Andvari - 01.01.1993, Page 7
Frá ritstjóra
í ritstjórnargreinum Andvara í fyrra og hitteðfyrra var rætt um Bókaútgáfu
Menningarsjóðs sem lögð var niður á árinu 1992. í stað hennar hefur verið
settur á stofn nýr menningarsjóður, með þriggja manna stjórn sem
ráðherra skipar, og er honum ætlað að veita styrki til menningarlegrar út-
gáfustarfsemi. Enn er ekki séð hve öflugur sjóðurinn verður eða hvernig
tekst til um styrkveitingar hans og verður að bíða reynslunnar í þeim efn-
um.
Petta mál er dæmi um það hvernig pólitíska valdið í landinu fer með op-
inberar menningarstofnanir. Ríkisvaldið setur slíkar stofnanir á fót sam-
kvæmt lögum, fargar þeim síðan, jafnvel án lagasetningar, og reisir nýjar á
rústum þeirra. Allt er þetta gert samkvæmt því hvernig pólitískir vindar
blása hverju sinni og lítt um það hirt hvaða afleiðingar slíkt hefur í menn-
ingarlífinu þegar til lengri tíma er litið. Bókaútgáfu Menningarsjóðs mátti
vel reka áfram ef vilji hefði verið fyrir hendi og gerðar yrðu umbætur á
yfirstjórn hennar, enda kom í ljós að útgáfan átti fyrir skuldum og raunar
töluvert fram yfir það. En stjórnarform á útgáfunni var glöggt dæmi um
óheppileg áhrif þess að láta pólitískt kjörna nefnd, metnaðarlitla að því er
oft virtist, og ábyrgðarlausa um fjármál, sjá um rekstur menningarstofnun-
ar.
Stjórnmálamenn eru jafnan ófúsir til að láta af hendi vald sitt til að deila
og drottna á öllum sviðum. Sá skilningur hefur þó átt æ meira fylgi á síð-
ustu áratugum að alþingi beri fyrst og fremst að setja stofnunum ríkisins
lagaramma en láta síðan stjórnendur þeirra fá sem mest frjálsræði innan
hans. Reynslan sýnir ótvírætt að menningarstofnanir dafna best án pólit-
ískrar íhlutunar í innri mál þeirra. Stjórnendur verða að hafa vald og
ábyrgð, enda tryggir það best að reksturinn sé í lagi. Hitt, að stjórnvöld
grípi fram fyrir hendur forstöðumanna, eftir pólitískri valdastöðu hverju
sinni, er vísasti vegurinn til að lama þá stofnun sem um ræðir og draga úr
metnaði, frumkvæði og árvekni stjórnenda.
Svo vill til að ég hef að undanförnu verið að kynna mér sögu einnar
helstu menningarstofnunar þjóðarinnar, Ríkisútvarpsins. Það hefur starfað
frá 1930 og saga þess er glöggur vitnisburður um réttmæti þeirrar skoðunar