Andvari - 01.01.1993, Page 14
12
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
ANDVARI
herra. Jón var einn fyrsti nemandi Jónasar Jónssonar frá Hriflu í
Samvinnuskólanum í Reykjavík veturinn 1918-1919, en keypti Hof af
bróður sínum, Eggerti, og hóf þar búskap árið 1921; sama ár kvæntist
hann Sigurlínu Björnsdóttur. Jón Jónsson á Hofi var ákveðinn fram-
sóknarmaður og einn helsti trúnaðarvinur Steingríms þingmanns í
sveit sinni, sannkallaður bændahöfðingi, sat í hreppsnefnd og lengi
oddviti Hofshrepps, formaður stjórnar Kaupfélags Austur-Skagfirð-
inga um skeið, sýslunefndarmaður, fulltrúi á kirkjuþingi, svo að eitt-
hvað sé nefnt. „Undir niðri mun Jón hafa haft allsterkan hug á þing-
sætinu, þótt hann vildi trauðla við það kannast,“ sagði Steingrímur
Steinþórsson.3 Hann rak stórt bú á Hofi, en fékk verulegt fé með
gerðardómi, þegar ríkið leysti til sín landið, sem Hofsós stendur á og
hann hafði átt. Jón á Hofi var meðalmaður á hæð, breiðleitur, fríður
sýnum, með mikið hár, réttnefjaður og snareygur, stórlyndur og
nokkuð viðkvæmur, en fámáll og dulur.
Jón á Hofi átti hvorki meira né minna en tólf systkini, og komust
ellefu þeirra á legg. Kunnast þeirra var Eggert Einar Jónsson, jafnan
kenndur við Nautabú. Hann var mikill athafnamaður á sinni tíð,
glæsilegur á velli, prúðmenni í framkomu og stórhuga. Telja sumir,
að Pálmi í Hagkaup minni talsvert á þennan föðurbróður sinn um
framkvæmdasemi. Föðurafi Pálma, Jón Pétursson, bóndi á Nautabúi,
var sonur Péturs Pálmasonar í Valadal á Skörðum og konu hans,
Jórunnar Hannesdóttur. Jón fæddist árið 1867, gekk að eiga Solveigu
Eggertsdóttur frá Mælifelli árið 1889 og hóf þá búskap, fyrst í Sölva-
nesi í Fremribyggð, síðan á Löngumýri í Vallhólmi, þá í Valadal, en
loks á Nautabúi í Lýtingsstaðahreppi. Þar bjuggu þau hjón til ársins
1912, eftir það um tíma í Eyhildarholti og í Haganesvík, en brugðu
búi árið 1929. Þau fluttust til Jóns á Hofi, sonar síns, árið 1935, er
Pálmi var tólf ára. Jón Pétursson var hávaxinn maður, eftir því sem
gerðist á þeirri tíð, og myndarlegur, dökkhærður og með jarpt skegg.
Hann var sannur Skagfirðingur, hagyrðingur og hestamaður. Jón
bóndi var spaugsamur og gerði sér oft glaðan dag. Þótti honum
stundum nóg um, hversu alvörugefinn sonur hans var. Hann dáðist
mjög að kraftamönnum, og var viðkvæði hans: „Ég er kominn af
Hrólfi sterka!“ Var hann hrifinn af Pálma, sonarsyni sínum, fyrir
það, hversu rammur að afli hann var. Eitt sinn fóru þeir Jón og
Pálmi í bílferð til Akureyrar. Á undan þeim var annar bíll, sem fór
heldur hægt, og vildu þeir fara fram úr honum. Flautuðu þeir hástöf-