Andvari - 01.01.1993, Page 55
andvari
PÁLMI JÓNSSON
53
hann miklar mætur á Davíð Oddssyni. „Pálmi las alla tíð geipilega
mikið, fyrri árin einkum um viðskipti, en síðar líka um stjórnmál og
efnahagsmál almennt. Hann hafði mjög mikinn áhuga á stjórnmálum
og eindregnar skoðanir á þeim, þótt við töluðum aldrei um stjórnmál
á heimilinu,“ segir Jónína, kona hans. „Hann var róttækur frelsis-
unnandi og mjög andvígur einokunaraðstöðu og fríðindum Sam-
bands íslenskra samvinnufélaga.“
Pálmi í Hagkaup hafði nokkrar áhyggjur af því upp úr 1980, að frels-
ishugmyndir sínar ættu sér fáa málsvara í fjölmiðlum. Vildi hann um
tíma reyna að fá nokkra aðila til þess að eignast hlut í Morgunblaðinu í
því skyni að hafa áhrif á blaðið í frjálsræðisátt. Þá lagði hann fé í tíma-
ritið Heimsmynd, sem Herdís Þorgeirsdóttir gaf út, þar eð hann bjóst
við, að þar væri komið frjálslynt, borgaralegt tímarit, sem skírskotað
gæti til fjöldans, en hann varð fyrir vonbrigðum með það. Enn fremur
hafði hann mikinn áhuga á Stöð tvö. Sneru þeir Pálmi og Hannes
Hólmsteinn Gissurarson, sem þetta ritar, sér til hins kunna breska at-
hafnamanns, Sir James Goldsmith, til þess að kanna, hvort hann hefði
áhuga á að kaupa hlut í stöðinni, en sú ætlun varð að engu, enda
keyptu Hagkaupsmenn sjálfir síðar hlut í stöðinni. „Við þurfum að
hafa það, sem Gyðingar kalla chutzpah,“ sagði Pálmi kankvís við
Hannes Hólmstein, þegar hann var að leggja á þessi djarflegu ráð, en
íslensk þýðing chutzpah gæti verið dirfska eða áræðni gagnvart því,
sem virðist ofurefli, - það að láta vandann ekki vaxa sér í augum.
Hin síðari ár gat Pálmi gefið sér meiri tíma en áður til þess að lesa;
hann hafði sérstaka ánægju af að grúska á bókasafni Menningar-
stofnunar Bandaríkjanna, sem var til húsa á Neshaga. Á meðal rita,
sem Pálma þótti mikið til koma, var Saga tímans eftir Stephen Haw-
king. „Pálmi hafði mikinn áhuga á tækni og vísindum. Hann fylgdist
vel með framþróun læknavísindanna og hvaða sjúkdóma mætti
lækna. Hann hafði áhuga á að styrkja læknavísindin myndarlega,
þótt hann kæmi því ekki í verk,“ segir Jónína, kona hans. Pálmi las
líka Furstann eftir Niccoló Machiavelli með athygli og vitnaði stund-
um í þá bók. Hann var áskrifandi að National Review, tímariti
bandarískra íhaldsmanna, en ritstjóri þess var William Buckley. Þeg-
ar hann var staddur í Bandaríkjunum, fylgdist hann vel með sjón-
varpsþáttum Buckleys, Firing Line, og keypti bók, sem Buckley
samdi upp úr þeim. Þá las hann að staðaldri tímaritið Commentary,
sem íhaldssamir bandarískir Gyðingar undir forystu Williams Krist-