúnatali (138—145), eins og Andreas Heusler gerir ráð fyrir, með gildum rökum, og síðan verið flutt til og sett að upphafi Loddfáfnismála. Það hljómar í raun og sannleika alltof hátíðlega fyrir þau hversdagslegu heil- ræði, sem á eftir fara. Það færi óneitan- lega betur framan við hin leyndardóms- fullu rúnaerindi (138 og áfram). Það verður því að teljast óvíst, og jafnvel fremur ólíklegt, hvort sá sem mælir í Loddfáfnismálum hefur einnig verið hugsaður sem Óðinn. Þegar frá er talið fyrsta erindið (111), er ekkert sem mæli með því. En sú hugsmíð, að allur þessi hluti safnsins (erindi 111—163) sé tal hins Háva, er útfærð til fullnustu í texta Codex Regius. Síðari hluti erindis 162 (Ljóða þessa / mun þú, Loddfáfnir, / lcngi vanr vera), þar sem Loddfáfnir er nefndur að nýju, er augljóslega viðbót samsteypumannsins vegna byggingar verksins, en orkar þó mjög tvímælis. Lesandinn verður skyndi lega að minnast Loddfáfnis, sem löngu er úr sögunni. Er það í raun og veru hugsanlegt, að hann hafi hlýtt þögull og eftirtektarsamur á öll þessi erindi um rúnir og töfraljóö? En ef þetta vísubrot er greinileg við- bót ritarans, hlýtur sú spurning að vakna, hvort handaverk hans verði ekki einnig greind í öðru atriÖi. llún er ofboðslega fábreytileg, þessi tvítugfalda endurtekn- ing: Ráðumk þér, Loddfáfnir, / en þú ráð nemir, — / njóta mundu, ef þú nemr, / þér munu góð, ef þú getr. Þetta fær staðizt, þegar lesið er og augun líða hratt yfir textann. En það er sýnu tor- veldara að hugsa sér þetta í munnlegri framsögn, meðan kvæðið var enn á vör- um manna. Og hver er hann í raun og veru, þessi Loddfáfnir? Það „hefur mað- ur cnga hugmynd um“ (Jón Idelgason), og engar upplýsingar eru veittar um hann. Maður kemst ekki hjá að spyrja, hvort Loddfáfnir sé ekki uppfinning samsteypu- mannsins og téð romsa þannig síðari við- bót. Orðin Njúta mundu, ef þií nemr svara merkilega vel til þessara orða lokaerindis- ins (164): Njóti sá, er nam. Síðari hluti erindis 162 er einskonar tengiliður: þó þér sé góð, ef þú getr, / nýt, ef þú nemr. Eðlilegasta og líklegasta skýringin er sú, að formálsrunan Ráðumk þér, Loddfáfnir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.