Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 25

Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 25
ANDVARI PÁLMI JÓNSSON 23 eftir það að kaupa málverk eftir íslenska listamenn, eftir því sem efn- in leyfðu. Árið 1954 eignuðust þau Jónína og Pálmi fyrsta barn sitt, sem skírt var Sigurður Gísli. Fjórum árum síðar hófu þau búskap í lítilli þak- íbúð á Sólvallagötu 41; á miðhæð bjó móðursystir Pálma, Sigurlaug, en á fyrstu hæð móðurbróðir hans og uppeldisbróðir, Andrés Björns- son, sem þá starfaði hjá Ríkisútvarpinu. Árið 1959 eignuðust þau Jónína og Pálmi annað barn sitt, Jón. Þá um jólin, 23. desember, giftu þau sig. Sama árið fluttist fjölskyldan í íbúð í Álfheimum 46, sem þau leigðu, því að Pálmi var þá að stofna Hagkaup og átti ekk- ert afgangs í íbúðarkaup. Næsta ár eignuðust þau hjón dóttur, Ingi- björgu Stefaníu. Árið 1967 fluttist Pálmi ásamt konu sinni og börn- um í ágætt og rúmgott einbýlishús að Ásenda 1, og þar fæddist þeim önnur dóttir, Lilja Sigurlína. Þegar fuglarnir voru allir flognir úr hreiðrinu, árið 1986, komu þau Pálmi og Jónína sér fyrir í íbúð í Mið- leiti 5. I lagadeildinni eignaðist Pálmi góðan vin, Bjarna Sigurðsson; hann var mikill gáfumaður og grúskari, sem tók fyrst lagapróf, var síðan blaðamaður um skeið, varð því næst guðfræðingur og prestur á Mos- felli, en kenndi síðast í guðfræðideild. Áttu þeir ófáar samverustund- ir og skröfuðu þá um allt milli himins og jarðar. Bjarni var þremur árum eldri en Pálmi; hann átti ættir að rekja austur í Flóa. Kona hans var Aðalbjörg Sigríður Guðmundsdóttir, og urðu þau hjón miklir vinir Pálma og Jónínu. Auk þeirra umgengust þau Jónína og Pálmi Sólveigu, tvíburasystur Pálma, og eiginmann hennar, Ásberg Sig- urðsson, sýslumann og alþingismann, sérstaklega eftir að þau Sólveig fluttust til Reykjavíkur. Einnig voru Guðni rektor Guðmundsson og Katrín Ólafsdóttir, kona hans, góðir vinir þeirra hjóna. Að loknu laganámi starfaði Pálmi um skeið hjá Heildverslun Jóns Loftssonar, sem þá var til húsa við Hringbraut, nálægt sjónum. Flutti þetta fyrir- tæki inn stóra fólks- og vöruflutningabíla af Nash-gerð; systurfélag Heildverslunar Jóns Loftssonar var Vikurfélagið, sem framleiddi vikurplötur og holsteina úr vikri frá Snæfellsnesi. Pálmi undi sér miðlungi vel hjá Heildverslun Jóns Loftssonar; hann vildi verða sinn eigin herra, finna kröftum sínum annan vettvang. Hvarf hann fljót- lega úr þessu starfi og sinnti ýmsum verkefnum í Reykjavík næstu ár, jafnframt því sem hann aðstoðaði foreldra sína norður á Hofi. Eitt af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.