Andvari - 01.01.1993, Qupperneq 41
ANDVARI
PÁLMI JÓNSSON
39
ekki allir jafnhrifnir. Nokkrir starfsmenn Borgarskipulags snerust al-
veg öndverðir við hinni fyrirhuguðu verslunarmiðstöð. Töldu þeir
hætt við umferðaröngþveiti, ef þar risi stór verslunarmiðstöð, og
miðbænum hlyti þá líka að hnigna. Skrifuðu starfsmenn Borgar-
skipulags skýrslur um málið í blöðin, þar sem þeir veifuðu óspart
sérfræðiþekkingu sinni. „Það forvitnilega í sambandi við loforðið til
Hagkaups um lóð í Kringlumýrinni er, að sú staðsetning gengur
þvert á niðurstöður sérfræðinga í skipulagi,“ skrifaði Helgarpóstur-
inn til dæmis í langri fréttaskýringu sumarið 1983. „Að mati Borgar-
skipulags þyrfti einmitt að koma í veg fyrir, að þar risi stórmarkað-
ur.“46
Margir kaupmenn litu hina fyrirhuguðu verslunarmiðstöð í nýja
miðbænum líka óhýru auga. Héldu Kaupmannasamtökin fund 1.
október 1983, þar sem þau samþykktu tilmæli til borgarráðs og borg-
arstjórnar um að fresta úthlutun lóðar undir verslunarmiðstöð í
Kringlumýri.47 Athuga þyrfti, hvort raunveruleg þörf væri á svo mik-
illi aukningu verslunarrýmis og hvaða afleiðingar það hefði fyrir
umferð um svæðið. Sigurður E. Haraldsson, formaður Kaupmanna-
samtakanna, benti á það í viðtali við Þjóðviljann skömmu síðar, að
jafnframt því, sem Hagkaup ætlaði að reisa slíka verslunarmiðstöð,
væru Sambandið og KRON að opna 5 þúsund fermetra stórmarkað í
Holtagörðum, Vörumarkaðurinn hefði nýlega opnað 2 þúsund
fermetra verslun á mörkum Seltjarnarness og Reykjavíkur og versl-
unin Víðir stefndi að rekstri 3 þúsund fermetra stórmarkaðar í
Mjódd í Breiðholti. „Ef þetta nær allt fram að ganga,“ sagði Sig-
urður, „þá er ekki annað framundan en að taka upp skrapdagakerfi
í verslun líkt og í sjávarútvegi.u48 Vísaði Sigurður með þessu til
þess, að vegna of mikillar veiðigetu fékk fiskiskipaflotinn þá ekki að
veiða nema tiltekinn dagafjölda á ári. Gísli Blöndal, talsmaður
Hagkaups, sagði á hinn bóginn, að þörf væri fyrir aukið verslunar-
rými á höfuðborgarsvæðinu. Verslanir við Laugaveg hefðu líka gott
af samkeppni við verslanir í hinni nýju miðstöð. Morgunblaðið
taldi,49 að nýir verslunarhættir krefðust stærri eininga, eins og Hag-
kaupsmenn væru nú að mynda; eitthvert mótvægi væri líka nauð-
synlegt við sókn Sambands íslenskra samvinnufélaga til ítaka í versl-
un í Reykjavík, því að þar væri á ferð „auðhringur, sem einskis svífst
í viðureign við einkaaðila í atvinnurekstri“. Þá andmælti Vilhjálmur
Þ- Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður