Andvari - 01.01.1993, Qupperneq 39
andvari
PÁLMI JÓNSSON
37
Póstkassinn okkar var fullur á hverjum degi. Honum fannst dagurinn
ekki allur, fyrr en hann hafði fengið Wall Street Journal til að lesa,“
segir Jónína. Meðal annars fóru þau hjón oft ásamt börnum sínum til
Ibiza á Spáni og Miami í Florida. Pálmi tók eftir því í Miami, hversu
vel verslunarmiðstöðvar, þar sem margar búðir eru undir einu þaki,
henta í óþægilega heitu og röku loftslagi. Fæddist þá sú hugmynd hjá
honum að reisa slíka verslunarmiðstöð hér á íslandi, þar sem loftslag
er jafnkalt og það er heitt í Miami. Hagkaup var líka tekið að hugsa
sér til hreyfings, því að stórmarkaðurinn í Skeifunni 15 var í leigu-
húsnæði, sem auk þess var að verða allt of lítið.
Vorið 1982 endurheimti Sjálfstæðisflokkurinn meiri hlutann í borg-
arstjórnarkosningum í Reykjavík undir forystu Davíðs Oddssonar, sem
settist í stól borgarstjóra. Eitt fyrsta verk Davíðs var að huga að
Kringlumýrinni, sem hafði legið óhreyfð í miðju borgarlandsins í
mörg ár, því að skipulag hennar hafði ekki laðað neina byggingarað-
ila að. I nýjum miðbæ hafði verið gert ráð fyrir risastórum húsum,
sem enginn treysti sér til að reisa. Var ekki unnt að breyta skipulagi
þessa svæðis til þess að auðvelda þar nýbyggingar, en Hús verslunar-
innar stóð þar þá eitt? Sumarið 1982 voru tvö fyrirtæki í Reykjavík
einmitt tekin að velta fyrir sér smíði stórmarkaðar, jafnvel verslunar-
miðstöðvar. Annað þeirra var Samband íslenskra samvinnufélaga,
sem hafði aldrei náð sömu fótfestu í Reykjavík og víða úti á landi;
hugðist það reyna fyrir sér í samvinnu við Kaupfélag Reykjavíkur og
nágrennis um rekstur stórmarkaðar í Holtagörðum. Hitt fyrirtækið
var Hagkaup. Gengu þeir Pálmi og sonur hans, Sigurður Gísli, á
fund Davíðs Oddssonar borgarstjóra sumarið 1982 og spurðu hann,
hvort kostur væri á lóð í nýja miðbænum undir verslunarmiðstöð.
Davíð hlustaði á þá af skilningi, gaf engin loforð, en kvaðst skyldu
athuga málið. Hófust nú miklar ráðagerðir í hópi Hagkaupsmanna.
Petta vor hljóp hins vegar óvænt snurða á þráðinn. Þá voru þau
Pálmi og Jónína í sumarleyfi í Miami í Florida; en Pálmi notaði tím-
ann aðallega til þess að heimsækja hinar risastóru verslunarmið-
stöðvar þar. Hugmyndin um slíka verslunarmiðstöð í Reykjavík var
að taka á sig ákveðna mynd í huga hans. Einkum varð honum tíðför-
ult í eina miðstöðina, er nefndist Town Center, og spurði þá verslun-
arstjórana í þaula um rekstur og fyrirkomulag allt; var honum tekið
hið besta, og varð hann margs vísari um ýmis smáatriði, sem þó voru
hvert og eitt mikilvægt. Eftir nokkurra vikna dvöl í íbúðinni í Miami