Andvari - 01.10.1963, Síða 101
ANDVARI
DANSKAR BÓKMENNTIR 1940—1960
219
með mönnunum, sem hefur gæzku og
sjálfsfórn að fyrsta boðorði.
Frægðarorð sitt sem rithöfundur tryggði
H. C. Branner sér með tveimur snilldar-
legum smásagnasöfnum, „Om lidt er vi
horte“ (1939) og „To minutters stilhed"
(1944). Þar finnum við frumhugmynd-
irnar settar fram í meistaraverkum eins
og Isaksen, Pengemagt, Iris og Hannibals
træsko, og við þetta bætast svo margar
frábærar mannlýsingar eins og til dæmis
í Shagpiben, To minutters stilhed, Rpde
heste i sneen og De blá undulater og
mörgum öðrum.
Stríðið og ekki sízt eftirstríðsárin allt
að því lömuðu skáldið, svo sem sjá má
í hinni þjáningarfullu smásögu Angst
(1947, endurprentuð í „Bjergene", 1953).
En undir lok fimmta tugs aldarinnar hafði
Branner aftur náð fótfestu og endurheimt
trú sína á styrk hinnar húmanísku lífs-
skoðunar sinnar, sem nauðsynlegt var til
áframhalds á rithöfundarbrautinni. Með
skáldsögunni „RyttereiT, sem út kom árið
1949, hófst nýr áfangi á ferli hans, sem
almennt er talinn merkasta bókmennta-
framlag hins sjötta tugs aldarinnar.
„Rytteren" er óvenjulega skýr, næstum
eins og frumdrættir í sinni fastmótuðu
uppbyggingu. Sagan gerist öll á einum
degi og lýsir persónu, sem stödd er í
húmanískri kreppu og hvernig sigrazt er
á henni. Aðalpersónurnar eru tvær, lækn-
irinn Clemens, sem er fulltrúi hinnar
húmanísku hugsjónar, og ástmey hans
Susanne, scm er holdi klætt rótleysi, ein-
manakennd og níhilismi nútímans. Auk
þess eru í sögunni tvær aukapersónur,
sem önnur reynir að bæta sér upp ótta
sinn og öryggisleysi með valdbeitingu, en
lýtur í lægra haldi, en hin er fulltrúi
hinnar geldu skynsemishyggju, sem
krefst skilyrðislauss frelsis í hvívetna, úr
því að ekki er liægt að rökstyðja neitt
bann á hlutlægan hátt, en þetta sjónar-
mið leiðir í óhemjugangi sínum rakleitt
til algerðrar upplausnar. Loks er svo hinn
eiginlegi valdbeitingarmaður sögunnar,
hinn dauði reiðmaður, tamningameistar-
inn Húbert, sem raunar hefur að nokkru
leyti vald yfir umhverfi sínu, en hvata-
sálfræði hans dugar þó ekki til, þar sem
dráp hans er einmitt afleiðing af frelsis-
kenningum þeim, er hann aðhyllist. Á
milli allra þessara persóna sveiflast Su-
sanne. Hún vill ekki meðtaka húmanisma
læknisins og reynir í lengstu lög að kom-
ast undan því. Efnisþráður sögunnar er
þá sá, að hún, í leit sinni að tilgangi, leit-
ar til áðurnefndra aukapersóna, en kemst
jafnan að fánýti lífsskoðana þeirra. í ör-
væntingu reynir hún að fremja sjálfsmorð
til þess að komast fram hjá Clemens, en
honum tekst að bjarga henni. Nú hefur
hún reynt kreppuna frá upphafi til cnda
og getur nú loksins gefið sig húmanisma
hans á vald. — Clemens er ef til vil! eitt-
hvert skýrasta dæmið meðal margra veikra
manna hjá Branner, sem finna sig með-
seka í allri ógæfu, en hafa lært að snúa
þessum veikleika sínum til góðs, þar sem
hann gengur ætíð til liðs við gæzkuna,
án þess að hugsa andartak um eiginn
ávinning. Þessi markmiðslausa gæzka gerir
hann nógu sterkan til að sigra bæði vald-
beitingarmanninn, níhilistann og skyn-
semishyggjumanninn. Grundvallarhugs-
un bókarinnar er þá sú, að mannlega veru
megi aldrei nota sem tæki, heldur skuli
ætíð litið á hana sem takmark. Sá sem
skilur þetta til hlítar, hcfur sigrazt á
kreppunni í leit sinni að tilgangi lífsins.
Segja má, að enn sé eitthvað frum-
dráttalegt við „Rytteren", en Branner
nær langtum meiri skáldlegri fyllingu í
leikritinu „Súskende" (1951), sem er eina
lífvænlega danska lcikritið frá áratugn-
um. Aðalpersóna leikritsins sést aldrci á
sviðinu. Það er dómari, sem lifað hefur
einmanalegu lifi en stranglega rökréttu