Andvari - 01.01.1993, Síða 54
52
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
ANDVARI
Pálmi um skeið kjötvinnsluna Höfn á Selfossi, auk þess sem kjöt-
vinnsla Hagkaups á höfuðborgarsvæðinu fluttist í eigið húsnæði í
Kópavogi 1975.
Pálmi Jónsson í Hagkaup var ekki mannblendinn, og bar lítt á
honum á opinberum vettvangi. Forðaðist hann sviðsljósið eins og
heitan eldinn. Eitt sinn, er Pálmi stóð í stórræðum í fyrirtæki sínu,
beið blaðamaður DV fyrir utan skrifstofu Hagkaups. Pálmi kom
fyrstur manna út af fundi og spurði blaðamaður hann, hvort hann
gæti náð tali af Pálma Jónssyni. „Ja, Pálmi er bara farinn,“ sagði
Pálmi, og varð blaðamaður að láta sér það svar lynda. En um kvöld-
ið komst upp um Pálma, því að blaðamaðurinn átti ekki annarra
kosta völ en að knýja dyra á heimili hans, þar sem hann sat að snæð-
ingi með fjölskyldunni, Carter og Magnúsi Ólafssyni. Birtist þá hús-
ráðandi og reyndist vera sami maður og hafði sagt honum fyrr um
daginn, að Pálmi væri farinn! Sýslungi Pálma, Indriði G. Þorsteins-
son, segir, að Pálmi hafi minnt sig á bandaríska auðjöfurinn Howard
Hughes. „Eins og Hughes fer Pálmi þegjandi og hljóðalaust í gegn-
um lífið og hefur andúð á yfirlæti,“ segir Indriði. „Ég veit ekki til
þess, að hann hafi nokkurn tíma haft skrifstofu. Þessir nýju við-
skiptahættir hans, þessi hljóðleiki, leiðir af sér hugsanir og ráð, sem
aðrir mega ekki vera að að hugsa fyrir skrifstofufólki.“90
Pálmi var fámáll heima við, en hlýlegur og nærgætinn. Oft gekk
hann flautandi um gólf eða lá í símanum. „Ég man eftir því, að sum-
arið 1982 komst ég bókstaflega aldrei í símann,“ segir Lilja, dóttir
hans. „Þá hafði hann fengið brennandi áhuga á kjördæmamálinu.
Hann vildi jafna atkvæðisréttinn og tók þátt í einhvers konar starfs-
hópi um það mál með þeim Þorvaldi Búasyni, Þorsteini Sæmunds-
syni, Ragnari Ingimarssyni og fleiri mönnum. Jafnframt styrkti hann
útgáfu blaðs, sem þeir stóðu að og bar nafnið Glœtan. Það kom út í
nokkur ár.“ Jón, sonur Pálma, bætir við: „Pálmi vildi endurskoða
landbúnaðarstefnuna, og hann hneykslaðist óspart á mikilli eyðslu í
landbúnaðarráðuneytinu. En hann var hlynntur bændum, enda
bóndasonur sjálfur. Honum rann til rifja, að hér skyldu vera kot-
bændur að hokra við hálfgerð hungurmörk. Honum fannst landbún-
aður ekki rekinn skynsamlega; hann vildi sjálfstæða og sjálfbjarga
bændur á stórum og vel reknum búum, ef til vill svipað og í Englandi
og Danmörku.“91 Ahugi Pálma á stjórnmálum jókst mjög með árun-
um. Dáðist hann að Margréti Thatcher í Bretlandi. Éinnig hafði