Andvari - 01.01.1993, Page 46
44
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
ANDVARI
áttu gegn einokun og verslunarhöftum, og lagði Pálmi þar jafnan á
ráðin, þótt hann kysi að koma ekki fram opinberlega. „Sykurhring-
ur“ Sambands íslenskra samvinnufélaga og innkaupasambands
heildsala, sem Pálmi braut á bak aftur í árslok 1974, var ekki eina
tálmunin. Árið 1981 hafði Hagkaup tvisvar reynt að fá leyfi til þess
að selja bækur í verslunum sínum, en fengið afsvar í bæði skipti; bók-
salar réðu lögum og lofum í Félagi íslenskra bókaútgefenda, sem út-
hlutaði leyfum, og þeir kærðu sig ekki um samkeppni. Fulltrúi þeirra
kom og skoðaði stórmarkað Hagkaups í Skeifunni og sagði síðan
spekingslega: „Pað er ekki hægt að selja bækur við hliðina á salt-
fiski.“ Báru þeir það og fyrir sig, að önnur bókabúð væri í hverfinu.
Pálmi vildi ekki una þessu banni, og fyrir jólabókaflóðið 1981 útveg-
aði hann sér bækur fram hjá bókaútgefendum og opnaði síðan upp á
sitt eindæmi bókadeild í Skeifunni 15; þar seldi hann bækur á 10%
lægra verði en bóksalar gerðu í búðum sínum. Bókaútgefendur
brugðust ókvæða við; komust þeir bráðlega að því, hver hefði haft
milligöngu um bókakaupin fyrir Hagkaup. „Við höfum fengið það
staðfest, að bækurnar, sem Hagkaup bjóða upp á í verslun sinni, eru
komnar þangað í gegnum Bókaverslun Snæbjarnar,“ sagði Oliver
Steinn Jóhannesson, formaður Félags bókaútgefenda, með miklum
þjósti í viðtali við Morgunblaðið, „og við höfum ákveðið að stöðva
dreifingu bóka í þá verslun að minnsta kosti fram í miðjan mán-
uðinn.“54 Bókaverslun Snæbjarnar hætti því að útvega Hagkaupi
bækur; enn fremur sviptu bóksalar eina farandbóksala landsins,
Hjört Jónasson, leyfi, sem þeir höfðu áður veitt honum, því að hann
hafði líka aðstoðað Hagkaup við að ná í bækur. Þessar aðgerðir
komu að vísu ekki að sök, því að Hagkaup hafði útvegað sér nægar
bókabirgðir fyrir jólin.
Þetta varð mikið hitamál í desember 1981, og var efnt til umræðna
um málið í sjónvarpssal, þar sem Örlygur Hálfdanarson deildi við
Magnús Ólafsson í Hagkaup; lagði Örlygur mesta áherslu á, að bók-
in væri listaverk, en ekki verslunarvara; um hana giltu því ekki sömu
lögmál og venjulega hluti. En Hagkaup bættist liðsmaður, þegar
samkeppnisnefnd tók málið til meðferðar, en hún komst að þeirri
niðurstöðu, að bóksalar væru að brjóta verðlagslög; reglur þeirra
hömluðu samkeppni. Fól samkeppnisnefnd Verðlagsstofnun að ræða
við deiluaðila og fá bóksala til þess að falla frá samkeppnishömlum
sínum. Bóksalar brugðust hins vegar hinir verstu við öllum tilraunum