Andvari - 01.01.1993, Page 51
andvari
PÁLMI JÓNSSON
49
lagsmálaráðuneytið reglugerð um það.77 Þetta hafði sín áhrif í
Reykjavík. Strax eftir að lögreglan lokaði Hagkaupsbúðinni í Skeif-
unni 15, hófust viðræður á milli Kaupmannasamtakanna og Verslun-
arfélags Reykjavíkur um afgreiðslutíma verslana í Reykjavík.78 Hag-
kaupsmenn tilkynntu í nóvemberbyrjun, að þeir myndu ásamt
Kjötmiðstöðinni og JL-húsinu reyna að hafa opið á laugardaginn 5.
nóvember til klukkan 16, en hættu við það vegna tilmæla lögreglu.79
Eftir talsverðar umræður í borgarráði og borgarstjórn samþykkti
borgarstjórn Reykjavíkur loks 17. nóvember 1983 að heimila lengri
afgreiðslutíma verslana í borginni.80 Lauk þessari baráttu því með
fullum sigri Pálma Jónssonar í Hagkaup.
Ekki var hálft ár liðið frá hinni hörðu hríð um opnunartíma versl-
ana, þegar enn skarst í odda á milli Hagkaups og sérhagsmunasam-
taka. Vorið 1984 datt Pálma og öðrum Hagkaupsmönnum í hug að
selja viðskiptavinum sínum ódýr og einföld lesgleraugu; keyptu þeir
4 þúsund slík gleraugu frá Svíþjóð og auglýstu á 595 krónur stykkið.
Seldist fyrsta sendingin upp á einum degi, og sendi Pálmi þá mann út
til Svíþjóðar með næsta flugi til þess að ná í fleiri sendingar. En Sjón-
tæknifélag íslands brást ókvæða við þessari „innrás“ inn á yfirráða-
svæði þess og vildi banna gleraugnasöluna með lögum. Landlæknir
kallaði Magnús Ólafsson, framkvæmdastjóra Hagkaups, og Helga V.
Jónsson, lögfræðing þess, á sinn fund. Beindi hann þeim tilmælum til
þeirra að hætta að selja gleraugun. Hann viðurkenndi, að enginn
gæti skaðast á að nota þessi gleraugu, enda eru þau í raun aðeins
stækkunargler, ekki sjóngleraugu. Var mælt á einfaldan hátt í búð-
inni, hvaða styrk fólk þyrfti í gleraugu sín. Landlæknir kvað æskileg-
nst, að fólk leitaði til augnlækna, þegar það teldi eitthvað ama að
sjón sinni, því að þá væri unnt að hafa betra eftirlit með sjóninni.
Hagkaupsmenn höfnuðu tilmælum landlæknis.
„Eg held, að þessi ódýru gleraugu hafi gert ýmsu öldruðu fólki,
sem hafði lítið handa í milli, loks kleift að fá sér gleraugu, þegar sjón
þess fór að daprast,“ segir Magnús Ólafsson. „Mér er það minnis-
stætt fyrsta daginn, sem gleraugun voru seld, að gömul kona með
klút um höfuðið kom, fékk sér gleraugu og taldi peningana fyrir
þeim upp úr buddunni sinni.“81 Gleraugnasalar fengu Alþingi þetta
vor til þess að setja lög um sjóntækjafræðinga, en þar er öllum öðr-
um en þeim bannað að selja gleraugu. „Þessi lög eru hrapalleg mis-
tök,“ sagði Gísli Blöndal, sem var talsmaður Hagkaups í þessari
4 Andvari