Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 28

Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 28
26 HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON ANDVARI rekstur, - skora þá, sem fyrir væru, á hólm. Ef til vill er gleggsta dæmið um þá stöðnun, sem hlaut óhjákvæmilega að hlaupa í inn- flutningsverslun, að fáir sem engir heildsalar eða kaupmenn urðu gjaldþrota á haftatímabilinu. Höftin vernduðu þá, sem fyrir voru, en bægðu öðrum frá. En um leið og frelsi fékkst í innflutningi og aukið svigrúm til viðskipta, urðu til tækifæri. Þá var spurningin, hverjir gripu þau. Einn þeirra var Pálmi Jónsson, sem nú var þrjátíu og sex ára lögfræðingur og hafði fengist við sitt af hverju, en hvergi fengið atorku sinni næga útrás. Haustið 1959 stofnaði Pálmi nýja tegund af verslun í Reykjavík í samstarfi við Reyni Þorgrímsson, fyrrum bankamann, en mæður þeirra voru gamlar vinkonur. Fyrirmyndin var í afsláttarverslunum í Bandaríkjunum, svonefndum „discount stores“. Markmið þeirra var að selja sem mest af vörum sem ódýrast. Pálmi fékk hugmyndina, stjórnaði rekstrinum og átti fyrirtækið, en Reynir sá um ýmsar fram- kvæmdir. Átti þetta að vera póstverslun, sem héldi verði niðri, ekki síst með því að spara sem mest í rekstri. Þeir félagar leituðu lengi að nafni á fyrirtækinu, því að þeir gerðu sér grein fyrir því, að gott nafn er útslitaatriði, en því laust niður í þá í bílferð frá Keflavík til Reykjavíkur: Hagkaup skyldi það heita! Ákvað Pálmi þá að skrifa nafnið á einfaldan hátt og skrautlaust, eins og jafnan hefur verið gert síðan. Pálmi útvegaði fyrirtækinu samastað í fjósi og gripahúsi Geirs bónda Gunnlaugssonar við Eskihlíð, þar sem hann hafði rekið ísgerð sína. Pálmi hafði heppnina með sér frá upphafi, og er til lítil saga af því. í fjósinu var nokkur bunga á miðju gólfi, og stóð staur upp úr henni miðri. Þeir Pálmi og Reynir hlóðu fyrstu vörunum, sem þeir fengu, í kringum staurinn, enda engar hillur til í fjósinu. Um nóttina, eftir að þeir höfðu komið vörunum fyrir, gerði úrhellisrigningu, og fór allt á flot, en vörurnar sluppu, því að þær voru allar uppi á bung- unni! Póstverslunin í Eskihlíð varð strax mjög vinsæl, því að verðið var lægra en annars staðar. Menn gátu líka keypt vörur beint á staðnum, og stundum seldust vörurnar svo vel, að þær komust ekki í hús, held- ur voru seldar beint af vörubílum! Fróðlegt er að blaða í vörulistum Hagkaups frá frumbýlingsárunum. Kjörorð fyrirtækisins var þá og lengi síðan: Drýgið lág laun! Kaupið góða vöru ódýrt! I verðlista frá 1961 sagði meðal annars:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.