Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1993, Page 36

Andvari - 01.01.1993, Page 36
34 HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON ANDVARI sérstakra hæfileika athafnamanns, eiga á hættu að lenda í svokallaðri stofnandagildru, „founder’s trap“. Þótt frumkvöðull hafi getað hrint fyrirtæki af stað, kann hann að eiga erfitt með að reka það, eftir að það hefur náð ákveðinni stærð. Þá ræður slíkur frumherji utanað- komandi framkvæmdastjóra til þess að reka fyrirtæki sitt, en oftar en ekki getur frumherjinn ekki sleppt hendinni af afkvæmi sínu, kemur illa saman við framkvæmdastjórann og flæmir hann loks burt. En Pálmi Jónsson kunni vel að meta atorku og röskleika Stanleys Cart- ers, þótt honum og öðrum Hagkaupsmönnum þætti hann stundum fullgrimmur. Gott samband myndaðist strax á milli þeirra. „Þeir smullu saman,“ segir Jónína, kona Pálma.43 Þeir, sem koma einu sinni í viku í stórmarkað til innkaupa, gera sér sjaldnast grein fyrir, hversu mörg verkefni stjórnendur slíks markaðar verða að leysa á hverjum degi. Stilla verður saman ótelj- andi smáatriði, svo að allt gangi snurðulaust. Hagkaupsmenn höfðu til dæmis ekki náð fullum tökum á birgðahaldi; stjórnendur fyrirtæk- isins, þar á meðal Pálmi, frestuðu því stundum að viðurkenna mistök sín, þegar þau lágu í of miklum birgðum af illseljanlegri sérvöru, en eina lausn þess vanda var vitaskuld að lækka verð. Eitt dæmið um þetta tók á sig broslega mynd. Árin 1974 og 1975 höfðu hermanna- jakkar verið í tísku. Pálmi hafði keypt mikið inn af þeim frá Bret- landi, en árið 1976 voru þeir hættir að seljast. Carter skipaði strax fyrir um það, að haldin yrði útsala á þeim og verðið lækkað nægilega til þess, að allt seldist. Þetta gekk eftir, og jakkarnir hurfu af borð- um, en þá mundi Pálmi eftir því, að hann hafði látið geyma 400 jakka á Skeggjastöðum í Mosfellssveit, þar sem Hagkaup rak kjúklingabú til 1978, eins og fyrr segir. Sendi hann eftir jökkunum og setti á út- söluborðin, en lét engan vita af þessu. Þegar Carter mætti í búðina daginn eftir og sá háa stafla af hermannajökkum, brást hann ókvæða við. Sagðist hann ætla að skjóta þann mann eigin hendi, sem hefði keypt inn meira af þessu illseljanlega drasli. Starfsmenn Hagkaups stóðu skjálfandi, þangað til Pálma bar að, en hann gat gefið fullnægj- andi skýringu á málinu!44 Carter endurskipulagði líka birgðahald fyrirtækisins og fann ein- falda aðferð til þess að reikna út í höndunum, hvernig kaupa skyldi inn. Þá breytti hann rekstrarbókhaldi. Áður var ekki vitað, hvernig fyrirtækið hafði gengið árið á undan, fyrr en lokauppgjör lá fyrir um mitt næsta ár; þetta olli því auðvitað hvoru tveggja, að ekki var ætíð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.