Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1993, Page 14

Andvari - 01.01.1993, Page 14
12 HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON ANDVARI herra. Jón var einn fyrsti nemandi Jónasar Jónssonar frá Hriflu í Samvinnuskólanum í Reykjavík veturinn 1918-1919, en keypti Hof af bróður sínum, Eggerti, og hóf þar búskap árið 1921; sama ár kvæntist hann Sigurlínu Björnsdóttur. Jón Jónsson á Hofi var ákveðinn fram- sóknarmaður og einn helsti trúnaðarvinur Steingríms þingmanns í sveit sinni, sannkallaður bændahöfðingi, sat í hreppsnefnd og lengi oddviti Hofshrepps, formaður stjórnar Kaupfélags Austur-Skagfirð- inga um skeið, sýslunefndarmaður, fulltrúi á kirkjuþingi, svo að eitt- hvað sé nefnt. „Undir niðri mun Jón hafa haft allsterkan hug á þing- sætinu, þótt hann vildi trauðla við það kannast,“ sagði Steingrímur Steinþórsson.3 Hann rak stórt bú á Hofi, en fékk verulegt fé með gerðardómi, þegar ríkið leysti til sín landið, sem Hofsós stendur á og hann hafði átt. Jón á Hofi var meðalmaður á hæð, breiðleitur, fríður sýnum, með mikið hár, réttnefjaður og snareygur, stórlyndur og nokkuð viðkvæmur, en fámáll og dulur. Jón á Hofi átti hvorki meira né minna en tólf systkini, og komust ellefu þeirra á legg. Kunnast þeirra var Eggert Einar Jónsson, jafnan kenndur við Nautabú. Hann var mikill athafnamaður á sinni tíð, glæsilegur á velli, prúðmenni í framkomu og stórhuga. Telja sumir, að Pálmi í Hagkaup minni talsvert á þennan föðurbróður sinn um framkvæmdasemi. Föðurafi Pálma, Jón Pétursson, bóndi á Nautabúi, var sonur Péturs Pálmasonar í Valadal á Skörðum og konu hans, Jórunnar Hannesdóttur. Jón fæddist árið 1867, gekk að eiga Solveigu Eggertsdóttur frá Mælifelli árið 1889 og hóf þá búskap, fyrst í Sölva- nesi í Fremribyggð, síðan á Löngumýri í Vallhólmi, þá í Valadal, en loks á Nautabúi í Lýtingsstaðahreppi. Þar bjuggu þau hjón til ársins 1912, eftir það um tíma í Eyhildarholti og í Haganesvík, en brugðu búi árið 1929. Þau fluttust til Jóns á Hofi, sonar síns, árið 1935, er Pálmi var tólf ára. Jón Pétursson var hávaxinn maður, eftir því sem gerðist á þeirri tíð, og myndarlegur, dökkhærður og með jarpt skegg. Hann var sannur Skagfirðingur, hagyrðingur og hestamaður. Jón bóndi var spaugsamur og gerði sér oft glaðan dag. Þótti honum stundum nóg um, hversu alvörugefinn sonur hans var. Hann dáðist mjög að kraftamönnum, og var viðkvæði hans: „Ég er kominn af Hrólfi sterka!“ Var hann hrifinn af Pálma, sonarsyni sínum, fyrir það, hversu rammur að afli hann var. Eitt sinn fóru þeir Jón og Pálmi í bílferð til Akureyrar. Á undan þeim var annar bíll, sem fór heldur hægt, og vildu þeir fara fram úr honum. Flautuðu þeir hástöf-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.