Andvari - 01.01.1993, Side 43
ANDVARI
PÁLMI JÓNSSON
41
stunguna að hinni nýju verslunarmiðstöð haustið 1984, og skorti þá
ekki hrakspár; sögðu margir spekingar borgarinnar, að nú væri Hag-
kaup að grafa sér gröf; Pálmi hefði ætlað sér um of og færi sömu leið
norður og niður og margir aðrir íslenskir athafnamenn. Morgunblað-
ið fagnaði hins vegar hinu nýja mannvirki í Reykjavíkurbréfi 9. sept-
ember. Kvað það Hagkaup „brjóstvörn gegn innrás“ Sambands ís-
lenskra samvinnufélaga í smásöluverslun á höfuðborgarsvæðinu,
„enda fer það ekki á milli mála, að stofnandi og aðalforystumaður
þessa fyrirtækis, Pálmi Jónsson, er fyrst og fremst hugsjónamaður,
sem hefur haft ótrúlega víðtæk áhrif á framvindu okkar samfé-
lags.“
Smíði hinnar nýju verslunarmiðstöðvar gekk misjafnlega; Sigurður
Gísli Pálmason, sem sá aðallega um framkvæmdir fyrir Hagkaup,
segir, þegar hann rifjar þessa sögu upp, að auðvitað hafi sig og aðra
Hagkaupsmenn skort reynslu. Stærstu mistök þeirra hafi verið að
hefja framkvæmdir, áður en húsið var fullhannað; þetta hafi haft
stóraukinn kostnað í för með sér. Þeir hafi til dæmis upphaflega ætl-
að að reisa verslunarmiðstöðina í þremur áföngum, en hinn breski
húsameistari sannfært þá um það, að þeir yrðu að reisa hana alla í
einu. Þetta hefði breytt miklu. Þá hafi Hagkaupsmenn haft mikinn
baga af því, hversu ónákvæmar og óáreiðanlegar allar kostnaðar-
áætlanir íslenskra verkfræðinga væru. Hagkaup hafi selt verslunar-
rými í hinni nýju miðstöð á föstu verði, en kostnaður hefði allan
byggingartímann verið að hækka. Þegar upp var staðið, hafi Hag-
kaup því sennilega tapað 100-150 milljónum á smíði hússins. Enn
fremur hafi brátt komið í ljós, hversu lítill og vanþróaður íslenskur
lánamarkaður hafi verið. Á þeirri tíð hafi verið bannað að taka er-
lend lán nema með sérstöku leyfi, sem hafi oftast fengist treglega. Þó
hafi viðskiptaráðherrarnir Matthías Bjarnason og nafni hans Mathie-
sen sýnt fyrirtækinu skilning og heimilað lántökur þess erlendis. Þá
hafi Stefán Hilmarsson, bankastjóri Búnaðarbankans, veitt því ómet-
anlega fyrirgreiðslu. Snemma sumars 1985 hafði einn veggur hússins
verið steyptur í norðri, samhliða Miklubraut. Fóru þeir Pálmi og Sig-
urður Gísli einn góðan veðurdag með Stefáni Hilmarssyni til að sýna
honum framkvæmdina. Horfði Stefán nokkra stund spekingslega á
vegginn og sagði síðan: „Jæja, Pálmi minn, þetta er sennilega veð-
settasti veggur í heimi!“
Næstu ár kröfðust mörg flókin mál skjótrar úrlausnar Pálma Jóns-