Andvari - 01.01.1993, Qupperneq 26
24
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
ANDVARI
því, sem hann tók sér fyrir hendur, var að framleiða ýtutennur fyrir
heyskap; vann hann að þessu í fjósi Geirs bónda Gunnlaugssonar við
Eskihlíð; þetta var því stórtækur heimilisiðnaður. „Þegar ég var ung-
ur, vildi ég innleiða tækni í búskap,“ sagði Pálmi syni sínum, Sigurði
Gísla. Eins og áður hefur komið fram, var Geir Gunnlaugsson, bóndi
í Lundi í Kópavogi, kvæntur móðursystur Pálma.
Árið 1954 hóf Pálmi rekstur eigin fyrirtækis, ísborgar í Austur-
stræti, í samvinnu við Leó Árnason, sem kvæntur var föðursystur
Pálma, Herdísi Rannveigu Jónsdóttur. ísborg var lítill skyndibita-
staður, hinn fyrsti sinnar tegundar hér á landi, og var þar boðið upp
á mjólkurhristing og stóra hamborgara að hætti Bandaríkjamanna.
Þótti þetta hin mesta nýlunda, en fyrirmyndarinnar var auðvitað að
leita í Bandaríkjunum. Gekk þessi veitingastaður þeirra félaga prýði-
lega. Síðar hafði Pálmi gaman af að rifja upp atvik úr þessu ísævin-
týri: Þeir félagar ætluðu að selja ís á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, og
höfðu komið upp sölutjaldi fyrir framan búðina. ísinn var geymdur
suður í Hafnarfirði, og þar hafði komist eitthvert óbragð í hann, án
þess að þeir vissu. Skemmst er frá því að segja, að nokkrum mínút-
um eftir að salan hófst voru reiðir viðskiptavinir teknir að grýta ísn-
um í sölutjaldið! Jafnframt rekstri ísborgar hóf Pálmi ísgerð í fjósi
Geirs bónda í Eskihlíð ásamt nokkrum félögum sínum, þar á meðal
Steingrími Hermannssyni, síðar forsætisráðherra, sem þá var nýút-
skrifaður verkfræðingur frá Bandaríkjunum. ísgerðin í Eskihlíð gekk
ekki eins vel og veitingastaðurinn ísborg, og seldu þeir Pálmi Mjólk-
ursamsölunni fyrirtækið eftir skamma hríð, og er þar að leita upptak-
anna að Emmess-ís. En Pálmi Jónsson hugði á hærri stig.
III.
Árið 1959, er viðreisnarstjórnin, samstjórn Sjálfstæðisflokks og Al-
þýðuflokks, var mynduð, var þrjátíu ára haftatímabili í innflutningi
loks að ljúka. Höftin höfðu verið sett á, þegar heimskreppan mikla
reið yfir ísland snemma á fjórða áratug, en þau náðu hámarki fyrstu
árin eftir síðari heimsstyrjöld. Sækja þurfti til stjórnvalda um leyfi
fyrir öllum gjaldeyri til innflutnings. í stað þess að brúa bilið á milli
innflutnings og útflutnings með því að lækka gengi krónunnar, svo
að innflutt vara yrði dýrari og eftirspurn eftir henni minni, en út-