Andvari - 01.01.1993, Side 53
andvari
PÁLMI JÓNSSON
51
VII.
Þótt Pálmi Jónsson stækkaði stórmarkað sinn í Skeifunni hratt á ár-
unum eftir 1970 og reisti verslunarmiðstöð í nýja miðbænum árin
1984-1987, lét hann ekki deigan síga á öðrum sviðum. Hann og Sig-
urður Gísli Pálmason höfðu kynnst nýrri tegund húsgagnaverslana á
ferðum sínum til Norðurlanda, svonefndum IKEA-búðum, sem fyrst
voru settar upp í Svíþjóð. Þá keyptu menn húsgögnin í einingum og
settu saman sjálfir, en það sparaði samsetningu og birgðahald, jafn-
framt því sem unnt var að fjöldaframleiða einingarnar, svo að þessi
húsgögn urðu talsvert ódýrari en sambærileg húsgögn önnur. Fékk
Hagkaup umboð fyrir IKEA á íslandi. Fyrsta IKEA-búðin var sett
upp í Skeifunni 15 árið 1981, fyrst uppi á svölum, en síðan niðri í einu
horninu. Varð hún strax vinsæl. Hinn 8. ágúst 1986 var 2.700 fer-
metra IKEA-búð opnuð í jarðhæð í Húsi verslunarinnar, andspænis
Kringlunni. Komu fjórtán þúsund gestir í heimsókn fyrsta daginn, og
hefur IKEA-búðin gengið mjög vel síðan, enda er verð húsgagnanna
þar lægra en almennt gerist á íslenska húsgagnamarkaðnum.
Hagkaup óx ekki aðeins á höfuðborgarsvæðinu, þar sem verslanir
í Breiðholti og á Seltjarnarnesi bættust við í tíð Pálma. Sem fyrr segir
hafði Hagkaup rekið verslun á Akureyri allt frá 1967 og stórmarkað
þar frá 1980. Hagkaup rak verslun í Vestmannaeyjum frá 1971 til
1973, er eldgos varð í Heimaey. Enn fremur rak Hagkaup um skeið
verslanir á Sauðárkróki og Akranesi. Hinn 1. júlí 1983 opnaði Hag-
kaup 1.200 fermetra stórmarkað í Njarðvík, sem þjónaði Suðurnesj-
um. Attu Skeljungur og Tómas Tómasson veitingamaður húsnæðið
með Hagkaup. Skeljungur rak þar bensínstöð, en Tómas hamborg-
arastað.86 Það gefur ef til vill nokkra mynd af muninum á verslun
Pálma þar og ýmsum öðrum verslunum, að í könnun Verðlagsstofn-
unar í september 1983 reyndust heildarinnkaupavörur fjögurra
manna fjölskyldu, eins og Verðlagsstofnun skilgreindi þær, vera
ódýrastar í Hagkaup á Suðurnesjum, og munaði 16% á því og þar,
sem þær voru dýrastar, í Melabúðinni í Neskaupstað.87 Þá velti Pálmi
um skeið fyrir sér að setja upp Hagkaupsverslun á ísafirði, en ekkert
varð úr því.88 Hann reyndi líka fyrir sér á öðrum sviðum. Til dæmis
var hann í samvinnu við franskt flugfélag, Point-Air, um nokkrar
leiguflugferðir á milli Reykjavíkur og Parísar sumarið 1983, og tóku
helstu aðilar í íslenskum ferðamálum þessu heldur stirðlega.89 Þá rak