Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 28
26
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
ANDVARI
rekstur, - skora þá, sem fyrir væru, á hólm. Ef til vill er gleggsta
dæmið um þá stöðnun, sem hlaut óhjákvæmilega að hlaupa í inn-
flutningsverslun, að fáir sem engir heildsalar eða kaupmenn urðu
gjaldþrota á haftatímabilinu. Höftin vernduðu þá, sem fyrir voru, en
bægðu öðrum frá. En um leið og frelsi fékkst í innflutningi og aukið
svigrúm til viðskipta, urðu til tækifæri. Þá var spurningin, hverjir
gripu þau. Einn þeirra var Pálmi Jónsson, sem nú var þrjátíu og sex
ára lögfræðingur og hafði fengist við sitt af hverju, en hvergi fengið
atorku sinni næga útrás.
Haustið 1959 stofnaði Pálmi nýja tegund af verslun í Reykjavík í
samstarfi við Reyni Þorgrímsson, fyrrum bankamann, en mæður
þeirra voru gamlar vinkonur. Fyrirmyndin var í afsláttarverslunum í
Bandaríkjunum, svonefndum „discount stores“. Markmið þeirra var
að selja sem mest af vörum sem ódýrast. Pálmi fékk hugmyndina,
stjórnaði rekstrinum og átti fyrirtækið, en Reynir sá um ýmsar fram-
kvæmdir. Átti þetta að vera póstverslun, sem héldi verði niðri, ekki
síst með því að spara sem mest í rekstri. Þeir félagar leituðu lengi að
nafni á fyrirtækinu, því að þeir gerðu sér grein fyrir því, að gott nafn
er útslitaatriði, en því laust niður í þá í bílferð frá Keflavík til
Reykjavíkur: Hagkaup skyldi það heita! Ákvað Pálmi þá að skrifa
nafnið á einfaldan hátt og skrautlaust, eins og jafnan hefur verið gert
síðan. Pálmi útvegaði fyrirtækinu samastað í fjósi og gripahúsi Geirs
bónda Gunnlaugssonar við Eskihlíð, þar sem hann hafði rekið ísgerð
sína. Pálmi hafði heppnina með sér frá upphafi, og er til lítil saga af
því. í fjósinu var nokkur bunga á miðju gólfi, og stóð staur upp úr
henni miðri. Þeir Pálmi og Reynir hlóðu fyrstu vörunum, sem þeir
fengu, í kringum staurinn, enda engar hillur til í fjósinu. Um nóttina,
eftir að þeir höfðu komið vörunum fyrir, gerði úrhellisrigningu, og
fór allt á flot, en vörurnar sluppu, því að þær voru allar uppi á bung-
unni!
Póstverslunin í Eskihlíð varð strax mjög vinsæl, því að verðið var
lægra en annars staðar. Menn gátu líka keypt vörur beint á staðnum,
og stundum seldust vörurnar svo vel, að þær komust ekki í hús, held-
ur voru seldar beint af vörubílum! Fróðlegt er að blaða í vörulistum
Hagkaups frá frumbýlingsárunum. Kjörorð fyrirtækisins var þá og
lengi síðan: Drýgið lág laun! Kaupið góða vöru ódýrt! I verðlista frá
1961 sagði meðal annars: