Andvari - 01.01.1993, Page 49
andvari
PÁLMI JÓNSSON
47
En útsendarar Haralds hampa
Húsavíkurjógúrtinni.
Loki í DV sagði: „Súr myndi jógúrt-Gunnar allur.“66 Einnig teiknaði
Sigmund nokkrar myndir í Morgunblaðið67 tengdar jógúrt-málinu.
Eftir þetta hefur verið unnt að flytja mjólkurafurðir af einu fram-
leiðslusvæði á annað eftir frjálsu samkomulagi. En það er ef til vill
viðeigandi eftirmáli við þessar deilur, að 22. nóvember 1992 birtist
heilsíðuauglýsing í Morgunblaðinu frá Framleiðsluráði landbúnaðar-
ins um það, að nú væri landið allt orðið eitt sölusvæði. „íslenskir
neytendur munu því loksins sitja við sama borð, þegar úrval af jógúrt
er annars vegar, og um leið hefur stefnan verið sett á frekari hagræð-
ingu og þróun bættrar þjónustu við landsmenn alla,“ sagði meðal
annars í auglýsingunni.
Lessari orrahríð hafði ekki fyrr linnt en ný skall á, að þessu sinni
vegna opnunartíma verslana. Pálmi Jónsson í Hagkaup vildi gjarnan
opna verslanir sínar síðar á daginn og hafa þær opnar fram á kvöld,
svo að fólk gæti verslað á þeim tíma, sem því hentaði. Hagkaup varð
áreiðanlega af viðskiptum fyrir þær sakir, auk þess sem reglur voru
rýmri á Seltjarnarnesi, svo að Vörumarkaðurinn, sem starfaði á
niörkum Reykjavíkur og Seltjarnarness, laðaði að sér viðskiptavini á
kvöldin, þegar Hagkaup var lokað. Lagði Pálmi til, að opnunartími
Hagkaupsbúðanna yrði frá 10 á morgnana til 19 á kvöldin fjóra daga
vikunnar, til 21 á föstudögum og til 16 á laugardögum. Magnús L.
Sveinsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur, benti á, að
afgreiðslufólk vildi helst komast sem fyrst heim til sín á kvöldin.
„Núverandi afgreiðslukerfi er allt að springa, það liggur alveg ljóst
fyrir,“ sagði hann hins vegar. „Þess vegna er um að gera, að menn
ræðist við.“68 Hagkaup ákvað að semja beint við starfsfólkið um opn-
unartímann þrátt fyrir ákvæði reglugerðar í Reykjavík, en Davíð
Oddsson borgarstjóri lýsti því yfir, að borgin myndi láta samkomulag
Hagkaups og starfsfólks þess afskiptalaust, enda væri það ekki í
verkahring hennar að framfylgja settri reglugerð. „Reykjavíkurborg
getur ekki litið á sig sem einhvers konar eyju í hafinu,“ sagði Davíð
Hka, „heldur hlýtur að samræma sínar reglur því, sem er ríkjandi í
sveitarfélögunum í kringum hana.“69 Fimmtudaginn 6. október til-
kynnti Hagkaup, að það hefði náð samkomulagi við starfsfólk um
það, að sumt ynni frameftir og annað ekki, og yrði opið næsta laug-