Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 13
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
Pálmi Jónsson
Vorið 1990 komu þau Elísabet II. Bretadrottning og eiginmaður
hennar, Filippus, hertogi af Edinborg, í opinbera heimsókn til ís-
lands. Var þá mikið um dýrðir og margar veislur haldnar, enda í
fyrsta skipti sem breskur þjóðhöfðingi sótti heim eyjuna hvítu í Atl-
antshafi. Meðal annars tóku drottning og maður hennar á móti ís-
lenskum framámönnum um borð í snekkju hennar hátignar, Brit-
annia. Strax að lúðrablæstri loknum gekk Filippus drottningarmaður
að manni í gestahópnum, sem vakið hafði athygli hans, hávöxnum,
höfðinglegum og fríðum sýnum, og spurði hann, hvaða atvinnu hann
stundaði. íslendingurinn hugsaði sig um andartak og svaraði síðan:
„I am a shopkeeper.ul (Ég er kaupmaður.) Edinborgarhertogi lét sér
þetta svar vel líka og talaði drykklanga stund við hinn íslenska kaup-
mann. Hér var á ferð Pálmi Jónsson í Hagkaup, skagfirskur bónda-
sonur, lögfræðingur að menntun og kaupmaður að starfi og ástríðu.
Pegar hann lést 4. apríl 1991, var hann orðinn einn auðugasti maður
landsins og um leið einn hinn vinsælasti fyrir hið lága vöruverð, sem
honum tókst jafnan að bjóða í Hagkaupsbúðunum.
I.
Pálmi Jónsson fæddist á Hofi á Höfðaströnd í Skagafirði snemma
morguns hinn 3. júní 1923, skömmu á eftir tvíburasystur sinni, Sól-
veigu.2 Foreldrar þeirra voru Jón Jónsson, bóndi á Hofi, og kona
hans, Sigurlína Björnsdóttir. Jón bóndi var þá 29 ára, fæddur 29.
apríl 1894. Hann var af gömlum skagfirskum bændaættum, sonur
hjónanna Jóns Péturssonar, bónda á Nautabúi, og Solveigar Egg-
ertsdóttur. Hann hafði ungur stundað nám á bændaskólanum á
Hvanneyri og kynnst þar Steingrími Steinþórssyni, síðar skólastjóra
á Hólum, þingmanni Framsóknarflokksins fyrir Skagfirðinga og ráð-