Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.10.1963, Qupperneq 98

Andvari - 01.10.1963, Qupperneq 98
216 ERIK S0NDERHOLM ANDVARI viðhorfi, þar sem allt í tilverunni hafði sinn örugga sess. Það varð einnig mjög afdrifaríkt, að sveitin var ekki enn mörkuð af vélvæðingu landbúnaðarins, þótt hún væri svo nærri Kaupmannahöfn, og því lifði hann hina gömlu heilsteyptu bænda- menningu, eins og Johs. V. Jensen, sem var miklu cldri, hafði áður gert, og þessi menningarheild varð Martin A. Hanscn sífelld innblástursuppspretta ævina á enda. Eftir nokkur ár við sveitastörf sett- ist hann í kennaraskólann í Haslev á Sjálandi og lauk kennaraprófi 1930. Hann stundaði kennslu í Kaupmanna- höfn til 1945, og þar komst hann í nána snertingu við hið rótlausa líf nútíma- mannsins og gerði sér grein fyrir, hve gjörsamlega það var andstæða lífsins á bernskuslóðum hans. Eftir 1945 starfaði hann eingöngu að ritstörfum, ferðaðist mikið um Norðurlönd, sérstaklega í Nor- egi. Hann kom til Islands sumarið 1952 (sbr. ferðabókina „Rejse paa Island", 1954). Hann dó árið 1955, og var fráfall hans eitt hið tilfinnanlegasta tjón fyrir bókmenntir eftirstríðsáranna í Danmörku. Á kennaraskólaárunum snerist hann gegn hinu kristilega lífsviðhorfi æsku- heimilisins og skólans af því að lesa verk Georgs Brandesar, varð eldheitur fylgis- maður skoðana hans, og í samtíð sinni fannst honum þeim bczt framfvlgt af kommúnistaflokknum, enda hóf hann feril sinn sem rithöfundur undir mcrki Brandesarstefnunnar og marxismans með tveimur sósíalreölskum skáldsögum, ,,Nu opgiver han“ (1935) og „Kolonien" (1937), en einmitt starf hans að þessum tveimur sögum um samyrkjubúskap sann- færði hann um tvö mikilvæg atriði: að lífsskoðun hans, hinn brandesíanski marx- ismi, og listform hinnar raunsæju skáld- sögu, var hvort tveggja ónothæft fyrir hann. Nú kemur fjögurra ára lilé, sem skáldið notaði til að átta sig, en síðan skrifaði hann, á áratugnum 1940—50, hvert stór- verkið á fætur öðru, sem tryggja munu honum sess í dönskum bókmenntum urn langa framtíð. Hið fyrsta þeirra er ævin- týraleg skáldsaga „Jonathans Rejse" (1941), sem segir frá sterkum smið, er Jónatan heitir og hefur fangað sjálfan djöfulinn í flösku og getur því ráðið vfir hinum djöfullegu öflum í tilverunni. Jónatan hyggur það ráðlegast að fara til kóngsins og færa honum hina hættulegu flösku, en á leiðinni lendir liann óforvar- andis í ýmsum furðulegum ævintýrum, sem veita höfundinum ærin tækifæri til að varpa ljósi yfir gömlu bændamenning- una andspænis tæknimenningu nútím- ans. Frumhugsun verksins cr sú, að hing- að til hafi alltaf verið rcynt að skapa fyrir- myndarríki með því að breyta fyrst hinum ytri þjóðfélagsformum, sem síðan mundu væntanlega skapa nýjan og betri rnann. M. A. EI. neitar þessu og heldur því fram, að við verðum að byrja á sjálfum okkur, því að fyrst verði að breyta mann- inum og síðan þjóðfélaginu. Bókin cr greinilega afturhvarf til mannskilnings bændamenningarinnar, þar sem tvíhyggj- an gott-illt ræður og hefur sína ákveðnu meiningu: I Ijartað „er það leiksvið, þar sem Guð og Satan eigast við“, og maður- inn er sjálfur ábyrgur fyrir því að lúð góða sigri. Með öðrum orðum: baráttan milli hins góða og hins illa, Guðs og Satans, er háð í hverjum einstökum manni, þannig að einstaklingurinn er gerður ábyrgur fyrir bættu þjóðfélagi. Þegar í þcssari skáldsögu eru orðin ábyrgð og ábyrgðartilfinning orðin lykilorð í höf- undmennsku skáldsins. í „Jonathans Rejse“ cr djöflaflaskan tákn nútímatækninnar að meðtalinni atómsprengjunni, sem að skoðun höfund- ar er hin raunverulega orsök hinnar and- legu kreppu mannkynsins í dag. En um
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.