Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1993, Page 46

Andvari - 01.01.1993, Page 46
44 HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON ANDVARI áttu gegn einokun og verslunarhöftum, og lagði Pálmi þar jafnan á ráðin, þótt hann kysi að koma ekki fram opinberlega. „Sykurhring- ur“ Sambands íslenskra samvinnufélaga og innkaupasambands heildsala, sem Pálmi braut á bak aftur í árslok 1974, var ekki eina tálmunin. Árið 1981 hafði Hagkaup tvisvar reynt að fá leyfi til þess að selja bækur í verslunum sínum, en fengið afsvar í bæði skipti; bók- salar réðu lögum og lofum í Félagi íslenskra bókaútgefenda, sem út- hlutaði leyfum, og þeir kærðu sig ekki um samkeppni. Fulltrúi þeirra kom og skoðaði stórmarkað Hagkaups í Skeifunni og sagði síðan spekingslega: „Pað er ekki hægt að selja bækur við hliðina á salt- fiski.“ Báru þeir það og fyrir sig, að önnur bókabúð væri í hverfinu. Pálmi vildi ekki una þessu banni, og fyrir jólabókaflóðið 1981 útveg- aði hann sér bækur fram hjá bókaútgefendum og opnaði síðan upp á sitt eindæmi bókadeild í Skeifunni 15; þar seldi hann bækur á 10% lægra verði en bóksalar gerðu í búðum sínum. Bókaútgefendur brugðust ókvæða við; komust þeir bráðlega að því, hver hefði haft milligöngu um bókakaupin fyrir Hagkaup. „Við höfum fengið það staðfest, að bækurnar, sem Hagkaup bjóða upp á í verslun sinni, eru komnar þangað í gegnum Bókaverslun Snæbjarnar,“ sagði Oliver Steinn Jóhannesson, formaður Félags bókaútgefenda, með miklum þjósti í viðtali við Morgunblaðið, „og við höfum ákveðið að stöðva dreifingu bóka í þá verslun að minnsta kosti fram í miðjan mán- uðinn.“54 Bókaverslun Snæbjarnar hætti því að útvega Hagkaupi bækur; enn fremur sviptu bóksalar eina farandbóksala landsins, Hjört Jónasson, leyfi, sem þeir höfðu áður veitt honum, því að hann hafði líka aðstoðað Hagkaup við að ná í bækur. Þessar aðgerðir komu að vísu ekki að sök, því að Hagkaup hafði útvegað sér nægar bókabirgðir fyrir jólin. Þetta varð mikið hitamál í desember 1981, og var efnt til umræðna um málið í sjónvarpssal, þar sem Örlygur Hálfdanarson deildi við Magnús Ólafsson í Hagkaup; lagði Örlygur mesta áherslu á, að bók- in væri listaverk, en ekki verslunarvara; um hana giltu því ekki sömu lögmál og venjulega hluti. En Hagkaup bættist liðsmaður, þegar samkeppnisnefnd tók málið til meðferðar, en hún komst að þeirri niðurstöðu, að bóksalar væru að brjóta verðlagslög; reglur þeirra hömluðu samkeppni. Fól samkeppnisnefnd Verðlagsstofnun að ræða við deiluaðila og fá bóksala til þess að falla frá samkeppnishömlum sínum. Bóksalar brugðust hins vegar hinir verstu við öllum tilraunum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.