Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1993, Side 43

Andvari - 01.01.1993, Side 43
ANDVARI PÁLMI JÓNSSON 41 stunguna að hinni nýju verslunarmiðstöð haustið 1984, og skorti þá ekki hrakspár; sögðu margir spekingar borgarinnar, að nú væri Hag- kaup að grafa sér gröf; Pálmi hefði ætlað sér um of og færi sömu leið norður og niður og margir aðrir íslenskir athafnamenn. Morgunblað- ið fagnaði hins vegar hinu nýja mannvirki í Reykjavíkurbréfi 9. sept- ember. Kvað það Hagkaup „brjóstvörn gegn innrás“ Sambands ís- lenskra samvinnufélaga í smásöluverslun á höfuðborgarsvæðinu, „enda fer það ekki á milli mála, að stofnandi og aðalforystumaður þessa fyrirtækis, Pálmi Jónsson, er fyrst og fremst hugsjónamaður, sem hefur haft ótrúlega víðtæk áhrif á framvindu okkar samfé- lags.“ Smíði hinnar nýju verslunarmiðstöðvar gekk misjafnlega; Sigurður Gísli Pálmason, sem sá aðallega um framkvæmdir fyrir Hagkaup, segir, þegar hann rifjar þessa sögu upp, að auðvitað hafi sig og aðra Hagkaupsmenn skort reynslu. Stærstu mistök þeirra hafi verið að hefja framkvæmdir, áður en húsið var fullhannað; þetta hafi haft stóraukinn kostnað í för með sér. Þeir hafi til dæmis upphaflega ætl- að að reisa verslunarmiðstöðina í þremur áföngum, en hinn breski húsameistari sannfært þá um það, að þeir yrðu að reisa hana alla í einu. Þetta hefði breytt miklu. Þá hafi Hagkaupsmenn haft mikinn baga af því, hversu ónákvæmar og óáreiðanlegar allar kostnaðar- áætlanir íslenskra verkfræðinga væru. Hagkaup hafi selt verslunar- rými í hinni nýju miðstöð á föstu verði, en kostnaður hefði allan byggingartímann verið að hækka. Þegar upp var staðið, hafi Hag- kaup því sennilega tapað 100-150 milljónum á smíði hússins. Enn fremur hafi brátt komið í ljós, hversu lítill og vanþróaður íslenskur lánamarkaður hafi verið. Á þeirri tíð hafi verið bannað að taka er- lend lán nema með sérstöku leyfi, sem hafi oftast fengist treglega. Þó hafi viðskiptaráðherrarnir Matthías Bjarnason og nafni hans Mathie- sen sýnt fyrirtækinu skilning og heimilað lántökur þess erlendis. Þá hafi Stefán Hilmarsson, bankastjóri Búnaðarbankans, veitt því ómet- anlega fyrirgreiðslu. Snemma sumars 1985 hafði einn veggur hússins verið steyptur í norðri, samhliða Miklubraut. Fóru þeir Pálmi og Sig- urður Gísli einn góðan veðurdag með Stefáni Hilmarssyni til að sýna honum framkvæmdina. Horfði Stefán nokkra stund spekingslega á vegginn og sagði síðan: „Jæja, Pálmi minn, þetta er sennilega veð- settasti veggur í heimi!“ Næstu ár kröfðust mörg flókin mál skjótrar úrlausnar Pálma Jóns-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.