Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 33
andvari
PÁLMI JÓNSSON
31
á Sauðárkróki. Pálmi notaði hins vegar húsið undir kjúklingabú, sem
hann rak til ársins 1978. En um 1970 kom að því, að Pálmi tæki næsta
skref sitt í smásöluverslun, sem reyndar var líkara stökki. Hann hafði
rekið afsláttarverslun í tíu ár, en nú var öld stórmarkaðarins að
ganga í garð á íslandi.
IV.
í september 1970 urðu tímamót í rekstri Hagkaups, þegar verslun sú,
sem verið hafði á Miklatorgi, fluttist í stóra skemmu í Skeifunni 15,
sem var í eigu hins auðuga iðnrekanda Sveins Valfells.38 Þar leigði
Hagkaup fyrst 600 fermetra gólfflöt, en húsnæðið stækkaði síðan í
nokkrum áföngum upp í 5.400 fermetra, 3.600 fermetra gólfflöt uppi
og 1.800 fermetra kjallara, þar sem saumastofa starfaði og birgðir
voru geymdar. í Skeifunni 15 spratt upp fyrsti raunverulegi stór-
markaður á íslandi, þar sem menn völdu vörur sjálfir, en greiddu
þær síðan við kassa, og aðaláhersla var lögð á ódýrar vörur í miklu
magni. Árið 1970 lögðu á milli fimm og sex þúsund viðskiptavinir
leið sína í Skeifuna 15 á hverjum föstudegi, en síðar urðu viðskipta-
vinir á háannatíma á milli átta og tíu þúsund. Fyrst var aðallega vefn-
aðarvara á boðstólum, en árið 1972 bættust við kjöt og mjólk. Hófst
þá aftur mjólkursala í Reykjavík utan sérstakra mjólkurbúða, en hún
hafði lagst niður, eftir að mjólkureinkasölur höfðu verið stofnaðar í
kreppunni. Enn hélt vöxtur fyrirtækisins áfram: Árið 1974 tók Hag-
kaup helming jarðhæðarinnar á Laugavegi 59, Kjörgarði, á leigu
undir verslun. Enn fremur bætti fyrirtækið þá við sig miklu rými í
Skeifunni 15.39 Eftir það var búðin þar svipuð Laugardalshöllinni að
stærð.
„Kaupmaðurinn á horninu“ þokaði nú fyrir stórmörkuðum í
Reykjavík, þótt það gerðist ekki í einu vetfangi. „Það, sem skiptir
meginmáli,“ sagði Pálmi Jónsson í Hagkaup sjálfur, „er sala á fer-
metra í verslun og sala á starfsmann. Stærri innkaup eru hagkvæmari
og stuðla að lækkun vöruverðs og meiri veltu.“40 Nú fór Pálmi líka
að neyta viðbragðsflýtis og áræðis síns og hagkvæmni hinna stóru
eininga. Árið 1974 gerði hann sér lítið fyrir og braut á bak aftur „syk-
urhringinn“ íslenska. Um árabil höfðu Samband íslenskra samvinnu-
félaga og innkaupasamband nokkurra heildsala keypt inn sykur og