Andvari - 01.01.1993, Síða 23
ANDVARI
PÁLMI JÓNSSON
21
þátt í félagslífinu. Hann hefur aldrei mætt á stúdentsafmæli, sem við
höfum haldið upp á.“20 Jónas Árnason segir: „Pálmi var ekkert sér-
staklega kátur drengur. Hann var fáskiptinn, jafnvel einfari. Hann
tók til dæmis engan þátt í gangaslag. Hann var stundum á kvöldin
heima hjá Páli Zóphóníassyni og umgekkst Hjalta Pálsson mikið á
þessum tíma. Pálmi var hraustmenni og glæsimenni. Hann var ótrú-
lega handsterkur: Einu sinni kreisti hann höndina á mér svo fast, að
mar varð eftir. Pálmi fékk sér að vísu aldrei í staupinu, svo að orð
væri á gerandi, en ég man eftir því, þegar hann lenti einu sinni í átök-
um fyrir framan Oddfellow-húsið. Þá réðst á hann einhver drjóli, og
Pálmi lúskraði honum.“ Jónas bætir við: „Pálmi kunni vel að meta
gamansemi, en þó án alls hláturs. Hann velti peningum mikið fyrir
sér og var sparsamur. Pálmi sló heldur slöku við námið. Hann hafði
hins vegar áhuga á bókmenntum. Ég sá hann iðulega taka bók úr
hillu heima hjá Páli Zóphóníassyni og lesa.“
Á stúdentsprófi vorið 1942 hlaut Pálmi fremur lága einkunn, 5,79
stig. Pálmi settist í lagadeild Háskóla íslands að stúdentsprófi loknu,
en stundaði námið með hangandi hendi og lauk ekki lagaprófi fyrr
en níu árum síðar, 1951. Fékk hann II. einkunn betri á lagaprófi, 157
2/3 stig. Þrátt fyrir góðar námsgáfur var hugur hans annars staðar;
hann vildi stunda kaupsýslu og efnast. Lá hann tímunum saman og
grúskaði í erlendum verðlistum og vöruskrám og reiknaði út, hvernig
hann gæti grætt á margvíslegri kaupsýslu. Á sumrin fór hann í átt-
hagana norður í landi og vann það, sem til féll. Faðir hans var orðinn
heilsuveill, þegar kom fram á sjötta áratug, þótt hann héldi áfram að
búa til dánardægurs árið 1966. Pálmi keypti sér vörubíl, strax og
hann gat, og notaði hann til þess að flytja torf, sem kallað var reið-
ingur, var það notað sem einangrunarefni í fyrstu hitaveiturnar í
Reykjavík og Ólafsfirði. Hann ók líka við virkjun í Skeiðsfossi. Einn-
ig vann Pálmi um skeið á Keflavíkurflugvelli, þar sem miklar fram-
kvæmdir voru á vegum bandaríska varnarliðsins; smíðaði hann með-
al annars vinnuskúra fyrir varnarliðið og flutti þangað í sendiferðabíl
sínum. Pálmi var mjög fríður sýnum, vörpulegur á velli, en svaraði
sér vel, allra manna aflmestur, hávaxinn, jarphærður og dökkur yfir-
litum með ljósblá augu og kyrrlátt og fágað fas, sem konur hrifust
mjög af. Fannst þeim hann minna á erlendan aðalsmann, en vinir
Pálma kölluðu hann þá sumir „Palmerston lávarð“.
Steingrímur Steinþórsson getur þess í sjálfsævisögu sinni, þegar